Vöntun á sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd á Austurlandi Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 3. ágúst 2024 10:01 Loksins kom að því að fjölskyldan fór saman að dánarstað pabba í Svínadal, Reyðarfirði, fjórum árum eftir slysið, þar sem við settum niður kross og áttum okkar stund. Tilfinningar brutust fram á misjafnan hátt hjá okkur syrgjendunum og var þessi stund okkur afar þýðingarmikil. Í huganum var staðurinn sem tók pabba frá okkur ófagur, drungalegur og slæmur en þegar þangað var komið var friðsælt, grænn gróður í fallegri lund, lækjarniður og fuglasöngur. Á þessum stað hafði pabbi tekið síðasta andardráttinn einn, fastur undir þungu sex-hjólinu fjórum árum áður. Drungalega og slæma svartnættið var því aðeins í hjartanu og lýsti því eigin líðan yfir ófyrirsjáanlegum örlögum pabba og skyndilegum missi okkar fjölskyldunnar. Sárt hefur verið að upplifa slíkt áfall, fá enga kveðjustund né ráðstafanir um framhaldið hjá okkur ástvinum hans. Þá var verulegur skortur á sálrænum stuðningi og utanumhaldi fyrir fjölskylduna hér austan megin. Stundum öfunda ég þau sem enga reynslu hafa af slíkum missi en þessi upplifun hefur þó kennt mér ótalmargt. Fjölskyldan á dánarstað pabba í Svínadal 31. júlí.Ingunn Eir Andrésdóttir Að mínu mati þyrftu viðeigandi stofnanir á Austurlandi að hafa aukinn skilning á mikilvægi þess að grípa aðstandendur sem upplifa slíkt áfall, hafa tilbúna viðbragðsáætlun sem grípur fólkið og sinna betur sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd við hæfi. Mín reynsla er að fólk í þessum aðstæðum hefur ekki getu til að leita sér aðstoðar sjálft og þyrfti því að vera fyrir fram ákveðin áætlun að sálrænni aðstoð fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim sem ekki er ætlast til að viðkomandi sæki sér sjálfur. Dánarstaður pabba í Svínadal, Reyðarfirði.Ingunn Eir Andrésdóttir Talið er við slík áföll sé einn mikilvægasti þátturinn eftirfylgd og mat á áhættu einstaklinga á að þróa með sér langvinn vandamál. Með eftirfylgd fagfólks er hægt er að grípa inn í þróun mála fyrr en ella og draga úr þjáningum einstaklinga og fjölskyldna. Þannig er líka hægt að draga úr kostnaði þjóðfélagsins vegna líkamlegra og sálrænna vandamála sem þróast geta í kjölfar áfalla. Mín reynsla er að mikið rými er til bætinga á þessu sviði á Austurlandi og tel ég afar brýnt að bætt sé úr því. Höfundur er rekstraraðili og syrgjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Loksins kom að því að fjölskyldan fór saman að dánarstað pabba í Svínadal, Reyðarfirði, fjórum árum eftir slysið, þar sem við settum niður kross og áttum okkar stund. Tilfinningar brutust fram á misjafnan hátt hjá okkur syrgjendunum og var þessi stund okkur afar þýðingarmikil. Í huganum var staðurinn sem tók pabba frá okkur ófagur, drungalegur og slæmur en þegar þangað var komið var friðsælt, grænn gróður í fallegri lund, lækjarniður og fuglasöngur. Á þessum stað hafði pabbi tekið síðasta andardráttinn einn, fastur undir þungu sex-hjólinu fjórum árum áður. Drungalega og slæma svartnættið var því aðeins í hjartanu og lýsti því eigin líðan yfir ófyrirsjáanlegum örlögum pabba og skyndilegum missi okkar fjölskyldunnar. Sárt hefur verið að upplifa slíkt áfall, fá enga kveðjustund né ráðstafanir um framhaldið hjá okkur ástvinum hans. Þá var verulegur skortur á sálrænum stuðningi og utanumhaldi fyrir fjölskylduna hér austan megin. Stundum öfunda ég þau sem enga reynslu hafa af slíkum missi en þessi upplifun hefur þó kennt mér ótalmargt. Fjölskyldan á dánarstað pabba í Svínadal 31. júlí.Ingunn Eir Andrésdóttir Að mínu mati þyrftu viðeigandi stofnanir á Austurlandi að hafa aukinn skilning á mikilvægi þess að grípa aðstandendur sem upplifa slíkt áfall, hafa tilbúna viðbragðsáætlun sem grípur fólkið og sinna betur sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd við hæfi. Mín reynsla er að fólk í þessum aðstæðum hefur ekki getu til að leita sér aðstoðar sjálft og þyrfti því að vera fyrir fram ákveðin áætlun að sálrænni aðstoð fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim sem ekki er ætlast til að viðkomandi sæki sér sjálfur. Dánarstaður pabba í Svínadal, Reyðarfirði.Ingunn Eir Andrésdóttir Talið er við slík áföll sé einn mikilvægasti þátturinn eftirfylgd og mat á áhættu einstaklinga á að þróa með sér langvinn vandamál. Með eftirfylgd fagfólks er hægt er að grípa inn í þróun mála fyrr en ella og draga úr þjáningum einstaklinga og fjölskyldna. Þannig er líka hægt að draga úr kostnaði þjóðfélagsins vegna líkamlegra og sálrænna vandamála sem þróast geta í kjölfar áfalla. Mín reynsla er að mikið rými er til bætinga á þessu sviði á Austurlandi og tel ég afar brýnt að bætt sé úr því. Höfundur er rekstraraðili og syrgjandi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar