„Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 10:29 Eyþór segir að taka þurfi á hnífaburði ungmenna eins og um sé að ræða lýðheilsumál. Vísir/Arnar Öryggis- og löggæslufræðingur segir vafasamt ætli lögregla að fara að leita á ungmennum til að koma í veg fyrir hnífaburð. Það leiði líklega til þess að spjótum verði beint að börnum innflytjenda og fólki af erlendum uppruna. Eyþór Víðisson öryggis- og löggæslufræðingur ræddi hnífaburð ungmenna í Reykjavík síðdegis í gær. Hann segir þróunina sem á sér stað hérlendis í takt við það sem hefur verið í Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Við séum bara nokkrum árum á eftir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali í gær að grípa þurfi inn í þessa þróun. Ríkisstjórnin ræði nú að taka forgangsröðun til endurskoðunar og vilji standi til að auka sýnileika lögreglu. „Það er alveg rétt hjá honum að þetta þarf að vera á borði nokkurra ráðuneyta, þetta á ekki bara heima hjá dómsmálaráðuneyti, ekki bara hjá félagsmálaráðuneyti, ekki bara heilbrigðis. Þetta er mikið samvinnuverkefni. Fyrir mér er þetta kannski minna löggæslumál en lýðheilsumál,“ segir Eyþór. Ekki sniðugt að stoppa og leita Hann segir að herða þurfi löggjöf og fara í forvarnaraðgerðir líkt og gert var fyrir nokkrum misserum til að sporna við reykingum ungmenna. Inntur eftir því hvort sniðugt væri af lögreglu að stöðva ungmenni og leita að hnífum segir Eyþór málið vera vandasamt. „Við þurfum aðeins að gæta okkar þegar kemur að því sem er kallað stoppa og leita. Að stoppa ungt fólk, að ástæðulausu jafnvel til að koma í veg fyrir hnífaburð,“ segir Eyþór. „Það sem gerist er að það er enginn staðalmynd af afbrotaunglingi. Þetta er bara venjulegt fólk sem er að gera hluti af sér. Misjafnlega alvarlega. Það sem lögregla fer svolítið að gera, og lögregla í Bretlandi hefur gert, er að þeir eru farnir að leita á lituðum ungmennum. Fólki af erlendum uppruna og fólk sem er í þeim hverfum þar sem hlutfall litaðra er hærra. Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum þar.“ Styður háar fjársektir Hann segist sjálfur þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla séu rétta leiðin til að sporna við þessari þróun. „Ef við herðum viðurlögin, gerum þetta að svolítið stóru máli, þá kannski hugsa sig einhverjir um að taka með sér hníf í skólann eða á djammið. Það þá klárlega borgar sig ekki ef það eru sektir, eftirfylgni, barnavernd, lögregla, skólinn. Að það verði svolítið mál að vera tekinn með hníf. Það er í rauninni ekkert mál núna,“ segir Eyþór. „Svo er ég frekar hrifinn af sektum. Ef menn eru orðnir átján ára þá á bara að sekta. Hvað ertu að gera með hníf í miðbænum á Menningarnótt? Þú ert ekki að veiða, þú ert ekki smiður. 60 þúsund, 90 þúsund. Bara aðeins til að slá á úlnliðinn á fólki.“ Hlusta má á viðtalið við Eyþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Eyþór Víðisson öryggis- og löggæslufræðingur ræddi hnífaburð ungmenna í Reykjavík síðdegis í gær. Hann segir þróunina sem á sér stað hérlendis í takt við það sem hefur verið í Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Við séum bara nokkrum árum á eftir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali í gær að grípa þurfi inn í þessa þróun. Ríkisstjórnin ræði nú að taka forgangsröðun til endurskoðunar og vilji standi til að auka sýnileika lögreglu. „Það er alveg rétt hjá honum að þetta þarf að vera á borði nokkurra ráðuneyta, þetta á ekki bara heima hjá dómsmálaráðuneyti, ekki bara hjá félagsmálaráðuneyti, ekki bara heilbrigðis. Þetta er mikið samvinnuverkefni. Fyrir mér er þetta kannski minna löggæslumál en lýðheilsumál,“ segir Eyþór. Ekki sniðugt að stoppa og leita Hann segir að herða þurfi löggjöf og fara í forvarnaraðgerðir líkt og gert var fyrir nokkrum misserum til að sporna við reykingum ungmenna. Inntur eftir því hvort sniðugt væri af lögreglu að stöðva ungmenni og leita að hnífum segir Eyþór málið vera vandasamt. „Við þurfum aðeins að gæta okkar þegar kemur að því sem er kallað stoppa og leita. Að stoppa ungt fólk, að ástæðulausu jafnvel til að koma í veg fyrir hnífaburð,“ segir Eyþór. „Það sem gerist er að það er enginn staðalmynd af afbrotaunglingi. Þetta er bara venjulegt fólk sem er að gera hluti af sér. Misjafnlega alvarlega. Það sem lögregla fer svolítið að gera, og lögregla í Bretlandi hefur gert, er að þeir eru farnir að leita á lituðum ungmennum. Fólki af erlendum uppruna og fólk sem er í þeim hverfum þar sem hlutfall litaðra er hærra. Löggan er ekki að fara að labba í gegnum Garðabæ og leita á ungmennum þar.“ Styður háar fjársektir Hann segist sjálfur þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla séu rétta leiðin til að sporna við þessari þróun. „Ef við herðum viðurlögin, gerum þetta að svolítið stóru máli, þá kannski hugsa sig einhverjir um að taka með sér hníf í skólann eða á djammið. Það þá klárlega borgar sig ekki ef það eru sektir, eftirfylgni, barnavernd, lögregla, skólinn. Að það verði svolítið mál að vera tekinn með hníf. Það er í rauninni ekkert mál núna,“ segir Eyþór. „Svo er ég frekar hrifinn af sektum. Ef menn eru orðnir átján ára þá á bara að sekta. Hvað ertu að gera með hníf í miðbænum á Menningarnótt? Þú ert ekki að veiða, þú ert ekki smiður. 60 þúsund, 90 þúsund. Bara aðeins til að slá á úlnliðinn á fólki.“ Hlusta má á viðtalið við Eyþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Drengurinn fluttur á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 30. ágúst 2024 13:26
Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13
Þörf á fleiri lögreglumönnum á djammið í Reykjavík Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum. 29. ágúst 2024 21:02