Evrópska rafhlaupahjólaleigan Bolt opnar á Íslandi í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 08:28 Bolt byrjar með 800 hlaupahjól í Reykjavík. Mynd/Bolt Stærsta rafhlaupahjólaleiga Evrópu, Bolt, opnar á Íslandi í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að til að byrja með verði 800 hlaupahjól í Reykjavík og að hægt sé að ferðast á þeim allt að 55 kílómetra í senn. Ekkert startgjald er til að leigja Bolt hlaupahjól og kostar mínútan 15 krónur eftir það. Í tilkynningu segir að viðskiptavinir fái einnig tilboð um dagpassa, vikupassa og mánaðarpassa. Sem dæmi kosti dagpassi 539 krónur og innihaldi klukkustund á hjólinu. Það er töluverður sparnaður en annars myndi klukkutíminn kosta 900 krónur. Til samanburðar er startgjald hjá Hopp 115 krónur og mínútugjaldið 39 krónur. Hjá Zolo Iceland er startgjaldið 110 krónur og mínútugjaldið 38 krónur. Í tilkynningu frá Bolt segir að fyrirtækið setji öryggi í forgang og að í appinu eigi að tryggja að hjólunum sé lagt vel. Auk þess séu ýmsar öryggisráðstafanir sem eigi að koma í veg fyrir gáleysislegan akstur. Hér má sjá hvernig hjólin dreifðust um borgina í morgun.Skjáskot/Bolt „Við trúum því að fólk eigi að hafa forgang fyrir bíla í borgum,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri hjá Bolt, í tilkynningunni, og að það séu margir kostir við það að ferðast á hlaupahjóli sem er rekið innan deilihagkerfið. Það sé umhverfisvænt, ódýrt og dragi úr því að fólk sé háð því að vera á bíl. 16 ára aldurstakmark Í tilkynningu kemur fram til að byrja að nota Bolt hjólin verði fólk að skrá sig inn á Bolt og ná í appið. Notendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir. Hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetrar á klukkustund, í brekku líka. Auk þess er hámarkshraði lækkaður í sex kílómetra á klukkustund á þeim svæðum þar sem lágur hámarskhraði er skylda. Þá segir í tilkynningu að nýir notendur séu hvattir til að byrja að nota hjólin í byrjendastillingu sem takmarkar hámarkshraða í 15 kílómetra á klukkustund. Bolt hlaupahjólin eru græn og er hámarkshraðinn 25 kílómetrar á klukkustund.Mynd/Bolt Til að koma í veg fyrir að prófin séu notuð af einstaklingum undir áhrifum áfengis eða vímuefna munu próf verða sett inn í appið auk þess sem kerfi verður innleitt sem á að koma í veg fyrir að margir séu á einu hjóli. Þá kemur fram að Bolt noti blöndu af gervigreind og GPS til að tryggja að hjólunum sé lagt vel og örugglega. Bolt er rekið í 600 borgum í Evrópu og Afríku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 200 milljónir. Fyrirtækið rekur víða einnig leigubílaþjónustu og matarsendingar. Neytendur Rafhlaupahjól Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í tilkynningu segir að viðskiptavinir fái einnig tilboð um dagpassa, vikupassa og mánaðarpassa. Sem dæmi kosti dagpassi 539 krónur og innihaldi klukkustund á hjólinu. Það er töluverður sparnaður en annars myndi klukkutíminn kosta 900 krónur. Til samanburðar er startgjald hjá Hopp 115 krónur og mínútugjaldið 39 krónur. Hjá Zolo Iceland er startgjaldið 110 krónur og mínútugjaldið 38 krónur. Í tilkynningu frá Bolt segir að fyrirtækið setji öryggi í forgang og að í appinu eigi að tryggja að hjólunum sé lagt vel. Auk þess séu ýmsar öryggisráðstafanir sem eigi að koma í veg fyrir gáleysislegan akstur. Hér má sjá hvernig hjólin dreifðust um borgina í morgun.Skjáskot/Bolt „Við trúum því að fólk eigi að hafa forgang fyrir bíla í borgum,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri hjá Bolt, í tilkynningunni, og að það séu margir kostir við það að ferðast á hlaupahjóli sem er rekið innan deilihagkerfið. Það sé umhverfisvænt, ódýrt og dragi úr því að fólk sé háð því að vera á bíl. 16 ára aldurstakmark Í tilkynningu kemur fram til að byrja að nota Bolt hjólin verði fólk að skrá sig inn á Bolt og ná í appið. Notendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir. Hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetrar á klukkustund, í brekku líka. Auk þess er hámarkshraði lækkaður í sex kílómetra á klukkustund á þeim svæðum þar sem lágur hámarskhraði er skylda. Þá segir í tilkynningu að nýir notendur séu hvattir til að byrja að nota hjólin í byrjendastillingu sem takmarkar hámarkshraða í 15 kílómetra á klukkustund. Bolt hlaupahjólin eru græn og er hámarkshraðinn 25 kílómetrar á klukkustund.Mynd/Bolt Til að koma í veg fyrir að prófin séu notuð af einstaklingum undir áhrifum áfengis eða vímuefna munu próf verða sett inn í appið auk þess sem kerfi verður innleitt sem á að koma í veg fyrir að margir séu á einu hjóli. Þá kemur fram að Bolt noti blöndu af gervigreind og GPS til að tryggja að hjólunum sé lagt vel og örugglega. Bolt er rekið í 600 borgum í Evrópu og Afríku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 200 milljónir. Fyrirtækið rekur víða einnig leigubílaþjónustu og matarsendingar.
Neytendur Rafhlaupahjól Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira