Ósammála um hvort árekstur hefði orðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 15:42 Frá vettvangi árekstursins í Þverholti í Mosfellsbæ. Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í vikunni 4. til 10. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið saman þau tíu þar sem fólk varð fyrir hnjaski. Ölvun á rafhlaupahjóli og ekið á hjólreiðamann á gangbraut Að morgni sunnudags 4. ágúst klukkan korter yfir fimm féll maður af rafmagnshlaupahjóli í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Þriðjudagsmorgun 6. ágúst upp úr klukkan hálf átta féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 7. ágúst. Klukkan níu um morguninn varð árekstur ökumanns og hjólreiðamanns á gatnamótum Langarima og Klukkurima í Grafarvogi. Ökumaður hugðist beygja Langarima til norðurs en hjólreiðarmaðurinn hjólaði á sama tíma yfir hraðahindrun. Úr varð árekstur. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild en hann var ekki með hjálm að sögn lögreglu. Árekstur eða ekki? Í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm var bíl ekið vestur Borgartún að hringtorgi við Nóatún og síðan beygt suður Nóatún. Á sama tíma fór maður á rafmagnshlaupahjóli austur Borgartún á göngustíg, inn á merkta gangbraut sem þverar Nóatún og þá varð árekstur með þeim. Ökumanninum og manninum á rafhlaupahjólinu ber ekki saman um málsatvik. Sá fyrrnefndi sagði engan árekstur hafa orðið, en hinn sagði hið gagnstæða. Sá síðarnefndi var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta um kvöldið varð svo árekstur bíls og reiðhjóls í Laxatungu í Mosfellsbæ, við Kvíslartungu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst féll maður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á milli Stekkjarbakka og Elliðaár í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur á slysadeild. Ekið á rafmagnsreiðhjól Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 9. ágúst. Á áttunda tímanum um morguninn féll hjólreiðamaður af reiðhjóli þegar hann rakst utan í annað reiðhjól þar sem hjólahópur var á ferðinni á Bæjarbraut í Garðabæ, nærri Krókamýri. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Á öðrum tímanum eftir hádegið var bíl ekið vestur Þverholt í Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Vesturlandsveg, og aftan á annan bíl sem var kyrrstæður vegna umferðar fram undan. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 10. ágúst. Á sjöunda tímanum um kvöldið var bíl ekið á bílastæði við Skógarlind í Kópavogi og á rafmagnsreiðhjól. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta var svo bíl ekið um Veltusund í Reykjavík og utan í gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild. Lögregla vekur sem fyrr athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög. Samgönguslys Umferð Rafhlaupahjól Hjólreiðar Bílar Reykjavík Garðabær Mosfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í vikunni 4. til 10. ágúst á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið saman þau tíu þar sem fólk varð fyrir hnjaski. Ölvun á rafhlaupahjóli og ekið á hjólreiðamann á gangbraut Að morgni sunnudags 4. ágúst klukkan korter yfir fimm féll maður af rafmagnshlaupahjóli í Hafnarstræti í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Þriðjudagsmorgun 6. ágúst upp úr klukkan hálf átta féll hjólreiðamaður af reiðhjóli á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hann var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 7. ágúst. Klukkan níu um morguninn varð árekstur ökumanns og hjólreiðamanns á gatnamótum Langarima og Klukkurima í Grafarvogi. Ökumaður hugðist beygja Langarima til norðurs en hjólreiðarmaðurinn hjólaði á sama tíma yfir hraðahindrun. Úr varð árekstur. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild en hann var ekki með hjálm að sögn lögreglu. Árekstur eða ekki? Í síðdegisumferðinni upp úr klukkan fimm var bíl ekið vestur Borgartún að hringtorgi við Nóatún og síðan beygt suður Nóatún. Á sama tíma fór maður á rafmagnshlaupahjóli austur Borgartún á göngustíg, inn á merkta gangbraut sem þverar Nóatún og þá varð árekstur með þeim. Ökumanninum og manninum á rafhlaupahjólinu ber ekki saman um málsatvik. Sá fyrrnefndi sagði engan árekstur hafa orðið, en hinn sagði hið gagnstæða. Sá síðarnefndi var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta um kvöldið varð svo árekstur bíls og reiðhjóls í Laxatungu í Mosfellsbæ, við Kvíslartungu. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst féll maður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á milli Stekkjarbakka og Elliðaár í Reykjavík. Hann er grunaður um ölvun og var fluttur á slysadeild. Ekið á rafmagnsreiðhjól Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 9. ágúst. Á áttunda tímanum um morguninn féll hjólreiðamaður af reiðhjóli þegar hann rakst utan í annað reiðhjól þar sem hjólahópur var á ferðinni á Bæjarbraut í Garðabæ, nærri Krókamýri. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Á öðrum tímanum eftir hádegið var bíl ekið vestur Þverholt í Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Vesturlandsveg, og aftan á annan bíl sem var kyrrstæður vegna umferðar fram undan. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 10. ágúst. Á sjöunda tímanum um kvöldið var bíl ekið á bílastæði við Skógarlind í Kópavogi og á rafmagnsreiðhjól. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Upp úr klukkan átta var svo bíl ekið um Veltusund í Reykjavík og utan í gangandi vegfaranda. Hann var fluttur á slysadeild. Lögregla vekur sem fyrr athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.
Samgönguslys Umferð Rafhlaupahjól Hjólreiðar Bílar Reykjavík Garðabær Mosfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira