Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2024 22:57 Mynd úr flugi yfir Skálm síðdegis. Sveinbjörn Darri Matthíasson Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að samkvæmt mælingum hafi verulega dregið úr rennslinu í Skálm. Mælirinn sé staðsettur á brúnni yfir Skálm við þjóðveg 1 og því hafi hlaupið úr Mýrdalsjökli hafi náð hámarki þar. Samkvæmt allra fyrsta mati sé talið að stærðargráðan á hlaupinu hafi verið um þúsund rúmmetrar á sekúndu við þjóðveginn. Engin merki sjáist um að hlaupvatn hafi borist í Múlakvísl eða aðrar ár undan Mýrdalsjökli. Fram kemur að verulega hafi dregið úr óróanum sem fór að mælast um klukkan ellefu í morgun og því sé ekki við öðru að búast en að smám saman fari að draga úr rennslinu í Skálm. Nokkrir dagar geti liðið þangað til að rennslið í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá heldur Veðurstofan áfram að vakta svæðið og fylgjast náið með óróa og jarðskjálftavirkni undir jöklinum. Tekið getur allt að sólarhring fyrir þá virkni að komast aftur í það sem kallast „eðlileg bakgrunnsvirkni“, þannig að hægt verði að lýsa því yfir að þessari atburðarás sé lokið. Eldgos ekki orsök jökulhlaupsins í dag Loks kemur fram að engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar um að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið sem varð í dag. Þó svo að um óvenju stórt hlaup hafi verið að ræða, sé jökulhlaupið vegna jarðhita í kötlum jökulsins, bræðsluvatn safnist fyrir sem síðar hlaupi fram undan jöklinum. GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýni skýr merki um að breytingar sem mældust í öskjunni að um venjubundið jökulhlaup sé að ræða. Þó sé óljóst hvað veldur því að meira vatn fari af stað en almennt gengur og gerist úr slíkum hlaupum. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug með vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands nú síðdegis til að kanna aðstæður. Samkvæmt Veðurstofunni var staðfest í því flugi að hlaupvatn hafi einungis komið undan Sandfellsjökli og borist þaðan í farveg árinnar Skálmar. Ekki hafi verið skyggni yfir Mýrdalsjökli til þess að staðfesta úr hvaða kötlum hlaupvatnið kom. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að samkvæmt mælingum hafi verulega dregið úr rennslinu í Skálm. Mælirinn sé staðsettur á brúnni yfir Skálm við þjóðveg 1 og því hafi hlaupið úr Mýrdalsjökli hafi náð hámarki þar. Samkvæmt allra fyrsta mati sé talið að stærðargráðan á hlaupinu hafi verið um þúsund rúmmetrar á sekúndu við þjóðveginn. Engin merki sjáist um að hlaupvatn hafi borist í Múlakvísl eða aðrar ár undan Mýrdalsjökli. Fram kemur að verulega hafi dregið úr óróanum sem fór að mælast um klukkan ellefu í morgun og því sé ekki við öðru að búast en að smám saman fari að draga úr rennslinu í Skálm. Nokkrir dagar geti liðið þangað til að rennslið í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá heldur Veðurstofan áfram að vakta svæðið og fylgjast náið með óróa og jarðskjálftavirkni undir jöklinum. Tekið getur allt að sólarhring fyrir þá virkni að komast aftur í það sem kallast „eðlileg bakgrunnsvirkni“, þannig að hægt verði að lýsa því yfir að þessari atburðarás sé lokið. Eldgos ekki orsök jökulhlaupsins í dag Loks kemur fram að engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar um að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið sem varð í dag. Þó svo að um óvenju stórt hlaup hafi verið að ræða, sé jökulhlaupið vegna jarðhita í kötlum jökulsins, bræðsluvatn safnist fyrir sem síðar hlaupi fram undan jöklinum. GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýni skýr merki um að breytingar sem mældust í öskjunni að um venjubundið jökulhlaup sé að ræða. Þó sé óljóst hvað veldur því að meira vatn fari af stað en almennt gengur og gerist úr slíkum hlaupum. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug með vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands nú síðdegis til að kanna aðstæður. Samkvæmt Veðurstofunni var staðfest í því flugi að hlaupvatn hafi einungis komið undan Sandfellsjökli og borist þaðan í farveg árinnar Skálmar. Ekki hafi verið skyggni yfir Mýrdalsjökli til þess að staðfesta úr hvaða kötlum hlaupvatnið kom.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira