Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2024 21:56 Konan borgaði ekki heitavatnsreikningana frá Selfossveitum. Getty/Vísir/Vilhelm Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill. Um er að ræða hús í því hverfi sem nefnist Tjarnarbyggð í landi Kaldaðarness í Árborg, sem er um 4 km frá Selfossi. Konan og eiginmaður hennar fluttu í nýbyggt húsið árið 2007. Vatnið aldrei nógu heitt Hverfið var nýtt og fá hús voru á svæðinu, og þess vegna gekk erfiðlega að tryggja nægilegan hita á vatninu í upphafi. Þess vegna hafi fyrstu 7-8 árin verið greitt fyrir heitt vatn, samkvæmt reiknuðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi, ekki notkun vatnsins. Árið 2016 átti svo að breyta þessu fyrirkomulagi, og fara rukka íbúa eftir notkun heitavatnsins, en ekki áætluðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi. Konan setti sig strax upp á móti þessu fyrirkomulagi, enda myndi kostnaður hennar við húshitun meira en tvöfaldast. Selfossveitur stefndu konunni 3. júní 2023, og kröfðust þess að konan myndi greiða skuld að fjárhæð 445.123 krónur ásamt dráttarvöxtum. Skuldin samanstæði af vangreiddum heitavatnsreikningum frá júlí 2019 til september 2020. Inntakshiti vatnsins var oft á tíðum rétt í kringum 40 gráður, en fór oft mun neðar ef umtalsvert vatn væri ekki látið renna í gegnum gólfhitakerfið. Ætli sturtan hafi ekki orðið ansi köld, þegar gólfhitinn var ekki skrúfaður upp?Getty Hélt áfram að greiða gamla verðið Þegar tilkynnt var um þessar breytingar árið 2016 hófust tölvupóstsamskipti milli eiginmanns konunnar og Selfossveitna, þar sem reynt var miðla málum. Meðal annars kom til tals að þau skyldu kaupa fyrirfram ákveðinn fjölda lítra á mínútu á svokölluðum hemli, en þannig væri hægt að halda hita á vatninu. Ekki tókst að ná sáttum um lítrafjölda og verð. Þegar ljóst var að ekki næðist að leysa þennan ágreining, ákvað konan að greiða mánaðarlega 15.000 krónur til Selfossveitna, sem samsvaraði eðlilegum upphitunarkostnaði sambærilegrar fasteignar á Selfossi. Selfossveitur héldu hins vegar áfram að senda henni reikninga á grundvelli rennslismælingar, sem voru meira en tvöfalt hærri en 15.000 krónur. Selfossveitur hafi sýnt tómlæti og konan sýknuð Konan var sýknuð af kröfum Selfossveitna, og þeim var gert að greiða málskostnað hennar að 800.000 krónum. Selfossveitum var gefið að sök að hafa sýnt af sér tómlæti, í ljósi þess langa tíma sem fyrirtækið lét líða þangað til þau fóru að innheimta kröfurnar. Tölvupóstsamskipti Selfossveitna og eiginmanns konunnar voru tekin til hliðsjónar, en þeim lauk árið 2018 án þess að niðurstaða hefði fengist í málið milli þeirra. Tekið var mið af því að samskiptin milli þeirra hafi átt sér stað eftir að send var út viðvörun um innheimtuaðgerðir og áretting um vanskil og aðgerðir. Þá hafi Selfossveitur tekið við mánaðarlegum greiðslum konunnar að 15.000 krónum fram í mars 2020 án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir skuldastöðu miðað við forsendur Selfossveitna. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má finna hér. Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Um er að ræða hús í því hverfi sem nefnist Tjarnarbyggð í landi Kaldaðarness í Árborg, sem er um 4 km frá Selfossi. Konan og eiginmaður hennar fluttu í nýbyggt húsið árið 2007. Vatnið aldrei nógu heitt Hverfið var nýtt og fá hús voru á svæðinu, og þess vegna gekk erfiðlega að tryggja nægilegan hita á vatninu í upphafi. Þess vegna hafi fyrstu 7-8 árin verið greitt fyrir heitt vatn, samkvæmt reiknuðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi, ekki notkun vatnsins. Árið 2016 átti svo að breyta þessu fyrirkomulagi, og fara rukka íbúa eftir notkun heitavatnsins, en ekki áætluðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi. Konan setti sig strax upp á móti þessu fyrirkomulagi, enda myndi kostnaður hennar við húshitun meira en tvöfaldast. Selfossveitur stefndu konunni 3. júní 2023, og kröfðust þess að konan myndi greiða skuld að fjárhæð 445.123 krónur ásamt dráttarvöxtum. Skuldin samanstæði af vangreiddum heitavatnsreikningum frá júlí 2019 til september 2020. Inntakshiti vatnsins var oft á tíðum rétt í kringum 40 gráður, en fór oft mun neðar ef umtalsvert vatn væri ekki látið renna í gegnum gólfhitakerfið. Ætli sturtan hafi ekki orðið ansi köld, þegar gólfhitinn var ekki skrúfaður upp?Getty Hélt áfram að greiða gamla verðið Þegar tilkynnt var um þessar breytingar árið 2016 hófust tölvupóstsamskipti milli eiginmanns konunnar og Selfossveitna, þar sem reynt var miðla málum. Meðal annars kom til tals að þau skyldu kaupa fyrirfram ákveðinn fjölda lítra á mínútu á svokölluðum hemli, en þannig væri hægt að halda hita á vatninu. Ekki tókst að ná sáttum um lítrafjölda og verð. Þegar ljóst var að ekki næðist að leysa þennan ágreining, ákvað konan að greiða mánaðarlega 15.000 krónur til Selfossveitna, sem samsvaraði eðlilegum upphitunarkostnaði sambærilegrar fasteignar á Selfossi. Selfossveitur héldu hins vegar áfram að senda henni reikninga á grundvelli rennslismælingar, sem voru meira en tvöfalt hærri en 15.000 krónur. Selfossveitur hafi sýnt tómlæti og konan sýknuð Konan var sýknuð af kröfum Selfossveitna, og þeim var gert að greiða málskostnað hennar að 800.000 krónum. Selfossveitum var gefið að sök að hafa sýnt af sér tómlæti, í ljósi þess langa tíma sem fyrirtækið lét líða þangað til þau fóru að innheimta kröfurnar. Tölvupóstsamskipti Selfossveitna og eiginmanns konunnar voru tekin til hliðsjónar, en þeim lauk árið 2018 án þess að niðurstaða hefði fengist í málið milli þeirra. Tekið var mið af því að samskiptin milli þeirra hafi átt sér stað eftir að send var út viðvörun um innheimtuaðgerðir og áretting um vanskil og aðgerðir. Þá hafi Selfossveitur tekið við mánaðarlegum greiðslum konunnar að 15.000 krónum fram í mars 2020 án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir skuldastöðu miðað við forsendur Selfossveitna. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má finna hér.
Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira