Tók þátt í mótmælum þrátt fyrir hótun Maduro um handtöku Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 13:58 María Corina Machado ávarpaði stuðningsfólk stjórnarandstöðunnar úr vörubíl á mótmælum í Caracas í gær. AP/Matias Delacroix Leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar tók þátt í fjöldamótmælum vegna umdeildra forsetakosninga í höfuðborginni Caracas þrátt fyrir að Nicolás Maduro forseti hafi hótað að láta handtaka hann. Opinberar tölur um úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir að fullu. María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fór í felur skömmu eftir að hún sakaði Maduro forseta um að hafa rangt við í kosningunum sem fóru fram á sunnudag. Edmundo González, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hafi í raun unnið sigur. Maduro svaraði með því að hóta Machado og þeim sem taka þátt í mótmælum gegn stjórn hans og kosningaúrslitunum hörðum refsingum og handtöku. Yfirkjörstjórn landsins, sem er skipuð bandamönnum forsetans, segir hann hafa hlotið meira en helming atkvæða til forseta en hefur þráast við að birta ítarleg gögn um úrslitin. Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að gagnsæi hafi skort í framkvæmd kosninganna. Boðaði frekari handtökur en jafnframt einingu og frið Machado, sem var bannað að bjóða sig fram í kosningunum, ávarpaði þúsundir manna sem komu saman í höfuðborginni í gær. Hún sagðist óttast um líf sitt og limi þegar hún fór í felur á þriðjudag. „Við höfum aldrei verið jafnsterk og nú,“ sagði Machado sem fullyrti að stjórn Maduro hefði aldrei staðið veikar. Hún væri rúin öllu lögmæti, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir henni. Að ávarpinu loknu var Machado hraðað burt á bifhjóli. Ekið var burt með Machado í flýti eftir að hún lauk máli sínu á mótmælunum. Stjórnvöld hafa hótað að handtaka hana fyrir að mótmæla kosningaúrslitunum.AP/Cristián Hernández Öryggissveitir stjórnar Maduro hafa handtekið hundruð stjórnarandstæðinga í mótmælum eftir kosningarnar. Grímuklæddir menn brutust inn í höfuðstöðvar stjórnarandstöðunnar, tóku þaðan skjöl og unnu skemmdarverk á föstudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Síðdegis í gær komu þúsundir stuðningsmanna Maduro saman við skrifstofu forsetans. Maduro ítrekaði hótanir sínar um að handtaka og fangelsa fleiri stjórnarandstæðinga þegar hann ávarpaði mannfjöldann, þar á meðal González. Á sama tíma hvatti hann til friðar og sátta. „Það er pláss fyrir alla í Venesúela,“ sagði forsetinn. Segja González hafa fengið mun fleiri atkvæði en Maduro Enn er deilt um úrslit kosninganna fyrir viku. Stjórnarandstaðan birti fyrir helgi talningarblöð sem hún sagði fengin úr 79 prósent kosningavéla sem voru notaðar í kosningunum. Greining AP-fréttastofunnar á þeim, með fyrirvara um að þau séu ósvikin, bendir til þess að opinberar tölur kjörstjórnar séu vafasamar. Samkvæmt greiningunni hlaut González, sem er enn í felum, nærri hálfri milljón atkvæða fleiri en yfirvöld segja að Maduro hafi fengið. Tölur stjórnarandstöðunnar benda til þess að Maduro hafi fengið ríflega þremur milljónum atkvæði færri en þau sem kjörstjórn segir hann hafa fengið þegar 96 prósent atkvæða höfðu verið talin. Kjörstjórn hefur borið fyrir sig tölvuárás á kerfi sín á meðan fjöldi ríkja hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Caracas geri úrslit úr hverju kjördæmi fyrir sig opinberar líkt og gert hefur verið eftir fyrri kosningar. Á meðal þeirra eru bandalagsríki Maduro. Bandaríkjastjórn hefur sagt að yfirgnæfandi vísbendingar séu um að stjórnarandstaðan hafi farið með sigur af hólmi í kosningunum. Á móti nýtur Maduro stuðnings alræðisríkjanna Rússlands, Kína og Kúbu. Venesúela Tengdar fréttir Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. 2. ágúst 2024 06:36 Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42 Mótmæli vegna endurkjörs Venesúelaforseta Efnt hefur verið til mótmæla víða í Venesúela vegna endurkjörs Nicolás Maduro í embætti forseta. Maduro hlaut 51 prósent atkvæða, þvert á það sem útgönguspár gerðu ráð fyrir og hefur stjórnarandstaðan þar í landi sagt kosningarnar meingallaðar. 29. júlí 2024 21:42 Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. 29. júlí 2024 07:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fór í felur skömmu eftir að hún sakaði Maduro forseta um að hafa rangt við í kosningunum sem fóru fram á sunnudag. Edmundo González, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, hafi í raun unnið sigur. Maduro svaraði með því að hóta Machado og þeim sem taka þátt í mótmælum gegn stjórn hans og kosningaúrslitunum hörðum refsingum og handtöku. Yfirkjörstjórn landsins, sem er skipuð bandamönnum forsetans, segir hann hafa hlotið meira en helming atkvæða til forseta en hefur þráast við að birta ítarleg gögn um úrslitin. Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að gagnsæi hafi skort í framkvæmd kosninganna. Boðaði frekari handtökur en jafnframt einingu og frið Machado, sem var bannað að bjóða sig fram í kosningunum, ávarpaði þúsundir manna sem komu saman í höfuðborginni í gær. Hún sagðist óttast um líf sitt og limi þegar hún fór í felur á þriðjudag. „Við höfum aldrei verið jafnsterk og nú,“ sagði Machado sem fullyrti að stjórn Maduro hefði aldrei staðið veikar. Hún væri rúin öllu lögmæti, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir henni. Að ávarpinu loknu var Machado hraðað burt á bifhjóli. Ekið var burt með Machado í flýti eftir að hún lauk máli sínu á mótmælunum. Stjórnvöld hafa hótað að handtaka hana fyrir að mótmæla kosningaúrslitunum.AP/Cristián Hernández Öryggissveitir stjórnar Maduro hafa handtekið hundruð stjórnarandstæðinga í mótmælum eftir kosningarnar. Grímuklæddir menn brutust inn í höfuðstöðvar stjórnarandstöðunnar, tóku þaðan skjöl og unnu skemmdarverk á föstudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Síðdegis í gær komu þúsundir stuðningsmanna Maduro saman við skrifstofu forsetans. Maduro ítrekaði hótanir sínar um að handtaka og fangelsa fleiri stjórnarandstæðinga þegar hann ávarpaði mannfjöldann, þar á meðal González. Á sama tíma hvatti hann til friðar og sátta. „Það er pláss fyrir alla í Venesúela,“ sagði forsetinn. Segja González hafa fengið mun fleiri atkvæði en Maduro Enn er deilt um úrslit kosninganna fyrir viku. Stjórnarandstaðan birti fyrir helgi talningarblöð sem hún sagði fengin úr 79 prósent kosningavéla sem voru notaðar í kosningunum. Greining AP-fréttastofunnar á þeim, með fyrirvara um að þau séu ósvikin, bendir til þess að opinberar tölur kjörstjórnar séu vafasamar. Samkvæmt greiningunni hlaut González, sem er enn í felum, nærri hálfri milljón atkvæða fleiri en yfirvöld segja að Maduro hafi fengið. Tölur stjórnarandstöðunnar benda til þess að Maduro hafi fengið ríflega þremur milljónum atkvæði færri en þau sem kjörstjórn segir hann hafa fengið þegar 96 prósent atkvæða höfðu verið talin. Kjörstjórn hefur borið fyrir sig tölvuárás á kerfi sín á meðan fjöldi ríkja hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Caracas geri úrslit úr hverju kjördæmi fyrir sig opinberar líkt og gert hefur verið eftir fyrri kosningar. Á meðal þeirra eru bandalagsríki Maduro. Bandaríkjastjórn hefur sagt að yfirgnæfandi vísbendingar séu um að stjórnarandstaðan hafi farið með sigur af hólmi í kosningunum. Á móti nýtur Maduro stuðnings alræðisríkjanna Rússlands, Kína og Kúbu.
Venesúela Tengdar fréttir Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. 2. ágúst 2024 06:36 Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42 Mótmæli vegna endurkjörs Venesúelaforseta Efnt hefur verið til mótmæla víða í Venesúela vegna endurkjörs Nicolás Maduro í embætti forseta. Maduro hlaut 51 prósent atkvæða, þvert á það sem útgönguspár gerðu ráð fyrir og hefur stjórnarandstaðan þar í landi sagt kosningarnar meingallaðar. 29. júlí 2024 21:42 Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. 29. júlí 2024 07:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. 2. ágúst 2024 06:36
Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42
Mótmæli vegna endurkjörs Venesúelaforseta Efnt hefur verið til mótmæla víða í Venesúela vegna endurkjörs Nicolás Maduro í embætti forseta. Maduro hlaut 51 prósent atkvæða, þvert á það sem útgönguspár gerðu ráð fyrir og hefur stjórnarandstaðan þar í landi sagt kosningarnar meingallaðar. 29. júlí 2024 21:42
Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. 29. júlí 2024 07:45