Break á ólympíuleikunum og önnur gildi í dansi Brynja Pétursdóttir skrifar 15. ágúst 2024 15:31 Ástralski dansarinn, RayGun, sem tók þátt í Break keppninni á Ólympíuleikunum hefur verið meira áberandi en þeir dansarar sem unnu til verðlauna. Mikil umræða varð í Street danssamfélaginu þegar spurðist út að Breaking yrði ein af keppnisgreinum í þessari stóru alþjóðakeppni. Mögulega yrði erfitt að halda í gildi Breaking stílsins, því stofnanavæðing vestræns markaðssamfélags hefur tilhneygingu til að steypa dansara í tiltekin staðalmót íþrótta- og danssambanda og sviðslista á kostnað listarinnar sjálfrar. Þetta hefur verið barátta fólks innan samfélagsins til margra ára og hefur nú komist í umræðuna opinberlega. Street dans er regnhlífarhugtak yfir: Break, Hiphop, House, Popping, Locking, Vogueing, Waacking ofl. sem verða til á eigin forsendum utan dansskóla og klassískrar sviðsmenningar í danslistum. Dans sem verður til á dansgólfum klúbba, úti á götu og í partýjum. Mótun stílana hefur alfarið verið í höndum iðkenda, brautryðjendur eru Black og Latin fólk í fátækrahverfum Bandaríkjanna. Orðaforði stílana og tækni dansaranna eflist með árunum og viðmiðið hækkar samhliða breikkun menningar í tónlist og dansi. Í dag eru Street dansformin einhver þau vinsælustu á heimsvísu. Tónlist er lykilatriði þessara dansstíla og skilgreinir þar á meðal Breaking stílinn. Street stílarnir byggja allir á spuna sem fer eftir tóneyra dansarans. Þó að kraftmikil spor séu tekin á gólfi og svipi til fimleika eða annarra dýnamískra list- og íþrótta forma þá eru þau fyrst og fremst dæmd á tóneyra dansarans. Breaking snýst um dansinn en ekki ,,trikkin". Ef þú mætir í Break battl og bombar út stjarnfræðilega erfiðum og þyngdarafls ögrandi kraftsporum (e. power moves), en sýnir ekki fram á að þú getir dansað eða sett hreyfingar þínar við tónlistina þá tapar þú gegn andstæðingi sem gerir eitt freeze og nokkrar útgáfur af six step (grunnspor) ásamt því að DANSA við tónlistina. Fegurð og natni stílsins felst í framkvæmd hreyfinganna, hversu flóknar sem þær eru þurfa þær að passa við tónlistina og að sjálfsögðu þarftu að sýna fram á að þú kunnir grunnspor stílsins og sért vel að þér í hreyfi- og stemmningar tungumáli Breaking. Breaking er fyrsti dansstíll Hiphop menningarinnar Hiphop menningin er brennidepill Breaking. Dansstíllinn er eitt fyrsta listformið sem varð til í byrjun 8. áratugarins í Bronx hverfi New York borgar þegar angar Hiphop menningarinnar litu fyrst dagsins ljós. Menningin samanstendur af fimm þáttum: Rappi, graffiti, breaking, DJ'ing og skilningi á samfélagslega fyrirbærinu Hiphopi. Hljóð heimurinn er trommu pásur fönklaga sem voru lengdar með tveimur turntables spilandi sama lag sem gerði plötusnúðum kleift að fara fram og til baka innan sömu pásunnar í lögunum. Sami hljóðheimur blés lífi í uppruna rappsins og þaðan heldur sér viss stemmning sem hiphop hausar þekkja vel og er sá skilningur er eitt það mikilvægasta í túlkun dansara í Break og Hiphop stílunum. Í þessari jöfnu má ekki gleyma því að allur hreyfiheimurinn kemur frá bakgrunni fátæktar, kúgunar og innri styrk þeirra sem eru í þessum aðstæðum. Landnám - menningarnám Sagan hófst með mansali á svörtu fólki, þrældómi þeirra og áframhaldandi takmörkun á réttindum afkomenda þeirra. Svo hefur hnattvæðing átt sér stað með tilkomu Hiphop menningar. Hér þurfum við vestræna forréttindafólkið að passa okkur að skreyta ekki þessar aðstæður með eitraðri jákvæðni og líta framhjá því að brautryðjendur og áhrifavaldar stílana búa enn við aðstæður þar sem þau fá ekki sömu tækifæri og við. Við sem höfum meiri forréttindi erum í þeirri stöðu að geta tekið við Breaking listforminu í blóma og sett það - með okkar skilningi á dansinum - á stór svið, dæmt það í keppnum sem eru vinsælar í sjónvarpi og kennt það í dansskólum innan landa okkar. Það áhrifamesta er líklega þrýstingurinn frá íþrótta- og danssamböndum um að reglugera dansformin. Oft standa þar að baki danskennarar utan Street danssamfélagsins sem vilja greiðan aðgang að menningu svo þau geti selt vinsæla vöru óáreitt. Þessu má líkja við landtöku eða menningarnám. Áhrif menningarnáms Framkoma Raygun á Ólympíuleikunum og hennar staða í akademísku samhengi þar sem hún skrifaði lokaritgerð sína fyrir doktorsnám um Breaking, getur dregið dilk á eftir sér. Mikilvægt er að muna að ekki er hægt að fá gráðu í Street dansstílum. Listfengi stílanna felst í því að þeir þróast utan þessa kerfis. Raygun hefur birt fræðigreinar um Hiphop menningu og Breaking og hennar skilningur gæti orðið að viðmiði hjá fólki sem nýtir gildismat akademíu og ólympíuleika. “Væri ekki bara gott fyrir menninguna að fá stóran vettvang sbr. Ólympíuleikana til að sýna listina?” Jú, á marga vegu er frábært að koma Breaking aftur á alheims kortið en ef ,,showið” er á kostnað grundvallaratriða eins og gildismats samfélagsins þá erum við komin á hálan ís. Tónlistin heldur áfram með eða án okkar Við þurfum að gefa nýjum hugmyndum raunverulegt brautargengi. Takmarkaður skilningur okkar á dansformunum á ekki að vera til þess að við brytjum þau niður í bitastærð svo einfaldara sé að kyngja þeim. Staðalhugmyndir þurfa að breytast, með tilkomu Hiphop menningar hefur löngu orðið breyting á því hvernig vinsælustu dansform heims líta út. Hnattvæðingin er hafin, vestrænu gildin eru ekki við stjórnvölinn lengur og það er kominn tími til að aðlagast nýjum takti. Höfundur er hiphophaus og eigandi eina sérhæfða Street dansskóla landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Ástralski dansarinn, RayGun, sem tók þátt í Break keppninni á Ólympíuleikunum hefur verið meira áberandi en þeir dansarar sem unnu til verðlauna. Mikil umræða varð í Street danssamfélaginu þegar spurðist út að Breaking yrði ein af keppnisgreinum í þessari stóru alþjóðakeppni. Mögulega yrði erfitt að halda í gildi Breaking stílsins, því stofnanavæðing vestræns markaðssamfélags hefur tilhneygingu til að steypa dansara í tiltekin staðalmót íþrótta- og danssambanda og sviðslista á kostnað listarinnar sjálfrar. Þetta hefur verið barátta fólks innan samfélagsins til margra ára og hefur nú komist í umræðuna opinberlega. Street dans er regnhlífarhugtak yfir: Break, Hiphop, House, Popping, Locking, Vogueing, Waacking ofl. sem verða til á eigin forsendum utan dansskóla og klassískrar sviðsmenningar í danslistum. Dans sem verður til á dansgólfum klúbba, úti á götu og í partýjum. Mótun stílana hefur alfarið verið í höndum iðkenda, brautryðjendur eru Black og Latin fólk í fátækrahverfum Bandaríkjanna. Orðaforði stílana og tækni dansaranna eflist með árunum og viðmiðið hækkar samhliða breikkun menningar í tónlist og dansi. Í dag eru Street dansformin einhver þau vinsælustu á heimsvísu. Tónlist er lykilatriði þessara dansstíla og skilgreinir þar á meðal Breaking stílinn. Street stílarnir byggja allir á spuna sem fer eftir tóneyra dansarans. Þó að kraftmikil spor séu tekin á gólfi og svipi til fimleika eða annarra dýnamískra list- og íþrótta forma þá eru þau fyrst og fremst dæmd á tóneyra dansarans. Breaking snýst um dansinn en ekki ,,trikkin". Ef þú mætir í Break battl og bombar út stjarnfræðilega erfiðum og þyngdarafls ögrandi kraftsporum (e. power moves), en sýnir ekki fram á að þú getir dansað eða sett hreyfingar þínar við tónlistina þá tapar þú gegn andstæðingi sem gerir eitt freeze og nokkrar útgáfur af six step (grunnspor) ásamt því að DANSA við tónlistina. Fegurð og natni stílsins felst í framkvæmd hreyfinganna, hversu flóknar sem þær eru þurfa þær að passa við tónlistina og að sjálfsögðu þarftu að sýna fram á að þú kunnir grunnspor stílsins og sért vel að þér í hreyfi- og stemmningar tungumáli Breaking. Breaking er fyrsti dansstíll Hiphop menningarinnar Hiphop menningin er brennidepill Breaking. Dansstíllinn er eitt fyrsta listformið sem varð til í byrjun 8. áratugarins í Bronx hverfi New York borgar þegar angar Hiphop menningarinnar litu fyrst dagsins ljós. Menningin samanstendur af fimm þáttum: Rappi, graffiti, breaking, DJ'ing og skilningi á samfélagslega fyrirbærinu Hiphopi. Hljóð heimurinn er trommu pásur fönklaga sem voru lengdar með tveimur turntables spilandi sama lag sem gerði plötusnúðum kleift að fara fram og til baka innan sömu pásunnar í lögunum. Sami hljóðheimur blés lífi í uppruna rappsins og þaðan heldur sér viss stemmning sem hiphop hausar þekkja vel og er sá skilningur er eitt það mikilvægasta í túlkun dansara í Break og Hiphop stílunum. Í þessari jöfnu má ekki gleyma því að allur hreyfiheimurinn kemur frá bakgrunni fátæktar, kúgunar og innri styrk þeirra sem eru í þessum aðstæðum. Landnám - menningarnám Sagan hófst með mansali á svörtu fólki, þrældómi þeirra og áframhaldandi takmörkun á réttindum afkomenda þeirra. Svo hefur hnattvæðing átt sér stað með tilkomu Hiphop menningar. Hér þurfum við vestræna forréttindafólkið að passa okkur að skreyta ekki þessar aðstæður með eitraðri jákvæðni og líta framhjá því að brautryðjendur og áhrifavaldar stílana búa enn við aðstæður þar sem þau fá ekki sömu tækifæri og við. Við sem höfum meiri forréttindi erum í þeirri stöðu að geta tekið við Breaking listforminu í blóma og sett það - með okkar skilningi á dansinum - á stór svið, dæmt það í keppnum sem eru vinsælar í sjónvarpi og kennt það í dansskólum innan landa okkar. Það áhrifamesta er líklega þrýstingurinn frá íþrótta- og danssamböndum um að reglugera dansformin. Oft standa þar að baki danskennarar utan Street danssamfélagsins sem vilja greiðan aðgang að menningu svo þau geti selt vinsæla vöru óáreitt. Þessu má líkja við landtöku eða menningarnám. Áhrif menningarnáms Framkoma Raygun á Ólympíuleikunum og hennar staða í akademísku samhengi þar sem hún skrifaði lokaritgerð sína fyrir doktorsnám um Breaking, getur dregið dilk á eftir sér. Mikilvægt er að muna að ekki er hægt að fá gráðu í Street dansstílum. Listfengi stílanna felst í því að þeir þróast utan þessa kerfis. Raygun hefur birt fræðigreinar um Hiphop menningu og Breaking og hennar skilningur gæti orðið að viðmiði hjá fólki sem nýtir gildismat akademíu og ólympíuleika. “Væri ekki bara gott fyrir menninguna að fá stóran vettvang sbr. Ólympíuleikana til að sýna listina?” Jú, á marga vegu er frábært að koma Breaking aftur á alheims kortið en ef ,,showið” er á kostnað grundvallaratriða eins og gildismats samfélagsins þá erum við komin á hálan ís. Tónlistin heldur áfram með eða án okkar Við þurfum að gefa nýjum hugmyndum raunverulegt brautargengi. Takmarkaður skilningur okkar á dansformunum á ekki að vera til þess að við brytjum þau niður í bitastærð svo einfaldara sé að kyngja þeim. Staðalhugmyndir þurfa að breytast, með tilkomu Hiphop menningar hefur löngu orðið breyting á því hvernig vinsælustu dansform heims líta út. Hnattvæðingin er hafin, vestrænu gildin eru ekki við stjórnvölinn lengur og það er kominn tími til að aðlagast nýjum takti. Höfundur er hiphophaus og eigandi eina sérhæfða Street dansskóla landsins.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar