Carnivore: Kransæðastífla og skínandi fínir kviðvöðvar? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 26. júlí 2024 09:01 Carnivore mataræði hefur verið áberandi undanfarið og vinsældir þess aukist vegna áhrifaríkrar samfélagsmiðla herferðar og áhrifavalda. Mataræðið samanstendur eingöngu af kjöti og dýraafurðum líkt og hráum mjólkurvörum en einnig töluvert miklu salti og smjöri. Engin matvæli úr plönturíki eru leyfð svo þú mátt ekki neyta ávaxta, grænmetis, korns, hneta eða belgjurta og ekki einu sinni kryddjurta. Mataræðið er því eins og sést, verulega takmarkandi. Stæðilegir karlmenn sjást gjarnan berir að ofan á samfélagsmiðlum að reyna sannfæra aðra um heilsueflingu mataræðisins með sýnilega kviðvöðva að vopni þar sem þeir hrópa sannfærandi gríðarlega flóknar staðhæfingar sem eiga oft ekki við nein rök að styðjast. Oftar en ekki með óáreiðanlegar, úreltar og/eða ‘cherry pick-aðar’ rannsóknir á dýrum sér til stuðnings. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að carnivore mataræðið geti mögulega gefið þér orkuefnin í þeim hlutföllum að þú komist í það líkamlega útlitslega form sem þú vilt þá er svo margt að gerast innra með sem þú sérð ekki. Þeir lífsstílssjúkdómar sem að carnivore mataræðið eykur líkurnar á eru aldurstengdir og taka tíma að þróast og eru þetta aðallega ristilkrabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar. Það er því ekki þannig að eftir 6 mánuði vaknirðu allt í einu með krabbamein og kransæðastíflu en alveg skínandi fína kviðvöðva. Einnig eru þessir þættir allir ósýnilegir sem að þú finnur ekki fyrir á meðan að þeir gerast. Þú finnur ekki fyrir æðunum þínum stíflast hægt og rólega né krabbameini að myndast í ristli. Mikið magn af rauðu kjöti, unnu kjöti, salti og mettaðri fitu eykur líkurnar töluvert á hjarta- og æðasjúkdómum. Mikil neysla á rauðu kjöti ein og sér eykur líkur á ristilkrabbameini og þegar að kemur að unnu kjöti aukast líkur á ristilkrabbameini og magakrabbameini. Það er því góð ástæða fyrir því að næringarráðleggingar mæla ekki með neyslu á rauðu kjöti yfir 500 g á viku en það finnast ekki tengsl við verri heilsufarsútkomur við neyslu upp að því magni. Svo eykst hættan á meltingarfærakrabbameinum og hjarta- og æðsjúkdómum þegar magnið er komið yfir 500 g á viku. Í carnivore mataræðinu eru svo einnig matvæli tekin út sem hafa verndandi áhrif gegn þessum sjúkdómum, eins og trefjaríkt korn, ávextir og grænmeti. Gallar mataræðisins einskorðast þó ekki aðeins við auknar líkur á ákveðnum krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum heldur er einnig hætta á næringarefnaskorti. C vítamín finnst ekki í nægilegu magni í dýraafurðum og er því hætta á skyrbjúg. Að útiloka öll matvæli úr jurtaríki útilokar svo líka trefjar og önnur æskileg plöntunæringarefni sem eru mikilvæg heilsunni. Skortur á trefjum getur leitt til hægðatregðu og annarra meltingarvandamála auk þess sem við þurfum trefjar fyrir heilbrigða þarmaflóru sem spilar gríðarlega stóran þátt í heilsu okkar. Hinir háværu áhrifavaldar carnivore mataræðisins eru einnig gríðarlega öflugir talsmenn gegn næringarfræðingum, tala um næringarfræði sem ‘kaótíska’ og segja ráðleggingar næringarfræðinga og Embætti Landlæknis úreltar. Það er því mikilvægt að nefna að umrædd óreiða kemur ekki frá næringarfræðingum heldur frá hinum ómenntuðu ‘sérfræðingum’ sem skipta reglulega um skoðanir og fara úr einum öfgum í aðrar sem verður til þess að fólk heyrir stanslaust mismunandi hluti. Næringarfræðingar eru upp til hópa að reyna eftir fremsta megni að leiðrétta vitleysuna frá þeim sem valda ringulreiðinni og breytast ráðleggingar næringarfræðinga almennt lítið varðandi lýðheilsu. Hvað varðar ráðleggingar Embætti Landlæknis þá eru þær í reglulegri endurskoðun miðað við stöðu þekkingar og nýjar rannsóknir skoðaðar með tilliti til hvort einhverju mætti breyta. Breytingarnar eru sjaldnast stórtækar þar sem niðurstöður rannsókna eru hvorki jafn dramatískar né öfgafullar og næringarupplýsingar áhrifavalda. Næringarvísindin og ráðleggingar eru almennt ekki að breytast mikið og vitum við ansi margt af þó nokkuð mikilli vissu um hvaða mataræði er gott heilsunni. Hvernig við nærum okkur í dag getur haft mikið að segja um heilsu okkar seinna á lífsleiðinni. Fögur fyrirheit um betri heilsu, aukin afköst og lægri fituprósentu með mataræði sem gengur þvert gegn því sem vísindin gefa til kynna er að öllum líkindum ekki lausnin þó að það sé sett fram á mjög svo sannfærandi hátt. Þá er einnig hægt að öðlast alla þessa upptöldu kosti með næringarríku fjölbreyttu mataræði án öfga. Að lokum er gott að muna að næringarfræði er jú vísindi en ekki skoðun. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Carnivore mataræði hefur verið áberandi undanfarið og vinsældir þess aukist vegna áhrifaríkrar samfélagsmiðla herferðar og áhrifavalda. Mataræðið samanstendur eingöngu af kjöti og dýraafurðum líkt og hráum mjólkurvörum en einnig töluvert miklu salti og smjöri. Engin matvæli úr plönturíki eru leyfð svo þú mátt ekki neyta ávaxta, grænmetis, korns, hneta eða belgjurta og ekki einu sinni kryddjurta. Mataræðið er því eins og sést, verulega takmarkandi. Stæðilegir karlmenn sjást gjarnan berir að ofan á samfélagsmiðlum að reyna sannfæra aðra um heilsueflingu mataræðisins með sýnilega kviðvöðva að vopni þar sem þeir hrópa sannfærandi gríðarlega flóknar staðhæfingar sem eiga oft ekki við nein rök að styðjast. Oftar en ekki með óáreiðanlegar, úreltar og/eða ‘cherry pick-aðar’ rannsóknir á dýrum sér til stuðnings. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að carnivore mataræðið geti mögulega gefið þér orkuefnin í þeim hlutföllum að þú komist í það líkamlega útlitslega form sem þú vilt þá er svo margt að gerast innra með sem þú sérð ekki. Þeir lífsstílssjúkdómar sem að carnivore mataræðið eykur líkurnar á eru aldurstengdir og taka tíma að þróast og eru þetta aðallega ristilkrabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar. Það er því ekki þannig að eftir 6 mánuði vaknirðu allt í einu með krabbamein og kransæðastíflu en alveg skínandi fína kviðvöðva. Einnig eru þessir þættir allir ósýnilegir sem að þú finnur ekki fyrir á meðan að þeir gerast. Þú finnur ekki fyrir æðunum þínum stíflast hægt og rólega né krabbameini að myndast í ristli. Mikið magn af rauðu kjöti, unnu kjöti, salti og mettaðri fitu eykur líkurnar töluvert á hjarta- og æðasjúkdómum. Mikil neysla á rauðu kjöti ein og sér eykur líkur á ristilkrabbameini og þegar að kemur að unnu kjöti aukast líkur á ristilkrabbameini og magakrabbameini. Það er því góð ástæða fyrir því að næringarráðleggingar mæla ekki með neyslu á rauðu kjöti yfir 500 g á viku en það finnast ekki tengsl við verri heilsufarsútkomur við neyslu upp að því magni. Svo eykst hættan á meltingarfærakrabbameinum og hjarta- og æðsjúkdómum þegar magnið er komið yfir 500 g á viku. Í carnivore mataræðinu eru svo einnig matvæli tekin út sem hafa verndandi áhrif gegn þessum sjúkdómum, eins og trefjaríkt korn, ávextir og grænmeti. Gallar mataræðisins einskorðast þó ekki aðeins við auknar líkur á ákveðnum krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum heldur er einnig hætta á næringarefnaskorti. C vítamín finnst ekki í nægilegu magni í dýraafurðum og er því hætta á skyrbjúg. Að útiloka öll matvæli úr jurtaríki útilokar svo líka trefjar og önnur æskileg plöntunæringarefni sem eru mikilvæg heilsunni. Skortur á trefjum getur leitt til hægðatregðu og annarra meltingarvandamála auk þess sem við þurfum trefjar fyrir heilbrigða þarmaflóru sem spilar gríðarlega stóran þátt í heilsu okkar. Hinir háværu áhrifavaldar carnivore mataræðisins eru einnig gríðarlega öflugir talsmenn gegn næringarfræðingum, tala um næringarfræði sem ‘kaótíska’ og segja ráðleggingar næringarfræðinga og Embætti Landlæknis úreltar. Það er því mikilvægt að nefna að umrædd óreiða kemur ekki frá næringarfræðingum heldur frá hinum ómenntuðu ‘sérfræðingum’ sem skipta reglulega um skoðanir og fara úr einum öfgum í aðrar sem verður til þess að fólk heyrir stanslaust mismunandi hluti. Næringarfræðingar eru upp til hópa að reyna eftir fremsta megni að leiðrétta vitleysuna frá þeim sem valda ringulreiðinni og breytast ráðleggingar næringarfræðinga almennt lítið varðandi lýðheilsu. Hvað varðar ráðleggingar Embætti Landlæknis þá eru þær í reglulegri endurskoðun miðað við stöðu þekkingar og nýjar rannsóknir skoðaðar með tilliti til hvort einhverju mætti breyta. Breytingarnar eru sjaldnast stórtækar þar sem niðurstöður rannsókna eru hvorki jafn dramatískar né öfgafullar og næringarupplýsingar áhrifavalda. Næringarvísindin og ráðleggingar eru almennt ekki að breytast mikið og vitum við ansi margt af þó nokkuð mikilli vissu um hvaða mataræði er gott heilsunni. Hvernig við nærum okkur í dag getur haft mikið að segja um heilsu okkar seinna á lífsleiðinni. Fögur fyrirheit um betri heilsu, aukin afköst og lægri fituprósentu með mataræði sem gengur þvert gegn því sem vísindin gefa til kynna er að öllum líkindum ekki lausnin þó að það sé sett fram á mjög svo sannfærandi hátt. Þá er einnig hægt að öðlast alla þessa upptöldu kosti með næringarríku fjölbreyttu mataræði án öfga. Að lokum er gott að muna að næringarfræði er jú vísindi en ekki skoðun. Höfundar eru meistaranemar í næringarfræði.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar