Klæðir sig upp til að komast í betra skap Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2024 11:30 Haukur Ísbjörn er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Tískuspekúlantinn Haukur Ísbjörn sér um hlaðvarpið Álhattinn ásamt vinum sínum en þar er því gjarnan varpað fram að hann sé einn best klæddi maður landsins. Haukur sækir innblástur til tíunda áratugarins, nýtir hvert tækifæri sem gefst til þess að klæða sig upp og er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Tíska er frábær leið til þess að fá útrás fyrir listræna tjáningu og skapa sér sérstöðu. Haukur segir að tíska sé frábær til að skapa sér sérstöðu.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Líklega leðurjakkinn minn með gærunni á. Það er einhver skemmtilegur Evil Kenevil fílingur í honum. Uppáhalds jakkinn hans Hauks.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Yfirleitt ekki en ef um sérstakt tilefni er að ræða þá er ég yfirleitt búinn að plana vel hverju ég ætla í með miklum fyrirvara. Haukur gefur sér góðan tíma til að setja saman föt fyrir ákveðin tilefni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Í augnablikinu er ég svolítið að vinna með „unglingur á leiðinni á landafyllerí í Paradísardal upp úr aldamótum“ lúkkið. Annars bara almennt litríkur og áberandi. Mikið um sterka litli og mynstur sem kallast á og búa til kontrast. Haukur Ísbjörn segist vera að vinna með „unglingur á leiðinni á landafyllerí í Paradísardal upp úr aldamótum“ lúkkið.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann er alltaf að breytast. Sem unglingur klæddist ég nánast eingöngu skoppara eða skeitara fötum úr Jónasi á milli eða Smash. Svo hef ég gengið í gegnum nokkur Hawaii skyrtu og kúreka skyrtu tímabil, einhvers konar rockabilly og hippa eða diskó tímabil og alls konar. Nú blanda ég yfirleitt nokkrum eða öllum þessum stílum saman. Stíll Hauks er í stöðugri þróun en hann elskar sömuleiðis að blanda stílum saman.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég nýti hvert tilefni sem gefst til þess að klæða mig upp. Stundum klæði ég mig jafnvel upp bara til að komast í betra skap, eins og til dæmis í versta skammdeginu á veturna. Það er ótrúlegt hvað það er hægt að hressast mikið við að fara í falleg og skemmtileg föt. Haukur Ísbjörn klæðir sig gjarnan upp til að koma sér í betra skap.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Líklega mest úr næntís kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og svo fæ ég oft innblástur af því að sjá annað fólk sem klæðist flottum fötum. Íslendingar eru mjög tísku-meðvituð þjóð, það er fullt af fólki í flottum fötum út um allt sem veitir innblástur. Haukur segir að íslenska þjóðin sé mjög tísku-meðvituð og sækir gjarnan innblástur til fólks hérlendis.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Er ekki mikið fyrir boð og bönn almennt en ég forðast að klæðast „plain“ bláu, gráu og svörtu. Það er nóg af öðru fólki í þeim pakka. Haukur Ísbjörn forðast að klæðast einföldum litum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Föðurlandið með mynd af föðurlandinu sem ég keypti einhvern tímann á listamarkaði í Hafnarhúsinu er mjög eftirminnilegt. Mig minnir að það hafi verið mynd af Melrakkasléttu á því. View this post on Instagram A post shared by @alhatturinn Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Internetið er vinur þinn. Ekki hræðast að versla þar því úrvalið er svo miklu betra en á Íslandi. Haukur Ísbjörn verslar mikið á netinu.Aðsend Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Tíska er frábær leið til þess að fá útrás fyrir listræna tjáningu og skapa sér sérstöðu. Haukur segir að tíska sé frábær til að skapa sér sérstöðu.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Líklega leðurjakkinn minn með gærunni á. Það er einhver skemmtilegur Evil Kenevil fílingur í honum. Uppáhalds jakkinn hans Hauks.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Yfirleitt ekki en ef um sérstakt tilefni er að ræða þá er ég yfirleitt búinn að plana vel hverju ég ætla í með miklum fyrirvara. Haukur gefur sér góðan tíma til að setja saman föt fyrir ákveðin tilefni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Í augnablikinu er ég svolítið að vinna með „unglingur á leiðinni á landafyllerí í Paradísardal upp úr aldamótum“ lúkkið. Annars bara almennt litríkur og áberandi. Mikið um sterka litli og mynstur sem kallast á og búa til kontrast. Haukur Ísbjörn segist vera að vinna með „unglingur á leiðinni á landafyllerí í Paradísardal upp úr aldamótum“ lúkkið.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann er alltaf að breytast. Sem unglingur klæddist ég nánast eingöngu skoppara eða skeitara fötum úr Jónasi á milli eða Smash. Svo hef ég gengið í gegnum nokkur Hawaii skyrtu og kúreka skyrtu tímabil, einhvers konar rockabilly og hippa eða diskó tímabil og alls konar. Nú blanda ég yfirleitt nokkrum eða öllum þessum stílum saman. Stíll Hauks er í stöðugri þróun en hann elskar sömuleiðis að blanda stílum saman.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég nýti hvert tilefni sem gefst til þess að klæða mig upp. Stundum klæði ég mig jafnvel upp bara til að komast í betra skap, eins og til dæmis í versta skammdeginu á veturna. Það er ótrúlegt hvað það er hægt að hressast mikið við að fara í falleg og skemmtileg föt. Haukur Ísbjörn klæðir sig gjarnan upp til að koma sér í betra skap.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Líklega mest úr næntís kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og svo fæ ég oft innblástur af því að sjá annað fólk sem klæðist flottum fötum. Íslendingar eru mjög tísku-meðvituð þjóð, það er fullt af fólki í flottum fötum út um allt sem veitir innblástur. Haukur segir að íslenska þjóðin sé mjög tísku-meðvituð og sækir gjarnan innblástur til fólks hérlendis.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Er ekki mikið fyrir boð og bönn almennt en ég forðast að klæðast „plain“ bláu, gráu og svörtu. Það er nóg af öðru fólki í þeim pakka. Haukur Ísbjörn forðast að klæðast einföldum litum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Föðurlandið með mynd af föðurlandinu sem ég keypti einhvern tímann á listamarkaði í Hafnarhúsinu er mjög eftirminnilegt. Mig minnir að það hafi verið mynd af Melrakkasléttu á því. View this post on Instagram A post shared by @alhatturinn Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Internetið er vinur þinn. Ekki hræðast að versla þar því úrvalið er svo miklu betra en á Íslandi. Haukur Ísbjörn verslar mikið á netinu.Aðsend
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira