Argentína jafnaði á sextándu mínútu uppbótatímans í fyrsta leik ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 15:11 Soufiane Rahimi, til hægri, fagnar öðru marka sinna með liðsfélaga sínum Bilal el Khannouss. Getty/Tullio M. Puglia Keppni á Ólympíuleikunum í París hófst í dag með tveimur leiknum í knattspyrnu karla þar sem Spánn fagnaði sigri í sínum leik og Argentínumenn náðu jafntefli á móti Marokkó með dramtískum hætti. Marokkómenn komu mikið á óvart í síðustu heimsmeistarakeppni með því að vinna bronsverðlaunin í Katar í desember 2022. Það er greinilega mikil uppsveifla í maróskum fótbolta því lið þeirra var nálægt því að vinna Argentínu í opnunarleik Ólympíuleikanna í dag. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Soufiane Rahimi var hetja Marokkó því hann skoraði bæði mörk liðsins. Fyrst með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og svo úr vítaspyrnu eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Rahimi spilar með Al Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Varamaðurinn Giuliano Simeone minnkaði muninn fyrir Argentínumenn á 68. mínútu og þeir voru síðan í stanslausri stórsókn á lokamínútunum. Jöfnunarmarkið kom þó ekki fyrr en á sextándu mínútu uppbótatímans en fimmtán mínútum hafði verið bætt við. Cristian Medina kom boltanum þá í netið eftir mikla stórskotahríð. Spánn vann 2-1 sigur á Úsbekistan á sama tíma eftir að Úsbekar höfðu náð að jafna metin. Marc Pubill skoraði fyrra mark Spánverja á 29. mínútu en sigurmarkið skoraði Sergio Gomez á 62. mínútu. Eldor Shomurodov hafði jafnað metin úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Spánverjar fengu víti á 59. mínútu en Sergio Gomez lét verja frá sér. Hann bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið aðeins nokkrum mínútum síðar. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Marokkómenn komu mikið á óvart í síðustu heimsmeistarakeppni með því að vinna bronsverðlaunin í Katar í desember 2022. Það er greinilega mikil uppsveifla í maróskum fótbolta því lið þeirra var nálægt því að vinna Argentínu í opnunarleik Ólympíuleikanna í dag. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Soufiane Rahimi var hetja Marokkó því hann skoraði bæði mörk liðsins. Fyrst með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og svo úr vítaspyrnu eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Rahimi spilar með Al Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Varamaðurinn Giuliano Simeone minnkaði muninn fyrir Argentínumenn á 68. mínútu og þeir voru síðan í stanslausri stórsókn á lokamínútunum. Jöfnunarmarkið kom þó ekki fyrr en á sextándu mínútu uppbótatímans en fimmtán mínútum hafði verið bætt við. Cristian Medina kom boltanum þá í netið eftir mikla stórskotahríð. Spánn vann 2-1 sigur á Úsbekistan á sama tíma eftir að Úsbekar höfðu náð að jafna metin. Marc Pubill skoraði fyrra mark Spánverja á 29. mínútu en sigurmarkið skoraði Sergio Gomez á 62. mínútu. Eldor Shomurodov hafði jafnað metin úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Spánverjar fengu víti á 59. mínútu en Sergio Gomez lét verja frá sér. Hann bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið aðeins nokkrum mínútum síðar.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira