Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2024 12:50 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Einar Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá því að töluverð eftirspurnarspenna sé á húsnæðismarkaði. Fasteigna- og leiguverð hafi hækkað umfram verðbólgu, og markaðsleiga hafi ekki hækkað jafnmikið umfram verðbólgu í sjö ár. „Og við sjáum ekki vísbendingar um að þróunin muni snúast við neitt á næstunni,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS. Hóparnir fjarlægjast hvor annan Í skýrslunni kemur fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur, og miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð. Þegar leiguvísitala er mæld er aðeins litið til markaðsleigunnar. Þar er átt við leigusamninga um leiguíbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga. „En stór hluti af leigumarkaðnum er í leiguíbúðum sem eru reknar á félagslegum forsendum. Þarna erum við að tala um félagslegar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Leiguverðið á þeim íbúðum fylgir öðrum lögmálum, og helst ekki oft í hendur við markaðsleigu.“ Á höfuðborgarsvæðinu sé um helmingur leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum. Svo stór hlutdeild valdi miklum mun á markaðsleigu og meðaltali leigugreiðslna. Því sé að draga í sundur milli kerfanna tveggja, þar sem fermetraverð félagslega reknu íbúðanna sé oft töluvert lægra. Þar skipti hækkandi húsnæðiskostnaður miklu um það hvernig leigusalar verðleggja eignir sínar, meðan óhagnaðardrifnu félögin fjármagni sig mögulega með hagkvæmari hætti og kostnaður þeirra hækki síður. „Það held ég að sé það sem veldur því að þessir tveir hópar eru að færast hvor frá öðrum,“ segir Jónas Atli. Húsnæðismál Kjaramál Leigumarkaður Tengdar fréttir Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá því að töluverð eftirspurnarspenna sé á húsnæðismarkaði. Fasteigna- og leiguverð hafi hækkað umfram verðbólgu, og markaðsleiga hafi ekki hækkað jafnmikið umfram verðbólgu í sjö ár. „Og við sjáum ekki vísbendingar um að þróunin muni snúast við neitt á næstunni,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS. Hóparnir fjarlægjast hvor annan Í skýrslunni kemur fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur, og miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð. Þegar leiguvísitala er mæld er aðeins litið til markaðsleigunnar. Þar er átt við leigusamninga um leiguíbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga. „En stór hluti af leigumarkaðnum er í leiguíbúðum sem eru reknar á félagslegum forsendum. Þarna erum við að tala um félagslegar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Leiguverðið á þeim íbúðum fylgir öðrum lögmálum, og helst ekki oft í hendur við markaðsleigu.“ Á höfuðborgarsvæðinu sé um helmingur leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum. Svo stór hlutdeild valdi miklum mun á markaðsleigu og meðaltali leigugreiðslna. Því sé að draga í sundur milli kerfanna tveggja, þar sem fermetraverð félagslega reknu íbúðanna sé oft töluvert lægra. Þar skipti hækkandi húsnæðiskostnaður miklu um það hvernig leigusalar verðleggja eignir sínar, meðan óhagnaðardrifnu félögin fjármagni sig mögulega með hagkvæmari hætti og kostnaður þeirra hækki síður. „Það held ég að sé það sem veldur því að þessir tveir hópar eru að færast hvor frá öðrum,“ segir Jónas Atli.
Húsnæðismál Kjaramál Leigumarkaður Tengdar fréttir Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Sjá meira
Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41