Kúkalykt í kirkjugarði gerir út af við Grafavogsbúa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 11:48 Að sögn íbúa rýkur lyktinupp úr haugum á vinnusvæði kirkjugarðanna. aðsend „Ferleg skítalykt“, „er ég sú eina sem er gjörsalega að kafna?“ og „algjör viðbjóður“ er á meðal þess sem íbúar í Grafarvogi hafa að segja um ólykt sem virðist berast frá Gufuneskirkjugarði. Forsvarsmenn kirkjugarða segja erfitt að eiga við vætutíðina. Mikil umræða hefur skapast í íbúahóp Grafarvogsbúa sem hnígur öll í sömu átt: óbærileg lykt er að gera út af við íbúa. Fjölmargir hafa komið erindi áleiðis til heilbrigðiseftirlitsins þar sem kvartað er undan lyktinni og úrbóta óskað. Sömuleiðis hafa margir kvartað beint til kirkjugarðanna. Íbúar hafa þá kenningu að fnykurinn komi til af moltugerð innan kirkjugarðanna. Hermann Valsson er einn þeirra sem hefur kvartað sáran undan lyktinni. Hann segir hins vegar að moltugerð lykti ekki svona illa. „Þetta er bara mikil stækja. Ég fer þarna oft í gegnum kirkjugarðinn, hjólandi, gangandi og maður reynir að halda í sér andanum þegar maður er að hjóla í gegn. Þetta er bara verulega óþægilegt,“ segir Hermann. Hermann segir ljóst að lyktin komi af vinnusvæðinu.aðsend Viðvarandi í þrjár vikur Það sé búið að hafa samband við starfsmenn kirkjugarðanna en svörin eru séu ófullnægjandi og aðallega vísað sé til leyfis heilbrigðiseftirlits til moltugerðar. „Sem er mjög undarlegt vegna þess að þetta er ekki bjóðandi þar sem íbúðarhúsnæði er allt um kring. Börn að leik, eldra fólk, kannski með öndunarerfiðleika, gengur hérna við hliðina. Þetta gengur ekki. Auðvitað er maður þakklátur fyrir hvað starfsmenn hlúa vel að þeim sem þarna eru jarðaðir, en það verður að gera þetta betur.“ Hermann hefur, líkt og fleiri íbúar, sent erindi á heilbrigðiseftirlit en ekki fengið viðbrögð enn. Hann segir lyktina hafa verið viðvarandi í um þrjár vikur. „Þetta er ekki að koma eða fara. Þetta er bara viðvarandi.“ Haugarnir eru ekki geðslegir.aðsend Kunnugt um lyktina Að sögn Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er starfsmönnum kunnugt um málið. Það sé verið að vinna með heilbrigðiseftirlit að lausn málsins og gera ráðstafanir til að draga úr og eyða lyktinni. Lyktin komi að öllum líkindum frá moltu sem gerð er úr trjákurli og grasi. „Við sýnum þessu skilning og það er verið að gera ráðstafanir, meðal annars með því að þurrka moltuna. Það hefur verið áskorun að eiga við vætutíðina en það er verið að gera allar ráðstafanir núna til að eyða lyktinni,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í íbúahóp Grafarvogsbúa sem hnígur öll í sömu átt: óbærileg lykt er að gera út af við íbúa. Fjölmargir hafa komið erindi áleiðis til heilbrigðiseftirlitsins þar sem kvartað er undan lyktinni og úrbóta óskað. Sömuleiðis hafa margir kvartað beint til kirkjugarðanna. Íbúar hafa þá kenningu að fnykurinn komi til af moltugerð innan kirkjugarðanna. Hermann Valsson er einn þeirra sem hefur kvartað sáran undan lyktinni. Hann segir hins vegar að moltugerð lykti ekki svona illa. „Þetta er bara mikil stækja. Ég fer þarna oft í gegnum kirkjugarðinn, hjólandi, gangandi og maður reynir að halda í sér andanum þegar maður er að hjóla í gegn. Þetta er bara verulega óþægilegt,“ segir Hermann. Hermann segir ljóst að lyktin komi af vinnusvæðinu.aðsend Viðvarandi í þrjár vikur Það sé búið að hafa samband við starfsmenn kirkjugarðanna en svörin eru séu ófullnægjandi og aðallega vísað sé til leyfis heilbrigðiseftirlits til moltugerðar. „Sem er mjög undarlegt vegna þess að þetta er ekki bjóðandi þar sem íbúðarhúsnæði er allt um kring. Börn að leik, eldra fólk, kannski með öndunarerfiðleika, gengur hérna við hliðina. Þetta gengur ekki. Auðvitað er maður þakklátur fyrir hvað starfsmenn hlúa vel að þeim sem þarna eru jarðaðir, en það verður að gera þetta betur.“ Hermann hefur, líkt og fleiri íbúar, sent erindi á heilbrigðiseftirlit en ekki fengið viðbrögð enn. Hann segir lyktina hafa verið viðvarandi í um þrjár vikur. „Þetta er ekki að koma eða fara. Þetta er bara viðvarandi.“ Haugarnir eru ekki geðslegir.aðsend Kunnugt um lyktina Að sögn Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur er starfsmönnum kunnugt um málið. Það sé verið að vinna með heilbrigðiseftirlit að lausn málsins og gera ráðstafanir til að draga úr og eyða lyktinni. Lyktin komi að öllum líkindum frá moltu sem gerð er úr trjákurli og grasi. „Við sýnum þessu skilning og það er verið að gera ráðstafanir, meðal annars með því að þurrka moltuna. Það hefur verið áskorun að eiga við vætutíðina en það er verið að gera allar ráðstafanir núna til að eyða lyktinni,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu.
Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira