Hlaupið í 40 ár Ingvar Sverrisson skrifar 24. ágúst 2024 08:01 Í dag á Reykjavíkurmaraþonið okkar 40 ára afmæli. Það voru miklir eldhugar sem reimuðu á sig skóna og stóðu að fyrsta maraþoninu 1984 og hleyptu af stað þessari skemmtilegu og góðu hefð. Frá 2003 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur, samtök íþróttafélaganna í Reykjavík, haft umsjón með og séð um framkvæmd hlaupsins. Íslandsbanki hefur verið öflugur stuðnings- og samstarfsaðili hlaupsins frá 1997. Í áranna rás hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega, í fyrsta hlaupinu voru 214 hlauparar, í heilu og hálfu maraþoni. Þegar þetta er skrifað stefnir í að það verði metþátttaka í hlaupinu í ár, það segir mikið um okkar góða starf að líkur eru á að þátttakendur verði yfir 4000 í heilu og hálfu maraþoni og þar að auki eru 6.500 sem hlaupa 10 km. Þessi mikli vöxtur væri ekki mögulegur nema fyrir það góða samstarf og samvinnu sem ÍBR hefur átt við íþróttafélögin og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Við hlaupið starfa nú yfir 600 sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum sem fá greitt fyrir störf sinna félagsmanna. Með þessum hætti er hlaupið mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttastarfið í borginni og um leið skemmtilegt félagslegt verkefni. ÍBR hefur lagt mikla áherslu á að bæta og efla umgjörð hlaupsins ár frá ári, að það uppfylli allar faglegar kröfur keppnishlaupara á hæsta getustigi en sé einnig stærsta lýðheilsuhátíð landsins það hefur tekist. Það er alveg einstakt í hlaupaheiminum hversu vel hefur tekist að flétta ólík markmið og hlutverk saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum með faglegt og vel skipulagt keppnishlaup þar sem hlauparar víða að úr heiminum keppast um sigur og að bæta sinn árangur á frábærri braut. Góður árangur hér hefur oft nýst hlaupurum til að fá aðgang að hlaupum úti í heimi. Síðan sjáum við þann breiða fjölda sem hleypur sér til heilsubótar og ánægju, ýmist á eigin vegum eða í hlaupa- og vinahópum. Maraþonið er oft hápunktur eða uppskeruhátíð eftir langan undirbúning og stífar æfingar. Svo er það Skemmtiskokkið, fyrir allt það fólk á öllum aldri sem hleypur sér og öðrum til ánægju og gleði. Þetta samspil eða samhlaup er eitt af því sem gerir Reykjavíkurmaraþonið að viðburði sem sameinar lýðheilsumarkmið ÍSÍ, UMFÍ og afrekshlaupara á einstakan hátt en er um leið ómissandi þáttur á Menningarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Það er mikilvægt að halda þessari sérstöðu áfram og tryggja þann breiða stuðning og sess sem hlaupið skipar í þjóðlífinu. Þá er ónefnt að síðan 2007 hefur verið hægt að heita á einstaka hlaupara til stuðnings góðgerðaverkefnum að þeirra vali. Það er gaman og hjartastyrkjandi að fylgjast með þeim fjölmörgu sem hlaupa til að styðja aðra með margvíslegum hætti og dregur fram með skýrum hætti hvernig hreyfing, lýðheilsa og samfélag fléttast saman. Hver einasta króna skilar sér til viðkomandi góðgerðafélags en Íslandsbanki hefur séð um allan kostnað þessu tengdu. Í fyrra söfnuðumst tæplega 200 miljónir króna og frá upphafi hafa safnast um 1.450 milljónir króna! Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka yfir 40 ára sögu Reykjavíkurmaraþonsins og ég er mjög stoltur af íþróttafélögunum hér í Reykjavík, að standa saman í því að láta okkur í ÍBR hafa umsjón með þessu stóra hlaupi. Og þá ekki síður af okkar frábæra starfsfólki sem sinnir þeim fjölmörgu verkefnum sem hlaupinu fylgja. Það er ekki rúm hér til að nefna fjölmargt annað merkilegt frá síðustu 40 árum, en það sem stendur alltaf upp úr er gleðin sem skín úr hverju andliti í hlaupinu, hvort sem það eru hlauparar eða áhorfendur og stuðningsmenn. Þessi gleði er kjarninn í hlaupinu og hana megum við aldrei missa. Til hamingju með afmælið! Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í dag á Reykjavíkurmaraþonið okkar 40 ára afmæli. Það voru miklir eldhugar sem reimuðu á sig skóna og stóðu að fyrsta maraþoninu 1984 og hleyptu af stað þessari skemmtilegu og góðu hefð. Frá 2003 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur, samtök íþróttafélaganna í Reykjavík, haft umsjón með og séð um framkvæmd hlaupsins. Íslandsbanki hefur verið öflugur stuðnings- og samstarfsaðili hlaupsins frá 1997. Í áranna rás hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega, í fyrsta hlaupinu voru 214 hlauparar, í heilu og hálfu maraþoni. Þegar þetta er skrifað stefnir í að það verði metþátttaka í hlaupinu í ár, það segir mikið um okkar góða starf að líkur eru á að þátttakendur verði yfir 4000 í heilu og hálfu maraþoni og þar að auki eru 6.500 sem hlaupa 10 km. Þessi mikli vöxtur væri ekki mögulegur nema fyrir það góða samstarf og samvinnu sem ÍBR hefur átt við íþróttafélögin og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Við hlaupið starfa nú yfir 600 sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum sem fá greitt fyrir störf sinna félagsmanna. Með þessum hætti er hlaupið mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttastarfið í borginni og um leið skemmtilegt félagslegt verkefni. ÍBR hefur lagt mikla áherslu á að bæta og efla umgjörð hlaupsins ár frá ári, að það uppfylli allar faglegar kröfur keppnishlaupara á hæsta getustigi en sé einnig stærsta lýðheilsuhátíð landsins það hefur tekist. Það er alveg einstakt í hlaupaheiminum hversu vel hefur tekist að flétta ólík markmið og hlutverk saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum með faglegt og vel skipulagt keppnishlaup þar sem hlauparar víða að úr heiminum keppast um sigur og að bæta sinn árangur á frábærri braut. Góður árangur hér hefur oft nýst hlaupurum til að fá aðgang að hlaupum úti í heimi. Síðan sjáum við þann breiða fjölda sem hleypur sér til heilsubótar og ánægju, ýmist á eigin vegum eða í hlaupa- og vinahópum. Maraþonið er oft hápunktur eða uppskeruhátíð eftir langan undirbúning og stífar æfingar. Svo er það Skemmtiskokkið, fyrir allt það fólk á öllum aldri sem hleypur sér og öðrum til ánægju og gleði. Þetta samspil eða samhlaup er eitt af því sem gerir Reykjavíkurmaraþonið að viðburði sem sameinar lýðheilsumarkmið ÍSÍ, UMFÍ og afrekshlaupara á einstakan hátt en er um leið ómissandi þáttur á Menningarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Það er mikilvægt að halda þessari sérstöðu áfram og tryggja þann breiða stuðning og sess sem hlaupið skipar í þjóðlífinu. Þá er ónefnt að síðan 2007 hefur verið hægt að heita á einstaka hlaupara til stuðnings góðgerðaverkefnum að þeirra vali. Það er gaman og hjartastyrkjandi að fylgjast með þeim fjölmörgu sem hlaupa til að styðja aðra með margvíslegum hætti og dregur fram með skýrum hætti hvernig hreyfing, lýðheilsa og samfélag fléttast saman. Hver einasta króna skilar sér til viðkomandi góðgerðafélags en Íslandsbanki hefur séð um allan kostnað þessu tengdu. Í fyrra söfnuðumst tæplega 200 miljónir króna og frá upphafi hafa safnast um 1.450 milljónir króna! Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka yfir 40 ára sögu Reykjavíkurmaraþonsins og ég er mjög stoltur af íþróttafélögunum hér í Reykjavík, að standa saman í því að láta okkur í ÍBR hafa umsjón með þessu stóra hlaupi. Og þá ekki síður af okkar frábæra starfsfólki sem sinnir þeim fjölmörgu verkefnum sem hlaupinu fylgja. Það er ekki rúm hér til að nefna fjölmargt annað merkilegt frá síðustu 40 árum, en það sem stendur alltaf upp úr er gleðin sem skín úr hverju andliti í hlaupinu, hvort sem það eru hlauparar eða áhorfendur og stuðningsmenn. Þessi gleði er kjarninn í hlaupinu og hana megum við aldrei missa. Til hamingju með afmælið! Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar