Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn á Íslandi - nú þarf að vanda til verka Guðrún E. Gunnarsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir og Ludvig Guðmundsson skrifa 18. ágúst 2024 09:59 Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá sker upp herör Börnin eru framtíðin. Öll viljum við hag þeirra sem mestan og bestan. Því er fagnaðarefni að í haust verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll börn á Íslandi. Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, hvetur skólayfirvöld til að nýta tækifærið og gera kröfur um umhverfisvænar og heilsusamlegar skólamáltíðir og sjá til þess að þeim kröfum verið fylgt eftir. Fáum blandast hugur um mikilvægi góðrar næringar fyrir börn sem eru að vaxa og þroskast. Þar skiptir mestu máli gott og heilnæmt hráefni sem er lítið unnið og meðhöndlað af fagmennsku. Gjörunnin matvæli eiga þar lítið erindi, enda hafa rannsóknir undanfarinna ára sýnt að fáar tegundir matvæla hafa verri áhrif á heilsu. Skólamaturinn er ein af meginmáltíðum dagsins fyrir öll skólabörn og því er hér á ferðinni mikilvægt lýðheilsumál þar sem sannarlega þarf að vanda til verka. Umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt Í dag valda matvæli um þriðjungi af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og eru þar með ein af meginástæðum hlýnunar jarðar. Með því að velja umhverfisvænni kost og ekki síst minnka matarsóun við framreiðslu tugþúsunda máltíða hvern skóladag, má hafa veruleg áhrif á losun vegna fæðu. Það vill svo vel til að umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt, raunar svo, að það fæði sem tengist bestri heilsu er það sem einnig er gott fyrir umhverfið. Því ætti að vera borðleggjandi að samræma þessa tvo mikilvægu þætti. Norrænar næringarráðleggingarnar sem komu út 2023 taka nú í fyrsta sinn ekki aðeins til heilsufarslegra þátta heldur einnig umhverfisþátta. Þar er m.a. mælt með að fólk borði meira af grænmeti og fæði úr jurtaríkinu almennt, meiri fisk en minna af kjöti og gjörunnum matvælum. Unnið er að íslenskum ráðleggingum sem byggja á þeim norrænu, og verður þar einnig tekið til umhverfisþátta. Embætti landlæknis hefur allt frá árinu 2003 gefið út Handbók fyrir grunnskólamötuneyti. Handbókin hefur verið uppfærð reglulega og byggir á ráðleggingum um mataræði. Þar eru góðar og ítarlegar leiðbeiningar og ráð varðandi skólamatinn, þar er fjallað um matarumhverfið, hollustu, matseðlagerð, innkaup, matarsóun og margt fleira. Í Handbókinni er einnig vísað til innkaupastefnu ríkisins þar sem rík áhersla er lögð á umhverfisvernd, kolefnisspor og vistvæn innkaup. Gert er ráð fyrir að Handbókin verði uppfærð skv. nýjustu útgáfu ráðlegginganna. Leiðbeiningarnar vantar því ekki en spurningin er um að nýta það sem til er og síðan að huga að eftirfylgninni. Mótun matarvenja hefst í bernsku Mótun matarvenja hefst í bernsku og því hafa skólamáltíðir mikilvægu hlutverki að gegna, ekki aðeins fyrir næringu dagsins í dag, heldur jafnframt fyrir framtíðarvenjur og viðhorf barnanna til matar og umhverfis. Notalegt umhverfi þar sem börnunum líður vel á matmálstíma hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á viðhorf þeirra til matarins. Matarsóun vegna lystarleysis, tímaskorts eða matvendni barna er mikil áskorun sem þarf að takast á við með öllum ráðum. Okkur er kunnugt um að margir skólar hafa reynt að takast á við vandann en betur má ef duga skal. Áhugasamir matráðar þar sem maturinn er eldaður á staðnum, hafa sumir hverjir gjörbreytt upplifun nemenda og minnkað matarsóun. Sums staðar hafa börn líka verið virkjuð og fengið að koma með tillögur að matseðlagerð, og á þann hátt fengið jákvæða reynslu og fræðslu um umhverfi, hollustu og kostnað matarins. Ljóst er að kostnaður sveitarfélaga og ríkis vegna þessa verkefnis verður umtalsverður, hleypur á milljörðum á ári. Það er því til mikils að vinna að gætt verði að hagkvæmni og vönduðum vinnubrögðum. Aldin skorar á sveitarstjórnarmenn og skólayfirvöld um land allt að nýta tækifærið sem hér gefst til að bæta umsjón og gæðastýringu skólamatarins til að tryggja að í boði verði holl og góð fæða sem gengur ekki á umhverfi eða náttúru. Börnin okkar eiga það besta skilið. Guðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. Ludvig Guðmundsson læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá sker upp herör Börnin eru framtíðin. Öll viljum við hag þeirra sem mestan og bestan. Því er fagnaðarefni að í haust verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll börn á Íslandi. Aldin, félag eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, hvetur skólayfirvöld til að nýta tækifærið og gera kröfur um umhverfisvænar og heilsusamlegar skólamáltíðir og sjá til þess að þeim kröfum verið fylgt eftir. Fáum blandast hugur um mikilvægi góðrar næringar fyrir börn sem eru að vaxa og þroskast. Þar skiptir mestu máli gott og heilnæmt hráefni sem er lítið unnið og meðhöndlað af fagmennsku. Gjörunnin matvæli eiga þar lítið erindi, enda hafa rannsóknir undanfarinna ára sýnt að fáar tegundir matvæla hafa verri áhrif á heilsu. Skólamaturinn er ein af meginmáltíðum dagsins fyrir öll skólabörn og því er hér á ferðinni mikilvægt lýðheilsumál þar sem sannarlega þarf að vanda til verka. Umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt Í dag valda matvæli um þriðjungi af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og eru þar með ein af meginástæðum hlýnunar jarðar. Með því að velja umhverfisvænni kost og ekki síst minnka matarsóun við framreiðslu tugþúsunda máltíða hvern skóladag, má hafa veruleg áhrif á losun vegna fæðu. Það vill svo vel til að umhverfisvænt mataræði er jafnframt heilsusamlegt, raunar svo, að það fæði sem tengist bestri heilsu er það sem einnig er gott fyrir umhverfið. Því ætti að vera borðleggjandi að samræma þessa tvo mikilvægu þætti. Norrænar næringarráðleggingarnar sem komu út 2023 taka nú í fyrsta sinn ekki aðeins til heilsufarslegra þátta heldur einnig umhverfisþátta. Þar er m.a. mælt með að fólk borði meira af grænmeti og fæði úr jurtaríkinu almennt, meiri fisk en minna af kjöti og gjörunnum matvælum. Unnið er að íslenskum ráðleggingum sem byggja á þeim norrænu, og verður þar einnig tekið til umhverfisþátta. Embætti landlæknis hefur allt frá árinu 2003 gefið út Handbók fyrir grunnskólamötuneyti. Handbókin hefur verið uppfærð reglulega og byggir á ráðleggingum um mataræði. Þar eru góðar og ítarlegar leiðbeiningar og ráð varðandi skólamatinn, þar er fjallað um matarumhverfið, hollustu, matseðlagerð, innkaup, matarsóun og margt fleira. Í Handbókinni er einnig vísað til innkaupastefnu ríkisins þar sem rík áhersla er lögð á umhverfisvernd, kolefnisspor og vistvæn innkaup. Gert er ráð fyrir að Handbókin verði uppfærð skv. nýjustu útgáfu ráðlegginganna. Leiðbeiningarnar vantar því ekki en spurningin er um að nýta það sem til er og síðan að huga að eftirfylgninni. Mótun matarvenja hefst í bernsku Mótun matarvenja hefst í bernsku og því hafa skólamáltíðir mikilvægu hlutverki að gegna, ekki aðeins fyrir næringu dagsins í dag, heldur jafnframt fyrir framtíðarvenjur og viðhorf barnanna til matar og umhverfis. Notalegt umhverfi þar sem börnunum líður vel á matmálstíma hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á viðhorf þeirra til matarins. Matarsóun vegna lystarleysis, tímaskorts eða matvendni barna er mikil áskorun sem þarf að takast á við með öllum ráðum. Okkur er kunnugt um að margir skólar hafa reynt að takast á við vandann en betur má ef duga skal. Áhugasamir matráðar þar sem maturinn er eldaður á staðnum, hafa sumir hverjir gjörbreytt upplifun nemenda og minnkað matarsóun. Sums staðar hafa börn líka verið virkjuð og fengið að koma með tillögur að matseðlagerð, og á þann hátt fengið jákvæða reynslu og fræðslu um umhverfi, hollustu og kostnað matarins. Ljóst er að kostnaður sveitarfélaga og ríkis vegna þessa verkefnis verður umtalsverður, hleypur á milljörðum á ári. Það er því til mikils að vinna að gætt verði að hagkvæmni og vönduðum vinnubrögðum. Aldin skorar á sveitarstjórnarmenn og skólayfirvöld um land allt að nýta tækifærið sem hér gefst til að bæta umsjón og gæðastýringu skólamatarins til að tryggja að í boði verði holl og góð fæða sem gengur ekki á umhverfi eða náttúru. Börnin okkar eiga það besta skilið. Guðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. Ludvig Guðmundsson læknir.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar