Á hækjum eftir tæklingu í brekkunni á Þjóðhátíð Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 19:07 Viktoría Kjartansdóttir lenti illa í því á lokakvöldi Þjóðhátíðar í ár. Vísir/Bjarni Í vætunni á sunnudagskvöld í Vestmannaeyjum runnu fjölmargir Þjóðhátíðargestir niður brekkuna í Herjólfsdal í drullusvaðinu sem myndaðist þar. Sumir renndu sér niður viljandi og slösuðu jafnvel grunlausa gesti sem skemmtu sér í brekkunni. Á Þjóðhátíð í ár var spáð leiðindaveðri nánast alla helgina. Um fimmtán þúsund manns mættu, þrátt fyrir það, til Vestmannaeyja að halda upp á 150 ára afmæli hátíðarinnar. Fyrstu tvö kvöldin voru ágæt í Dalnum þrátt fyrir að laugardagurinn hafi reynst erfiður fyrir tjaldbúa sem þurftu margir hverjir að flýja inn í Herjólfshöllina vegna veðurs. Sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags var spáð úrhelli og fólk klæddi sig í takt við það. Það breytti því þó ekki að brekkan í Herjólfsdal varð afar drullug og sleip. Þeir sem reyndu að þvera brekkuna enduðu margir hverjir kylliflatir. Þeir sem runnu áttu erfitt með að stoppa ferðina og það var algengt að sjá menn hreinlega tækla aðra á leið sinni niður. Það sluppu ekki allir jafnvel úr þessum byltum og tæklingum, þar á meðal Viktoría Kjartansdóttir. „Ég var bara í brekkunni að hafa gaman. Ég lék á als oddi og var bara að dansa. Svo voru einhverjir gæjar fyrir aftan sig að láta eins og brekkan væri rennibraut. Það voru mjög margir sem voru óvart að renna en þessir runnu ekki óvart. Þeir skriðtækluðu mig bara og ég sleit tvö liðbönd og eitthvað,“ segir Viktoría. Sá sem renndi sér niður iðraðist einskis að sögn Viktoríu og gerði sig þess í stað líklegan til að slást við vini hennar á meðan hún lá slösuð í jörðinni. „Þeir voru ekkert sáttir með gæjann sem var bara að hlæja á meðan ég var grátandi í brekkunni. En þetta var samt gaman. Ég skemmti mér samt gríðarlega vel og ég var glöð að þetta gerðist síðasta kvöldið,“ segir Viktoría. Hún eyðir næstu vikum á hækjum en lætur þetta leiðindaatvik ekki fæla sig frá því að mæta á næsta ári. „Ég ætla alla vega aftur,“ segir Viktoría. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Á Þjóðhátíð í ár var spáð leiðindaveðri nánast alla helgina. Um fimmtán þúsund manns mættu, þrátt fyrir það, til Vestmannaeyja að halda upp á 150 ára afmæli hátíðarinnar. Fyrstu tvö kvöldin voru ágæt í Dalnum þrátt fyrir að laugardagurinn hafi reynst erfiður fyrir tjaldbúa sem þurftu margir hverjir að flýja inn í Herjólfshöllina vegna veðurs. Sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags var spáð úrhelli og fólk klæddi sig í takt við það. Það breytti því þó ekki að brekkan í Herjólfsdal varð afar drullug og sleip. Þeir sem reyndu að þvera brekkuna enduðu margir hverjir kylliflatir. Þeir sem runnu áttu erfitt með að stoppa ferðina og það var algengt að sjá menn hreinlega tækla aðra á leið sinni niður. Það sluppu ekki allir jafnvel úr þessum byltum og tæklingum, þar á meðal Viktoría Kjartansdóttir. „Ég var bara í brekkunni að hafa gaman. Ég lék á als oddi og var bara að dansa. Svo voru einhverjir gæjar fyrir aftan sig að láta eins og brekkan væri rennibraut. Það voru mjög margir sem voru óvart að renna en þessir runnu ekki óvart. Þeir skriðtækluðu mig bara og ég sleit tvö liðbönd og eitthvað,“ segir Viktoría. Sá sem renndi sér niður iðraðist einskis að sögn Viktoríu og gerði sig þess í stað líklegan til að slást við vini hennar á meðan hún lá slösuð í jörðinni. „Þeir voru ekkert sáttir með gæjann sem var bara að hlæja á meðan ég var grátandi í brekkunni. En þetta var samt gaman. Ég skemmti mér samt gríðarlega vel og ég var glöð að þetta gerðist síðasta kvöldið,“ segir Viktoría. Hún eyðir næstu vikum á hækjum en lætur þetta leiðindaatvik ekki fæla sig frá því að mæta á næsta ári. „Ég ætla alla vega aftur,“ segir Viktoría.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira