Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 11:02 Heimsmarkaðsverð á súkkulaði hefur hækkað mjög síðustu misseri. Stór pakkning af Góu-súkkulaðirúsínum hefur verið minnkuð úr 500 grömmum og niður í 420 grömm. Vísir/vilhelm Neytendur eru sífellt meðvitaðri um svokallaða shrinkflation, magnskerðingu, sem matvælaframleiðendur hafa gripið til svo hægt sé að forðast beinar verðhækkanir. Framkvæmdastjóri Bónuss segir erfitt að bregðast við magnskerðingu; helsta vopnið sé að halda vöruúrvali fjölbreyttu. Stór bjór á barnum er nærtækt dæmi um shrinkflation, eða magnskerðingu. Almenn stærð á honum, eins og margir muna eflaust, var eitt sinn 0,5 lítrar. Hún er nú víðast hvar 0,4 lítrar. Og ekki lækkar verðið í samræmi. Magnskerðingarhugtakið er ekki nýtt af nálinni. Það komst til að mynda í heimsfréttirnar árið 2016 þegar tilkynnt var að bilið milli stykkjanna í Toblerone yrði stækkað og súkkulaðið þannig minnkað; breyting sem horfið var frá vegna harkalegra viðbragða. Neytendasamtökin lýstu magskerðingu nú á dögunum sem verðhækkun í kyrrþey, vara minnkuð án vitundar neytenda en verðið stendur í stað. Og neytendur virðast æ meðvitaðri um aðferðina, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Við fáum dæmi, eins og farið er yfir í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Í frostpinnapakka frá Kjörís voru eitt sinn tíu pinnar en þeir eru nú átta. Því ber að halda til haga að fyrirtækið skrifar fækkun pinnanna alfarið á breytingu við framleiðslu; pakkaverð var lækkað samhliða en stykkjaverð á hverjum pinna hækkaði vissulega við breytinguna. Stór pakki af súkkulaðirúsínum frá Góu vó einu sinni 500 grömm en vegur nú 420 grömm. Og í Extra tyggjópakka voru forðum 25 stykki en þau eru nú aðeins 21. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss.Vísir/Arnar Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónuss segir fyrirtækið hafa fylgst vel með þessu síðustu ár. Lítið sé hægt að gera, annað en að stuðla að samkeppni. „Ef bara einn framleiðandinn er að fara í það að minnka vörurnar sínar en halda vöruverði eins, þá tökum við inn aðrar vörur á lægra verði í meira magni og getum ýtt undir það að fólk kaupi hagstæðari einingu,“ segir Björgvin. Snakk og sælgæti Hann bendir á þvottaefnið í hillunum á bak við hann sem dæmi. Þar hafi stórir, þekktir framleiðendur gerst sekir um magnskerðingu en þá sé passað að ódýrari og umfangsmeiri kostir standi fólki til boða á móti. Björgvin merkir ekki aukningu í magnskerðingu en þekkir til nokkurra dæma. „Snakkframleiðendur, þeir hafa bætt við lofti [svo umbúðir virðist stærri]. Og eflaust sælgæti, súkkulaði er orðið mikið dýrara út af hráefnisverði og þá er reynt að gera ýmislegt,“ segir Björgvin. „Það er hægt að horfa á þetta með tvennu móti, annað er að segja að framleiðendur séu að plata þig til að borga meira fyrir minna. En sumir eru að grípa til þessa ráðs til að geta komið vörunni út á þægilegri verðpunkti.“ Þá skal tekið fram að neytendur á magnskerðingarvaktinni hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Því hefur til að mynda verið velt upp hvort pylsubrauðin á Bæjarins beztu hafi verið minnkuð. Eigendur vísa því alfarið á bug. Umfang þjóðarréttarins stendur semsagt algjörlega óbreytt frá því sem áður var. Neytendur Verslun Matur Matvöruverslun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Stór bjór á barnum er nærtækt dæmi um shrinkflation, eða magnskerðingu. Almenn stærð á honum, eins og margir muna eflaust, var eitt sinn 0,5 lítrar. Hún er nú víðast hvar 0,4 lítrar. Og ekki lækkar verðið í samræmi. Magnskerðingarhugtakið er ekki nýtt af nálinni. Það komst til að mynda í heimsfréttirnar árið 2016 þegar tilkynnt var að bilið milli stykkjanna í Toblerone yrði stækkað og súkkulaðið þannig minnkað; breyting sem horfið var frá vegna harkalegra viðbragða. Neytendasamtökin lýstu magskerðingu nú á dögunum sem verðhækkun í kyrrþey, vara minnkuð án vitundar neytenda en verðið stendur í stað. Og neytendur virðast æ meðvitaðri um aðferðina, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Við fáum dæmi, eins og farið er yfir í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Í frostpinnapakka frá Kjörís voru eitt sinn tíu pinnar en þeir eru nú átta. Því ber að halda til haga að fyrirtækið skrifar fækkun pinnanna alfarið á breytingu við framleiðslu; pakkaverð var lækkað samhliða en stykkjaverð á hverjum pinna hækkaði vissulega við breytinguna. Stór pakki af súkkulaðirúsínum frá Góu vó einu sinni 500 grömm en vegur nú 420 grömm. Og í Extra tyggjópakka voru forðum 25 stykki en þau eru nú aðeins 21. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss.Vísir/Arnar Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónuss segir fyrirtækið hafa fylgst vel með þessu síðustu ár. Lítið sé hægt að gera, annað en að stuðla að samkeppni. „Ef bara einn framleiðandinn er að fara í það að minnka vörurnar sínar en halda vöruverði eins, þá tökum við inn aðrar vörur á lægra verði í meira magni og getum ýtt undir það að fólk kaupi hagstæðari einingu,“ segir Björgvin. Snakk og sælgæti Hann bendir á þvottaefnið í hillunum á bak við hann sem dæmi. Þar hafi stórir, þekktir framleiðendur gerst sekir um magnskerðingu en þá sé passað að ódýrari og umfangsmeiri kostir standi fólki til boða á móti. Björgvin merkir ekki aukningu í magnskerðingu en þekkir til nokkurra dæma. „Snakkframleiðendur, þeir hafa bætt við lofti [svo umbúðir virðist stærri]. Og eflaust sælgæti, súkkulaði er orðið mikið dýrara út af hráefnisverði og þá er reynt að gera ýmislegt,“ segir Björgvin. „Það er hægt að horfa á þetta með tvennu móti, annað er að segja að framleiðendur séu að plata þig til að borga meira fyrir minna. En sumir eru að grípa til þessa ráðs til að geta komið vörunni út á þægilegri verðpunkti.“ Þá skal tekið fram að neytendur á magnskerðingarvaktinni hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Því hefur til að mynda verið velt upp hvort pylsubrauðin á Bæjarins beztu hafi verið minnkuð. Eigendur vísa því alfarið á bug. Umfang þjóðarréttarins stendur semsagt algjörlega óbreytt frá því sem áður var.
Neytendur Verslun Matur Matvöruverslun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira