Sjónarhornið er það sem skiptir mestu Anton McKee skrifar 20. ágúst 2024 17:01 Eftir að Ólympíuleikarnir í París kláruðust hef ég haft tíma til að gera upp tímabilið, taka skref til baka, líta um öxl og greina þá vegferð sem ég hef verið á linnulaust seinustu ár. Ýmsar hugleiðingar hafa dúkkað upp en sú stærsta snýr að hvernig maður verður sáttur við það sem hefur verið áorkað? Hugleiðingar eins og: „Er hægt að ná öllum markmiðunum sínum?“, „Afhverju er maður aldrei nógu sáttur og vill alltaf meira?“, „Hvað þýðir það að sigra?“ Ef ég svara þessum hugleiðingum einungis út frá þeim stað sem ég er á í dag myndi ég líklegast leita í að svara þeim á neikvæðan hátt. Mig langaði í meira á ÓL. Mér tókst ekki að komast í úrslit á ÓL eins og ég hafði unnið að í fjögur ár. En er þetta rétt sjónarhorn til þess að svara þessum hugleiðingum? Á hverjum einasta degi heyjum við öll við bardaga innra með okkur. Við erum með eld sem knýr drifkraftinn okkar áfram og hvetur okkur til að setja háleit markmið, til þess að leysa hið óleysanlega og takast á við hið ómögulega. Hvort sem bardaginn fer fram í lauginni við að elta sekúndubrot, í að fullkomna vöru til að búa til verðmæti eða leysa úr læðingi sköpunargáfurnar á sviðinu. Þessir bardagar virðast endalausir og þegar ein orrusta vinnst þá er strax kominn tími til að undirbúa þá næstu. Markmiðið sem við setjum okkur þróast og um leið og maður nær einu þá er maður strax kominn með annað stærra. Metnaðarfyllri markmið kalla á betri aðferðir sem knýja mann til þess að finna gallana í seinustu tilraunum. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Það sem er fallegast við þessar endalausu báráttur og það sem er mikilvægast að gera sér grein fyrir er sjónarhornið sem þú hefur fyrir hverja þeirra. Stærðin á þeim er persónubundin og upplifunin er oft að hver þeirra sé jafn stór því markmiðin stækka alltaf. Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Samt er upplifunin að barátturnar séu jafn stórar á þeim tíma sem þær eru háðar. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á ferlinum er að staldra við og einblína á þetta sjónarhorn, þá sérstaklega núna þegar ég er að gera upp ÓL vegferðina. Ef ég set mig í spor 17 ára Antons sem dreymdi um að komast á ÓL og spyr hvort hann yrði sáttur við að keppa á næstu fjórum leikum, vera topp 10 í sinni grein frá upphafi í lok ferilsins, keppa fimm sinnum til úrslita á stórmótum og keppa í undanúrslitum á ÓL, þá myndi sá Anton ekki einu sinni trúa því að þetta væri möguleiki. Sjónarhornið hans var annað og hann varð jafn stressaður fyrir unglingamótum og ég var fyrir ÓL núna. Gegnum allar þær baráttur sem urðu á vegi mínum og gáfu mér tækifæri til að læra og þroskast fékk ég stærra og nýtt sjónarhorn sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ætli þetta ferðalag okkar gegnum lífið snúist ekki að einhverju leyti um þessar baráttur sem veita okkur ný sjónarhorn á lífið. Með réttu sjónarhorni á mína persónulegu vegferð seinustu ára stend ég uppi sem sigurvegari. Drifkrafturinn í okkur er magnaður og með því að læra á og virkja hann rétt mun hann leiða okkur til dáða. Hann er það sem hefur byggt upp samfélagið sem við búum í og ég trúi því að með því að leggja meiri áherslu á að hygla og lyfta hvoru öðru upp og heyja í sameiningu þær baráttur sem við stöndum frammi fyrir munum við halda áfram að blómstra sem samfélag. Ég hvet þig til að fara út í daginn hugsandi um hvað þú, frá þínu sjónarhorni, hefur komist langt. Hvað myndi manneskjan sem þú varst fyrir 10 árum segja um allt það sem þú hefur áorkað? Eins og alltaf, áfram Ísland. Höfundur er afreksmaður í sundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Eftir að Ólympíuleikarnir í París kláruðust hef ég haft tíma til að gera upp tímabilið, taka skref til baka, líta um öxl og greina þá vegferð sem ég hef verið á linnulaust seinustu ár. Ýmsar hugleiðingar hafa dúkkað upp en sú stærsta snýr að hvernig maður verður sáttur við það sem hefur verið áorkað? Hugleiðingar eins og: „Er hægt að ná öllum markmiðunum sínum?“, „Afhverju er maður aldrei nógu sáttur og vill alltaf meira?“, „Hvað þýðir það að sigra?“ Ef ég svara þessum hugleiðingum einungis út frá þeim stað sem ég er á í dag myndi ég líklegast leita í að svara þeim á neikvæðan hátt. Mig langaði í meira á ÓL. Mér tókst ekki að komast í úrslit á ÓL eins og ég hafði unnið að í fjögur ár. En er þetta rétt sjónarhorn til þess að svara þessum hugleiðingum? Á hverjum einasta degi heyjum við öll við bardaga innra með okkur. Við erum með eld sem knýr drifkraftinn okkar áfram og hvetur okkur til að setja háleit markmið, til þess að leysa hið óleysanlega og takast á við hið ómögulega. Hvort sem bardaginn fer fram í lauginni við að elta sekúndubrot, í að fullkomna vöru til að búa til verðmæti eða leysa úr læðingi sköpunargáfurnar á sviðinu. Þessir bardagar virðast endalausir og þegar ein orrusta vinnst þá er strax kominn tími til að undirbúa þá næstu. Markmiðið sem við setjum okkur þróast og um leið og maður nær einu þá er maður strax kominn með annað stærra. Metnaðarfyllri markmið kalla á betri aðferðir sem knýja mann til þess að finna gallana í seinustu tilraunum. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Það sem er fallegast við þessar endalausu báráttur og það sem er mikilvægast að gera sér grein fyrir er sjónarhornið sem þú hefur fyrir hverja þeirra. Stærðin á þeim er persónubundin og upplifunin er oft að hver þeirra sé jafn stór því markmiðin stækka alltaf. Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Samt er upplifunin að barátturnar séu jafn stórar á þeim tíma sem þær eru háðar. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á ferlinum er að staldra við og einblína á þetta sjónarhorn, þá sérstaklega núna þegar ég er að gera upp ÓL vegferðina. Ef ég set mig í spor 17 ára Antons sem dreymdi um að komast á ÓL og spyr hvort hann yrði sáttur við að keppa á næstu fjórum leikum, vera topp 10 í sinni grein frá upphafi í lok ferilsins, keppa fimm sinnum til úrslita á stórmótum og keppa í undanúrslitum á ÓL, þá myndi sá Anton ekki einu sinni trúa því að þetta væri möguleiki. Sjónarhornið hans var annað og hann varð jafn stressaður fyrir unglingamótum og ég var fyrir ÓL núna. Gegnum allar þær baráttur sem urðu á vegi mínum og gáfu mér tækifæri til að læra og þroskast fékk ég stærra og nýtt sjónarhorn sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ætli þetta ferðalag okkar gegnum lífið snúist ekki að einhverju leyti um þessar baráttur sem veita okkur ný sjónarhorn á lífið. Með réttu sjónarhorni á mína persónulegu vegferð seinustu ára stend ég uppi sem sigurvegari. Drifkrafturinn í okkur er magnaður og með því að læra á og virkja hann rétt mun hann leiða okkur til dáða. Hann er það sem hefur byggt upp samfélagið sem við búum í og ég trúi því að með því að leggja meiri áherslu á að hygla og lyfta hvoru öðru upp og heyja í sameiningu þær baráttur sem við stöndum frammi fyrir munum við halda áfram að blómstra sem samfélag. Ég hvet þig til að fara út í daginn hugsandi um hvað þú, frá þínu sjónarhorni, hefur komist langt. Hvað myndi manneskjan sem þú varst fyrir 10 árum segja um allt það sem þú hefur áorkað? Eins og alltaf, áfram Ísland. Höfundur er afreksmaður í sundi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar