Kvíðir vetrinum vegna alvarlegs lyfjaskorts Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 20:02 Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ónæmis- og ofnæmislæknir. Vísir/Ívar fannar Læknir hefur þungar áhyggjur af skorti á astmalyfjum fyrir ung börn, sem reiknað er með að verði viðvarandi næstu átta mánuði hið minnsta. Skorturinn gæti haft alvarlegar afleiðingar í vetur. Landlægur skortur á innúðalyfjum við astma í ungum börnum hefur verið viðvarandi í talsverðan tíma - en sendingar hafa þó hingað til borist inn á milli. Nú er hins vegar svo komið að algjör skortur á Seretide, helsta astmalyfinu sem notað er, blasir við næstu átta mánuði; út apríl á næsta ári. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir börnin sem eru með astma og fjölskyldur þeirra og okkur öll bara,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu eru til, eða senn væntanleg, önnur lyf sem nota má í staðinn meðan skorturinn varir. Melkorka segir þau lyf þó aðeins búa yfir hluta af þeirri virkni sem þarf. Þá eru til lyf í duftformi en ung börn séu hreinlega ekki fær um að taka þau inn. „Afleiðingin er að maður er ekki að velja lyfin sem maður heldur að virki best og maður er heldur ekki að nota skammtana sem maður myndi helst kjósa, sem mér finnst skipta miklu máli að maður geti gert.“ Veturinn kvíðvænlegur Skorturinn skrifast á framleiðandann, sem annar ekki eftirspurn. Og Melkorka kvíðir vetrinum. „Þegar kuldinn og kvefpestirnar koma og herja á okkur. Og það er ekki það sem er best fyrir fólk með astma, eða börn með astma. Þetta eru tveir helstu hvatar astmaversnana þannig að ég hef miklar áhyggjur af ástandinu. Og það sem fólk mun náttúrulega þurfa að gera, ef astmameðhöndlunin er ekki nógu góð heima, er að leita á spítalana, bráðamóttökuna. Sem er heldur ekki það sem okkur vantar.“ Melkorka telur nauðsynlegt að leita strax annarra lausna. Sjálf fær hún daglega símtöl frá foreldrum sem vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við ástandinu. „Fólk er að hringja í apótek og keyra í apótek úti á landi, keyra til að ná í síðustu eintökin af hinu og þessu. Og þetta er búið að vera svona í marga mánuði, þetta var líka vandamál núna í vetur.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Landlægur skortur á innúðalyfjum við astma í ungum börnum hefur verið viðvarandi í talsverðan tíma - en sendingar hafa þó hingað til borist inn á milli. Nú er hins vegar svo komið að algjör skortur á Seretide, helsta astmalyfinu sem notað er, blasir við næstu átta mánuði; út apríl á næsta ári. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir börnin sem eru með astma og fjölskyldur þeirra og okkur öll bara,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu eru til, eða senn væntanleg, önnur lyf sem nota má í staðinn meðan skorturinn varir. Melkorka segir þau lyf þó aðeins búa yfir hluta af þeirri virkni sem þarf. Þá eru til lyf í duftformi en ung börn séu hreinlega ekki fær um að taka þau inn. „Afleiðingin er að maður er ekki að velja lyfin sem maður heldur að virki best og maður er heldur ekki að nota skammtana sem maður myndi helst kjósa, sem mér finnst skipta miklu máli að maður geti gert.“ Veturinn kvíðvænlegur Skorturinn skrifast á framleiðandann, sem annar ekki eftirspurn. Og Melkorka kvíðir vetrinum. „Þegar kuldinn og kvefpestirnar koma og herja á okkur. Og það er ekki það sem er best fyrir fólk með astma, eða börn með astma. Þetta eru tveir helstu hvatar astmaversnana þannig að ég hef miklar áhyggjur af ástandinu. Og það sem fólk mun náttúrulega þurfa að gera, ef astmameðhöndlunin er ekki nógu góð heima, er að leita á spítalana, bráðamóttökuna. Sem er heldur ekki það sem okkur vantar.“ Melkorka telur nauðsynlegt að leita strax annarra lausna. Sjálf fær hún daglega símtöl frá foreldrum sem vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við ástandinu. „Fólk er að hringja í apótek og keyra í apótek úti á landi, keyra til að ná í síðustu eintökin af hinu og þessu. Og þetta er búið að vera svona í marga mánuði, þetta var líka vandamál núna í vetur.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira