Við Hamingjusama fólkið vs. Þau óhamingjusömu Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:01 „Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“ Þessar tvær fullyrðingar flutu inn í svefndrukkinn huga minn þar sem ég opnaði augun og teygði syfjulega úr mér einn kaldan janúarmorgun fyrir nokkrum árum, nokkrum dögum eftir greiningu. Þarna kom ég sjálfri mér á óvart, settist snöggt upp í rúminu og spurði sjálfa mig, steinhissa: „Hvernig get ég verið hamingjusöm ef ég er með krabbamein?“ Og þar með uppgötvaði ég að Hamingjan er ekki skilyrt við góða heilsu, nokkuð sem ég hafði ómeðvitað staðið í trú um fram að því. „Þú átt ekkert ef þú hefur ekki heilsuna“ er setning sem ég hef oft heyrt í gegnum tíðina og þótt meiningin sé í grunninn jákvæð getur hún snúist gegn þeim sem minnst mega við því, þeim sem ekki hafa fulla heilsu. Jú, við ættum flest að bera meiri virðingu fyrir líkama okkar og vera þakklátari fyrir góða heilsu því við áttum okkur sjaldnast á þeim forréttindum að lifa í hraustum líkama fyrr en og ef við töpum þeim – og þarna tala ég af reynslu. Heilsan er okkur öllum mikilvæg og já, það getur verið auðveldara að upplifa vellíðan þegar við erum heilsuhraust, en það er varasamt að skilyrða Hamingjuna við heilsuna. Því um leið og við gerum það setjum við samasemmerki milli vanheilsu og óhamingju og þá erum við, sem samfélag, komin í ógöngur. Hvað með fólk sem getur aldrei fengið fulla heilsu? Hvað með fólk með langvarandi og ólæknandi sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega? Hvað með fólk með fötlun? Geta þau þá aldrei verið Hamingjusöm? Hvað með aldrað fólk sem horfir fram á þverrandi heilsu og getur aldrei orðið aftur jafnheilsuhraust og það eitt sinn var, erum við þá dæmd til að tapa Hamingjunni um leið og við verðum 67 ára? Hættan er sú að við sem samfélag förum að líta á þessa einstaklinga sem enn einn hópinn – hóp sem getur aldrei orðið hamingjusamur vegna heilsuleysis – og því hættum við að leggja eins mikið á okkur til að styðja við Hamingju þeirra. Við teljum feykinóg að sjá fyrir grunnþörfum aldraðra og öryrkja, en þykir annars tímasóun og óþarfa áreynsla að aðstoða þennan „hóp“ við að lifa Hamingjusömu lífi. Við hættum að leggja okkur fram því við sjáum ekki tilgang með því, þetta fólk geti hvort eð er aldrei orðið Hamingjusamt. En hver er undirstaða Hamingjunnar? Almennt er talað um þrjá mikilvæga stöpla til að viðhalda Hamingjunni. Að finnast við vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Að hafa tilgang og finnast vera þörf fyrir okkur. Að hafa góð félagsleg tengsl og eiga samskipti við annað fólk daglega. Takið eftir að ekki er minnst sérstaklega á heilsuna sem slíka í þessum þremur stöplum. Þú þarft ekki að vera ung og heilsuhraust til að geta tikkað í þessi box. En vissulega hjálpar góð heilsa til, hún er bara alls ekki skilyrði fyrir því að vera Hamingjusöm. Við þurfum því að vara okkur á því að útiloka stóran hluta samfélagsins frá Hamingjunni og gæta betur að hugsunarhætti okkar. Við getum öll verið Hamingjusöm og við eigum öll rétt á því að vera Hamingjusöm. Um leið og við samþykkjum þá hugsunarvillu að „sumir geti hvort eð er aldrei verið Hamingjusamir“ þá hættum við að reyna, hættum að sýna umhyggju, hættum að vera samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
„Ég er með krabbamein. Ég er hamingjusöm.“ Þessar tvær fullyrðingar flutu inn í svefndrukkinn huga minn þar sem ég opnaði augun og teygði syfjulega úr mér einn kaldan janúarmorgun fyrir nokkrum árum, nokkrum dögum eftir greiningu. Þarna kom ég sjálfri mér á óvart, settist snöggt upp í rúminu og spurði sjálfa mig, steinhissa: „Hvernig get ég verið hamingjusöm ef ég er með krabbamein?“ Og þar með uppgötvaði ég að Hamingjan er ekki skilyrt við góða heilsu, nokkuð sem ég hafði ómeðvitað staðið í trú um fram að því. „Þú átt ekkert ef þú hefur ekki heilsuna“ er setning sem ég hef oft heyrt í gegnum tíðina og þótt meiningin sé í grunninn jákvæð getur hún snúist gegn þeim sem minnst mega við því, þeim sem ekki hafa fulla heilsu. Jú, við ættum flest að bera meiri virðingu fyrir líkama okkar og vera þakklátari fyrir góða heilsu því við áttum okkur sjaldnast á þeim forréttindum að lifa í hraustum líkama fyrr en og ef við töpum þeim – og þarna tala ég af reynslu. Heilsan er okkur öllum mikilvæg og já, það getur verið auðveldara að upplifa vellíðan þegar við erum heilsuhraust, en það er varasamt að skilyrða Hamingjuna við heilsuna. Því um leið og við gerum það setjum við samasemmerki milli vanheilsu og óhamingju og þá erum við, sem samfélag, komin í ógöngur. Hvað með fólk sem getur aldrei fengið fulla heilsu? Hvað með fólk með langvarandi og ólæknandi sjúkdóma, bæði líkamlega og andlega? Hvað með fólk með fötlun? Geta þau þá aldrei verið Hamingjusöm? Hvað með aldrað fólk sem horfir fram á þverrandi heilsu og getur aldrei orðið aftur jafnheilsuhraust og það eitt sinn var, erum við þá dæmd til að tapa Hamingjunni um leið og við verðum 67 ára? Hættan er sú að við sem samfélag förum að líta á þessa einstaklinga sem enn einn hópinn – hóp sem getur aldrei orðið hamingjusamur vegna heilsuleysis – og því hættum við að leggja eins mikið á okkur til að styðja við Hamingju þeirra. Við teljum feykinóg að sjá fyrir grunnþörfum aldraðra og öryrkja, en þykir annars tímasóun og óþarfa áreynsla að aðstoða þennan „hóp“ við að lifa Hamingjusömu lífi. Við hættum að leggja okkur fram því við sjáum ekki tilgang með því, þetta fólk geti hvort eð er aldrei orðið Hamingjusamt. En hver er undirstaða Hamingjunnar? Almennt er talað um þrjá mikilvæga stöpla til að viðhalda Hamingjunni. Að finnast við vera við stjórnvölinn í eigin lífi. Að hafa tilgang og finnast vera þörf fyrir okkur. Að hafa góð félagsleg tengsl og eiga samskipti við annað fólk daglega. Takið eftir að ekki er minnst sérstaklega á heilsuna sem slíka í þessum þremur stöplum. Þú þarft ekki að vera ung og heilsuhraust til að geta tikkað í þessi box. En vissulega hjálpar góð heilsa til, hún er bara alls ekki skilyrði fyrir því að vera Hamingjusöm. Við þurfum því að vara okkur á því að útiloka stóran hluta samfélagsins frá Hamingjunni og gæta betur að hugsunarhætti okkar. Við getum öll verið Hamingjusöm og við eigum öll rétt á því að vera Hamingjusöm. Um leið og við samþykkjum þá hugsunarvillu að „sumir geti hvort eð er aldrei verið Hamingjusamir“ þá hættum við að reyna, hættum að sýna umhyggju, hættum að vera samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar