Hörð peningastefna ekki komið heimilum í vandræði Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2024 11:04 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm „Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. „Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ bætti hann við á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands þar sem hún gerði grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í morgun að hann furðaði sig á ákvörðuninni og hefði ekki órað fyrir því í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor, að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Tapað þremur og hálfum mánuði Seðlabankastjóri bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi tekið aftur við sér sem hafi áhrif á verðbólgu og nýgerðir kjarasamningar hafi haft meiri áhrif á eftirspurn og einkaneyslu en gert var ráð fyrir. Telur hann að einhverju leyti um einskiptismál að ræða sem tefji fyrir þeirri aðlögun sem þegar er hafin. „Við höfum tapað allavega þremur og hálfum mánuði í þessari hjöðnun en teljum að hún muni halda áfram.“ Það spili inn í að finna þurfti ný heimili fyrir Grindvíkinga og að fyrsta ár nýgerðra kjarasamninga hafi ekki verið eins og til var ætlast. „Það hefur mjög litla þýðingu að hreyfa stýrivexti um einhverja tuttugu punkta sem dæmi þegar þessi meginþungi blasir við,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu.Vísir/Vilhelm Ársverðbólga jókst úr 5,8% í 6,3% í júlímánuði sem er meira en peningastefnunefnd gerði ráð fyrir á fyrri fundi þeirra í maí. „Við vorum auðvitað að vona að við værum komin lengra núna en það sem hefur gerst milli funda hefur ekki beinlínis ýtt undir það. Ég held að það sé rétt að hafa það í huga,“ segir Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu. Óvissa um verðbólguhorfur Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, kynnti á fundinum efni nýjustu útgáfu Peningamála, rits Seðlabankans og forsendur stýrivaxtaákvörðunarinnar. Á meðan verðbólga hafi aukist meira í júlí en búist var við hafi verðbólguhorfur lítið breyst. Seðlabankinn spáir nú 0,5% hagvexti á árinu öllu, sem er heldur minna en í maí þegar spáð var 1,1% hagvexti. Gerð er ráð fyrir að verðbólga verði 5,8% í árslok 2024, að meðaltali 4,2% á næsta ári og hún komin niður í 3,6% í árslok 2025. Á Íslandi mældist 4% samdráttur í landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi milli ára. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2021 sem samdráttur sést. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Þórarinn segir óvissu áfram ríkja um efnahagshorfur og hjöðnun verðbólgu. Þá hafi hægt á fjölgun starfa en atvinnuleysi lítið breyst. „Það eru litlar breytingar á alþjóðlegum hagvaxtarhorfum frá því í maí en óvissa hefur aukist, sérstaklega um efnahagsumsvif í Bandaríkjunum og víðar.“ Vísbendingar séu um að það hafi heldur bætt í hagvöxt í viðskiptalöndum á öðrum ársfjórðungi. Helstu horfur í efnahagslífinu, að mati Seðlabankans.Seðlabanki Íslands Von á því að uppfærðar tölur sýni aukin útgjöld ferðamanna Skortur hefur verið á áreiðanlegum gögnum um kortaveltu hér á landi en nú liggja endurbættar tölur fyrir. Þórarinn segir að samdráttur í útflutningi upp á 3,3% á fyrsta ársfjórðungi verði líklega endurskoðaður upp á við þegar Hagstofan gefur út nýjar tölur í lok mánaðar. Þá muni hann færast nær þeim 1,8% samdrætti sem peningastefnunefnd gerði ráð fyrir. Von sé á því að tölur um útgjöld útlendinga hérlendis, sem falla undir útflutta þjónustu, og útgjöld Íslendinga erlendis, sem teljist til innflutnings, verði endurskoðaðar upp á við með tilkomu nýrra gagna um kortaveltu. Einkaneyslan muni færast upp á móti auknum þjónustuinnflutningi og þetta muni vega á móti hvort öðru. Að sögn Þórarins er ekki víst hvort þessar nýju tölur leiði til breytingar á mati á þróun einkaneyslu og hagvaxtar. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin niður fyrir 2,5% markmið bankans í árslok 2026.Seðlabanki Íslands Ferðaþjónustan að gefa eftir Vöxtur í ferðaþjónustu er nokkuð að gefa eftir en ferðamönnum fækkaði um 5% milli ára á öðrum ársfjórðungi og gistinóttum um 10%. Gert er ráð fyrir heldur færri ferðamönnum á árinu öllu en fram kom í maíspá peningastefnunefndar, að sögn Þórarins. Á sama tíma séu vísbendingar um minnkandi spennu á vinnumarkaði, og að það hafi hægt jafnt og þétt á fjölgun starfa frá því á fyrir hluta síðasta árs. Það hefur dregið úr hagvexti undanfarið ár.Seðlabanki Íslands Óvissa um áhrif kílómetragjalds á verðbólgumælingu Stjórnvöld hyggjast innleiða kílómetragjald fyrir öll ökutæki um næstu áramót sem kemur í stað olíu- og bensíngjalda sem nú eru greidd við kaup á jarðaefnaeldsneyti. Vaknað hafa upp spurningar um áhrif þessa á verðbólgumælingu Hagstofunnar þar sem lækkun á bensín og dísilverði kæmi að óbreyttu til með að hafa áhrif til lækkunar. „Eins og við sjáum þetta þá liggur beinast við að þetta hafi engin áhrif á vísitölu neysluverðs vegna þess að hún á að mæla verð einkaneyslu og verð einkaneyslu er ekkert að breytast við þetta. Í staðinn fyrir að borga þessi gjöld í olíugjaldið þá ertu í raun og veru að borga þau í öðrum opinberum gjöldum eins og vegagjald,” sagði Þórarinn. Hagstofan hefur ekki gefið út hvort breytingar verði gerðar á mælingunni. Að óbreyttu myndi hún „ofspá mældri verðbólgu sem þessu nemur út næsta ár,” að sögn Þórarins. Rétt sé að hafa í huga að þetta myndi engu breyta um undirliggjandi verðbólguþróun heldur væri einungis um að ræða mælda breytingu sem gengi til baka ári síðar þegar nýtt viðmiðunarár tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ bætti hann við á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands þar sem hún gerði grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í morgun að hann furðaði sig á ákvörðuninni og hefði ekki órað fyrir því í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor, að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Tapað þremur og hálfum mánuði Seðlabankastjóri bendir á að fasteignamarkaðurinn hafi tekið aftur við sér sem hafi áhrif á verðbólgu og nýgerðir kjarasamningar hafi haft meiri áhrif á eftirspurn og einkaneyslu en gert var ráð fyrir. Telur hann að einhverju leyti um einskiptismál að ræða sem tefji fyrir þeirri aðlögun sem þegar er hafin. „Við höfum tapað allavega þremur og hálfum mánuði í þessari hjöðnun en teljum að hún muni halda áfram.“ Það spili inn í að finna þurfti ný heimili fyrir Grindvíkinga og að fyrsta ár nýgerðra kjarasamninga hafi ekki verið eins og til var ætlast. „Það hefur mjög litla þýðingu að hreyfa stýrivexti um einhverja tuttugu punkta sem dæmi þegar þessi meginþungi blasir við,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu.Vísir/Vilhelm Ársverðbólga jókst úr 5,8% í 6,3% í júlímánuði sem er meira en peningastefnunefnd gerði ráð fyrir á fyrri fundi þeirra í maí. „Við vorum auðvitað að vona að við værum komin lengra núna en það sem hefur gerst milli funda hefur ekki beinlínis ýtt undir það. Ég held að það sé rétt að hafa það í huga,“ segir Rannveig Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóri peningastefnu. Óvissa um verðbólguhorfur Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, kynnti á fundinum efni nýjustu útgáfu Peningamála, rits Seðlabankans og forsendur stýrivaxtaákvörðunarinnar. Á meðan verðbólga hafi aukist meira í júlí en búist var við hafi verðbólguhorfur lítið breyst. Seðlabankinn spáir nú 0,5% hagvexti á árinu öllu, sem er heldur minna en í maí þegar spáð var 1,1% hagvexti. Gerð er ráð fyrir að verðbólga verði 5,8% í árslok 2024, að meðaltali 4,2% á næsta ári og hún komin niður í 3,6% í árslok 2025. Á Íslandi mældist 4% samdráttur í landsframleiðslu á fyrsta ársfjórðungi milli ára. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2021 sem samdráttur sést. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Þórarinn segir óvissu áfram ríkja um efnahagshorfur og hjöðnun verðbólgu. Þá hafi hægt á fjölgun starfa en atvinnuleysi lítið breyst. „Það eru litlar breytingar á alþjóðlegum hagvaxtarhorfum frá því í maí en óvissa hefur aukist, sérstaklega um efnahagsumsvif í Bandaríkjunum og víðar.“ Vísbendingar séu um að það hafi heldur bætt í hagvöxt í viðskiptalöndum á öðrum ársfjórðungi. Helstu horfur í efnahagslífinu, að mati Seðlabankans.Seðlabanki Íslands Von á því að uppfærðar tölur sýni aukin útgjöld ferðamanna Skortur hefur verið á áreiðanlegum gögnum um kortaveltu hér á landi en nú liggja endurbættar tölur fyrir. Þórarinn segir að samdráttur í útflutningi upp á 3,3% á fyrsta ársfjórðungi verði líklega endurskoðaður upp á við þegar Hagstofan gefur út nýjar tölur í lok mánaðar. Þá muni hann færast nær þeim 1,8% samdrætti sem peningastefnunefnd gerði ráð fyrir. Von sé á því að tölur um útgjöld útlendinga hérlendis, sem falla undir útflutta þjónustu, og útgjöld Íslendinga erlendis, sem teljist til innflutnings, verði endurskoðaðar upp á við með tilkomu nýrra gagna um kortaveltu. Einkaneyslan muni færast upp á móti auknum þjónustuinnflutningi og þetta muni vega á móti hvort öðru. Að sögn Þórarins er ekki víst hvort þessar nýju tölur leiði til breytingar á mati á þróun einkaneyslu og hagvaxtar. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin niður fyrir 2,5% markmið bankans í árslok 2026.Seðlabanki Íslands Ferðaþjónustan að gefa eftir Vöxtur í ferðaþjónustu er nokkuð að gefa eftir en ferðamönnum fækkaði um 5% milli ára á öðrum ársfjórðungi og gistinóttum um 10%. Gert er ráð fyrir heldur færri ferðamönnum á árinu öllu en fram kom í maíspá peningastefnunefndar, að sögn Þórarins. Á sama tíma séu vísbendingar um minnkandi spennu á vinnumarkaði, og að það hafi hægt jafnt og þétt á fjölgun starfa frá því á fyrir hluta síðasta árs. Það hefur dregið úr hagvexti undanfarið ár.Seðlabanki Íslands Óvissa um áhrif kílómetragjalds á verðbólgumælingu Stjórnvöld hyggjast innleiða kílómetragjald fyrir öll ökutæki um næstu áramót sem kemur í stað olíu- og bensíngjalda sem nú eru greidd við kaup á jarðaefnaeldsneyti. Vaknað hafa upp spurningar um áhrif þessa á verðbólgumælingu Hagstofunnar þar sem lækkun á bensín og dísilverði kæmi að óbreyttu til með að hafa áhrif til lækkunar. „Eins og við sjáum þetta þá liggur beinast við að þetta hafi engin áhrif á vísitölu neysluverðs vegna þess að hún á að mæla verð einkaneyslu og verð einkaneyslu er ekkert að breytast við þetta. Í staðinn fyrir að borga þessi gjöld í olíugjaldið þá ertu í raun og veru að borga þau í öðrum opinberum gjöldum eins og vegagjald,” sagði Þórarinn. Hagstofan hefur ekki gefið út hvort breytingar verði gerðar á mælingunni. Að óbreyttu myndi hún „ofspá mældri verðbólgu sem þessu nemur út næsta ár,” að sögn Þórarins. Rétt sé að hafa í huga að þetta myndi engu breyta um undirliggjandi verðbólguþróun heldur væri einungis um að ræða mælda breytingu sem gengi til baka ári síðar þegar nýtt viðmiðunarár tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27
Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31