May December: Seint koma sumir en koma þó Heiðar Sumarliðason skrifar 8. ágúst 2024 10:00 Natalie Portman og Julianne Moore í hlutverkum sínum. Kvikmyndin May December er ein þeirra Óskartilnefndu kvikmynda frá því í fyrra sem íslenskir áhorfendur voru sviknir um en hún kom ekki íslensk kvikmyndahús, né á íslenskt Netflix (þar sem hún var frumsýnd víðsvegar). Á dögunum birtist hún hins vegar óvænt á Voddinu, löngu eftir að allir voru hættir að pæla í henni. Líklegast er réttindamálum um að kenna að hún lendir svo seint hér á landi, nema rekstraraðilum þeirra kvikmyndahúsa sem fóru með réttinn (ef eitthvert var) hafi þótt hún svo furðuleg að þeir hafi talið borna von að nokkur myndi borga sig inn á hana; fyrir utan þá staðreynd að þar sem hún var frumsýnd víðsvegar á Netflix var hún komin inn á allar sjóræningjasíður í fullum gæðum (sem hefur auðvitað áhrif á aðsókn). Af hverju þá yfir höfuð að skrifa um hana? Jú, af því ég er búinn að vera bíða eftir henni alla tíð síðan hún var frumsýnd og ég var ekki búinn að gleyma að Ísland átti hana inni. Ætli það séu ekki aðalleikkonurnar tvær sem gerðu mig hvað mest forvitinn um May December, en tvær af mínum eftirlætis leika hér aðalhlutverkin: Julianna Moore og Natalie Portman. Maður lætur ekki mynd framhjá sér fara þar sem þessar tvær leiða saman hesta sína. Svo má ekki gleyma að leikstjórinn Todd Haynes (I'm Not There, Far From Heaven) gerir oftast áhugaverðar myndir. Snarbilað umfjöllunarefni Satt best að segja er May December ein undarlegasta kvikmynd sem ég hef séð lengi. Hún fjallar um þekkta leikkonu (Portman) sem hefur tekið að sér að leika hlutverk í sannsögulegri kvikmynd. Til að undirbúa sig fer hún á stúfana og hittir fjölskylduna sem sagan fjallar um. Hægt og rólega átta áhorfendur sig á því að saga þessa fólks er allt annað en hefðbundin. Öðru hvoru koma fréttir af fullorðnum konum sem eiga kynferðislegt samneyti við unga drengi. May December er innblásin af þekktasta dæminu um slíkt í Bandaríkjunum, samband sem Mary Kay Letourneau, 35 ára kennari, átti við 12 ára nemanda sinn Steve Letourneau. Upp komst um þau og skömmu síðar uppgötvaði Mary Kay að hún var ólétt eftir Steve. Ekki nóg með það heldur barnaði hann hana aftur og eignaðist Mary Kay þeirra annað barn 18 mánuðum eftir fæðingu þess fyrsta. Þegar hún losnaði úr fangelsi tóku þau upp þráðinn og giftu sig. Raunverulegar fyrirmyndir May December. May December inniheldur nokkurn veginn sömu persónur og Letourneau-málið: Gracie (Moore) er 35 ára afgreiðslukona í gæludýrabúð sem hefur samræði við 13 ára aðstoðarmann sinn. Ekki nóg með það heldur verður hún ólétt eftir hann líkt og fyrirmyndin. Þegar upp kemst um þetta er hún handtekin og dæmd til fangelsisvistar. Twistið í sögunni er hins vegar að þegar við hittum þetta fólk tæpum 20 árum síðar eru þau hjón og hafa eignast fleiri börn, líkt og fyrirmyndirnar. Leikstjórinn sem fer sínar eigin leiðir Leikstjóri myndarinnar Todd Haynes hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að binda bagga sína sömu hnútum og samferðafólk sitt, því þarf ekki að koma á óvart að hann velji sér slíkt umfjöllunarefni. Haynes var í upphafi ferilsins nokkuð alræmdur og ruggaði bátum með sínum fyrstu tveimur myndum, Superstar: The Karen Carpenter Story og Poison. Superstar: The Karen Carpenter Story (1987) gerði Todd Haynes með dúkkum. Hann hefur tekið margar listrænar ákvarðanir sem eru á skjön við meginstrauminn, sem og valið sér aðalpersónur sem skjóta skökku við í sínum samtíma og forboðin ástarsambönd eru honum hugleikin. Hann fer gjarnan aftur í tímann til að sækja sér efnivið og sýnir okkur ástarsambönd sem þá þóttu ósiðleg en eru nú samþykkt; ástir milli samkynhneigðra, ástir þvert á kynþætti o.s.fv. Haynes átti því ekki margar tegundir forboðinna ásta eftir og sennilega er þessi endaskipta Lolitu-saga May December það eina sem eftir var. Ekki er nóg með að Haynes velji sér snarbilað umfjöllunarefni, þá er framkvæmdin gjörsamlega á skjön við allt sem telst smekkleg nútíma kvikmyndagerð. Hér tekur hann ákvörðun um að takast á við tilraun í stíl sem felst í víðum skotum, súmmum og löngum senum, stílbrögð sem sjást ekki mikið í nútíma kvikmyndagerð, nema til að skapa einhverskonar retro tilfinningu. Tónlistin sem hann velur er einnig galin í nútíma samhengi, hún er sem tekin úr bandarískum sjónvarpsþætti frá árinu 1989, gjörsamlega yfirkeyrð og ósmekkleg í þokkabót. Undirrituðum datt helst í hug fyrstu þættirnir um Strandverðina þegar tónlistin í May December tók að óma. Hún er samin af Marcelo Zarvos en við nánari skoðun kemur í ljós að hún hefur ekkert með tíunda áratuginn að gera, heldur hinn áttunda, þar sem hún er aðlögun tónlistar úr annarri kvikmynd, The Go Between, breskri mynd frá árinu 1971. Haynes hefur að sjálfsögðu sína útskýringu á þessu: The score sits so upfront and ahead of and beyond the ultimate events that unfold in that particular storyline where the audiences be alert of an incident happening, and then read the details in the frame and the performances acutely, in every single moment. The music reenforces that in a mischievous sense, where this can be a pleasurable inquisition. Haynes prjónar hér yfir sig og dettur á rassinn, því þessi samsuða stílbragða er tilgerðarleg og heldur áhorfendum í raun frá atburðarásinni og verður aldrei „pleasureable,“ eins og hann batt vonir við. Pælingar fyrir strúktúrnörda Handritið sjálft var tilnefnt til Óskarsverðlauna og þó svo Haynes geri sitt besta til að draga úr áhrifum þess með sínum listrænu ákvörðunum skín samt í gegn hversu vel senurnar eru skrifaðar. Höfundar þess eru nýliðar (Samy Burch, Alex Mechanik), en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem þau koma í framleiðslu. Það sem mögulega má setja út á hjá þeim er að strúktúr handritsins er á stundum óhnitmiðaður. Ef hefðbundin uppbygging er skoðuð, t.d. út frá Pýramída Freitags, sem langflestar kvikmyndir fylgja, þar sem verður augljós hápunktur í miðri mynd, sem kollvarpar allri framvindu sögunnar, þá virðist May December ekki fylgja því. Þessi miðpunktur þjónar þeim tilgangi að gefa framvindunni slagkraft, þar sem í hlutarins eðli liggur að slíkt þarf til að viðhalda áhuga áhorfenda á kvikmynd. Pýramídi Freitag. Á ákveðnum tímapunkti fór ég að hugsa með mér að framvindan væri eilítið að dragast á langinn. Ég leit því á hve langt var liðið á myndina og sá jú, að hún nálgaðist miðpunktsklímax. Það kom hins vegar aldrei neitt augljóst klímax, því má segja að May December sé óvenjuleg á þann máta að strúktúr hennar hefur enga hnígandi framvindu eftir miðjuna, aðeins stigmögnun fram að katastrófu þriðja þáttar. Sögur hafa að sjálfsögðu ekkert „ein stærð passar á alla.“ Sumar sögur biðja um sérstaka framvindu og sjálfsagt hefði það ekki þjónað May December að troða inn klímaxi eftir eina klukkustund. Það verður þó ekki komist hjá því að annar leikþátturinn er eilítið flatur vegna þessa. Haynes treystir um of á að undirtexti og performansar beri framvinduna uppi, en það er í raun ekki nema við annað áhorf að lestur áhorfenda er nægur til að það skili sér. Ég á þó ekki von á að margir hafi áhuga á að sjá May December tvisvar. Niðurstaða: May December er beggja blands. Sagan er djörf og áhugaverð, leikurinn úr efstu hillu, á meðan úrvinnsla Haynes er sjálfsagt fráhrindandi á ansi marga. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Líklegast er réttindamálum um að kenna að hún lendir svo seint hér á landi, nema rekstraraðilum þeirra kvikmyndahúsa sem fóru með réttinn (ef eitthvert var) hafi þótt hún svo furðuleg að þeir hafi talið borna von að nokkur myndi borga sig inn á hana; fyrir utan þá staðreynd að þar sem hún var frumsýnd víðsvegar á Netflix var hún komin inn á allar sjóræningjasíður í fullum gæðum (sem hefur auðvitað áhrif á aðsókn). Af hverju þá yfir höfuð að skrifa um hana? Jú, af því ég er búinn að vera bíða eftir henni alla tíð síðan hún var frumsýnd og ég var ekki búinn að gleyma að Ísland átti hana inni. Ætli það séu ekki aðalleikkonurnar tvær sem gerðu mig hvað mest forvitinn um May December, en tvær af mínum eftirlætis leika hér aðalhlutverkin: Julianna Moore og Natalie Portman. Maður lætur ekki mynd framhjá sér fara þar sem þessar tvær leiða saman hesta sína. Svo má ekki gleyma að leikstjórinn Todd Haynes (I'm Not There, Far From Heaven) gerir oftast áhugaverðar myndir. Snarbilað umfjöllunarefni Satt best að segja er May December ein undarlegasta kvikmynd sem ég hef séð lengi. Hún fjallar um þekkta leikkonu (Portman) sem hefur tekið að sér að leika hlutverk í sannsögulegri kvikmynd. Til að undirbúa sig fer hún á stúfana og hittir fjölskylduna sem sagan fjallar um. Hægt og rólega átta áhorfendur sig á því að saga þessa fólks er allt annað en hefðbundin. Öðru hvoru koma fréttir af fullorðnum konum sem eiga kynferðislegt samneyti við unga drengi. May December er innblásin af þekktasta dæminu um slíkt í Bandaríkjunum, samband sem Mary Kay Letourneau, 35 ára kennari, átti við 12 ára nemanda sinn Steve Letourneau. Upp komst um þau og skömmu síðar uppgötvaði Mary Kay að hún var ólétt eftir Steve. Ekki nóg með það heldur barnaði hann hana aftur og eignaðist Mary Kay þeirra annað barn 18 mánuðum eftir fæðingu þess fyrsta. Þegar hún losnaði úr fangelsi tóku þau upp þráðinn og giftu sig. Raunverulegar fyrirmyndir May December. May December inniheldur nokkurn veginn sömu persónur og Letourneau-málið: Gracie (Moore) er 35 ára afgreiðslukona í gæludýrabúð sem hefur samræði við 13 ára aðstoðarmann sinn. Ekki nóg með það heldur verður hún ólétt eftir hann líkt og fyrirmyndin. Þegar upp kemst um þetta er hún handtekin og dæmd til fangelsisvistar. Twistið í sögunni er hins vegar að þegar við hittum þetta fólk tæpum 20 árum síðar eru þau hjón og hafa eignast fleiri börn, líkt og fyrirmyndirnar. Leikstjórinn sem fer sínar eigin leiðir Leikstjóri myndarinnar Todd Haynes hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að binda bagga sína sömu hnútum og samferðafólk sitt, því þarf ekki að koma á óvart að hann velji sér slíkt umfjöllunarefni. Haynes var í upphafi ferilsins nokkuð alræmdur og ruggaði bátum með sínum fyrstu tveimur myndum, Superstar: The Karen Carpenter Story og Poison. Superstar: The Karen Carpenter Story (1987) gerði Todd Haynes með dúkkum. Hann hefur tekið margar listrænar ákvarðanir sem eru á skjön við meginstrauminn, sem og valið sér aðalpersónur sem skjóta skökku við í sínum samtíma og forboðin ástarsambönd eru honum hugleikin. Hann fer gjarnan aftur í tímann til að sækja sér efnivið og sýnir okkur ástarsambönd sem þá þóttu ósiðleg en eru nú samþykkt; ástir milli samkynhneigðra, ástir þvert á kynþætti o.s.fv. Haynes átti því ekki margar tegundir forboðinna ásta eftir og sennilega er þessi endaskipta Lolitu-saga May December það eina sem eftir var. Ekki er nóg með að Haynes velji sér snarbilað umfjöllunarefni, þá er framkvæmdin gjörsamlega á skjön við allt sem telst smekkleg nútíma kvikmyndagerð. Hér tekur hann ákvörðun um að takast á við tilraun í stíl sem felst í víðum skotum, súmmum og löngum senum, stílbrögð sem sjást ekki mikið í nútíma kvikmyndagerð, nema til að skapa einhverskonar retro tilfinningu. Tónlistin sem hann velur er einnig galin í nútíma samhengi, hún er sem tekin úr bandarískum sjónvarpsþætti frá árinu 1989, gjörsamlega yfirkeyrð og ósmekkleg í þokkabót. Undirrituðum datt helst í hug fyrstu þættirnir um Strandverðina þegar tónlistin í May December tók að óma. Hún er samin af Marcelo Zarvos en við nánari skoðun kemur í ljós að hún hefur ekkert með tíunda áratuginn að gera, heldur hinn áttunda, þar sem hún er aðlögun tónlistar úr annarri kvikmynd, The Go Between, breskri mynd frá árinu 1971. Haynes hefur að sjálfsögðu sína útskýringu á þessu: The score sits so upfront and ahead of and beyond the ultimate events that unfold in that particular storyline where the audiences be alert of an incident happening, and then read the details in the frame and the performances acutely, in every single moment. The music reenforces that in a mischievous sense, where this can be a pleasurable inquisition. Haynes prjónar hér yfir sig og dettur á rassinn, því þessi samsuða stílbragða er tilgerðarleg og heldur áhorfendum í raun frá atburðarásinni og verður aldrei „pleasureable,“ eins og hann batt vonir við. Pælingar fyrir strúktúrnörda Handritið sjálft var tilnefnt til Óskarsverðlauna og þó svo Haynes geri sitt besta til að draga úr áhrifum þess með sínum listrænu ákvörðunum skín samt í gegn hversu vel senurnar eru skrifaðar. Höfundar þess eru nýliðar (Samy Burch, Alex Mechanik), en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem þau koma í framleiðslu. Það sem mögulega má setja út á hjá þeim er að strúktúr handritsins er á stundum óhnitmiðaður. Ef hefðbundin uppbygging er skoðuð, t.d. út frá Pýramída Freitags, sem langflestar kvikmyndir fylgja, þar sem verður augljós hápunktur í miðri mynd, sem kollvarpar allri framvindu sögunnar, þá virðist May December ekki fylgja því. Þessi miðpunktur þjónar þeim tilgangi að gefa framvindunni slagkraft, þar sem í hlutarins eðli liggur að slíkt þarf til að viðhalda áhuga áhorfenda á kvikmynd. Pýramídi Freitag. Á ákveðnum tímapunkti fór ég að hugsa með mér að framvindan væri eilítið að dragast á langinn. Ég leit því á hve langt var liðið á myndina og sá jú, að hún nálgaðist miðpunktsklímax. Það kom hins vegar aldrei neitt augljóst klímax, því má segja að May December sé óvenjuleg á þann máta að strúktúr hennar hefur enga hnígandi framvindu eftir miðjuna, aðeins stigmögnun fram að katastrófu þriðja þáttar. Sögur hafa að sjálfsögðu ekkert „ein stærð passar á alla.“ Sumar sögur biðja um sérstaka framvindu og sjálfsagt hefði það ekki þjónað May December að troða inn klímaxi eftir eina klukkustund. Það verður þó ekki komist hjá því að annar leikþátturinn er eilítið flatur vegna þessa. Haynes treystir um of á að undirtexti og performansar beri framvinduna uppi, en það er í raun ekki nema við annað áhorf að lestur áhorfenda er nægur til að það skili sér. Ég á þó ekki von á að margir hafi áhuga á að sjá May December tvisvar. Niðurstaða: May December er beggja blands. Sagan er djörf og áhugaverð, leikurinn úr efstu hillu, á meðan úrvinnsla Haynes er sjálfsagt fráhrindandi á ansi marga.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira