Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. september 2024 11:30 Óskar Guðjónsson og Magnús Jóhann eru að gefa út plötu saman. Eva Schram „Við spilum fyrst og fremst af kærum sköpunarkrafti,“ segir píanóleikarinn Magnús Jóhann. Hann hefur undanfarin ár unnið að plötu ásamt saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og hefur sköpunarferlið meðal annars einkennst af góðum samtölum þeirra á milli. Þeir frumsýna hér tónlistarmyndband við lag af plötunni. „Platan okkar Fermented Friendship kemur út 20. september en við vorum að senda frá okkur lagið Greindargerjun, sem er eftir Óskar. Við gerðum þetta tónlistarmyndband í beinni með leikstjóranum Ella Sveins,“ segir Magnús Jóhann í samtali við blaðamann. View this post on Instagram A post shared by Magnús Jóhann Ragnarsson (@magnus__johann) Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Magnús Jóhann & Óskar Guðjónsson - Greindargerjun Live session No.3 Tóku plötuna upp í Hörpu Magnús Jóhann og Óskar tóku plötuna upp í Hörpu í fyrra í Norðurljósasalnum. „Okkur langaði mikið að prófa að taka upp þar, nota flyglana og einstaka hljóðið sem fylgir salnum, það er líka mjög lifandi og gott fyrir saxófóninn.“ Óskar og Magnús Jóhann hafa þekkst í þó nokkur ár og unnið saman endrum og eins með tónlistarfólki á borð við Bríeti og Moses Hightower. „Þetta verkefni okkar byrjaði svo árið 2022. Ég nálgaðist Óskar með þá hugmynd að gera dúó polötu fyrir píanó og sax og semja aðeins laglínudrifnari lög.“ Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson nálgast listina á sambærilegan hátt.Eva Schram Óskar sló til og í heilan vetur hittumst þeir vikulega eða oftar til þess að spjalla saman og æfa. „Þetta endaði svo þannig að ég samdi helminginn af plötunni og Óskar hinn helminginn. Við æfðum útsetningarnar og tókum svo upp í Hörpu með Bergi Þórissyni. Þetta tekur auðvitað alltaf tíma og við erum báðir með ýmis verkefni alltaf í gangi,“ segir Magnús Jóhann og bætir við: „Ég er mjög kátur yfir þessu verkefni. Við erum komnir með vínylinn og þetta er virkilega flott hönnun frá Halldóri Eldjárn og Steingrími Gauta. Eva Schram tók sömuleiðis geggjaðar myndir fyrir umslagið og Bergur Ebbi skrifaði texta inn í plötuna, svokallaða liner notes.“ Því er víst að úrvalslið íslensks listafólks kom að verkefninu. Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson við upptöku í Hörpu.Eva Schram Kær sköpunarkraftur og mikilvæg samtöl Samvinnan gekk að sögn Magnúsar Jóhanns mjög vel. „Ég held að við lærum klárlega af hvor öðrum eða ég læri í það minnsta helling af honum, enda er Óskar mikill reynslubolti og 20 árum eldri en ég. Við eigum líka margt sameiginlegt, við deilum ákveðinni sýn á músík og erum með sameiginlegan grundvöll fyrir okkar tónlistarsköpun. Okkar sýn á tónlist og af hverju maður gerir tónlist var órjúfanlegur partur af þessu sköpunarferli. Þessir vikulegu hittingar þar sem við vorum að æfa og kjafta voru til dæmis stór hluti af því. Oft var kjaftað kannski í einn og hálfan tíma og svo snertum við rétt á laginu. Útgáfan væri allt öðruvísi ef við hefðum ekki kjaftað svona mikið. Og auðvitað spiluðum við heilan helling líka. Óskar er náttúrulega svo magnaður listamaður sem hefur fengist við alls konar. Hann er einn fremsti saxófón leikari í Evrópu og jafnvel í heiminum með algjörlega einstakan hljóm. Ekki nóg með það þá hefur hann lika þessa sýn á sína listsköpun, þessa nálgun hans á músík sem er engri lík. Það er engin íþróttamennska í fyrirrúmi, við erum ekki að skapa eða spila nema af kærum sköpunarkrafti. “ Óskar Guðjónsson er framúrskarandi saxófón leikari.Eva Schram Platan kemur sem áður segir út 20. september og verður til sölu í öllum helstu plötuverslunum landsins. „Við Óskar verðum með tónleika í Hofi á Akureyri 19. september daginn fyrir útgáfu og svo í Hljómahöllinni í Keflavík sunnudaginn 22. september,“ segir Magnús Jóhann að lokum. Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson á spjalli.Eva Schram Hér má horfa á tónlistarmyndbandið á streymisveitunni Youtube og hér má hlusta á lagið á Spotify. Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Platan okkar Fermented Friendship kemur út 20. september en við vorum að senda frá okkur lagið Greindargerjun, sem er eftir Óskar. Við gerðum þetta tónlistarmyndband í beinni með leikstjóranum Ella Sveins,“ segir Magnús Jóhann í samtali við blaðamann. View this post on Instagram A post shared by Magnús Jóhann Ragnarsson (@magnus__johann) Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Magnús Jóhann & Óskar Guðjónsson - Greindargerjun Live session No.3 Tóku plötuna upp í Hörpu Magnús Jóhann og Óskar tóku plötuna upp í Hörpu í fyrra í Norðurljósasalnum. „Okkur langaði mikið að prófa að taka upp þar, nota flyglana og einstaka hljóðið sem fylgir salnum, það er líka mjög lifandi og gott fyrir saxófóninn.“ Óskar og Magnús Jóhann hafa þekkst í þó nokkur ár og unnið saman endrum og eins með tónlistarfólki á borð við Bríeti og Moses Hightower. „Þetta verkefni okkar byrjaði svo árið 2022. Ég nálgaðist Óskar með þá hugmynd að gera dúó polötu fyrir píanó og sax og semja aðeins laglínudrifnari lög.“ Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson nálgast listina á sambærilegan hátt.Eva Schram Óskar sló til og í heilan vetur hittumst þeir vikulega eða oftar til þess að spjalla saman og æfa. „Þetta endaði svo þannig að ég samdi helminginn af plötunni og Óskar hinn helminginn. Við æfðum útsetningarnar og tókum svo upp í Hörpu með Bergi Þórissyni. Þetta tekur auðvitað alltaf tíma og við erum báðir með ýmis verkefni alltaf í gangi,“ segir Magnús Jóhann og bætir við: „Ég er mjög kátur yfir þessu verkefni. Við erum komnir með vínylinn og þetta er virkilega flott hönnun frá Halldóri Eldjárn og Steingrími Gauta. Eva Schram tók sömuleiðis geggjaðar myndir fyrir umslagið og Bergur Ebbi skrifaði texta inn í plötuna, svokallaða liner notes.“ Því er víst að úrvalslið íslensks listafólks kom að verkefninu. Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson við upptöku í Hörpu.Eva Schram Kær sköpunarkraftur og mikilvæg samtöl Samvinnan gekk að sögn Magnúsar Jóhanns mjög vel. „Ég held að við lærum klárlega af hvor öðrum eða ég læri í það minnsta helling af honum, enda er Óskar mikill reynslubolti og 20 árum eldri en ég. Við eigum líka margt sameiginlegt, við deilum ákveðinni sýn á músík og erum með sameiginlegan grundvöll fyrir okkar tónlistarsköpun. Okkar sýn á tónlist og af hverju maður gerir tónlist var órjúfanlegur partur af þessu sköpunarferli. Þessir vikulegu hittingar þar sem við vorum að æfa og kjafta voru til dæmis stór hluti af því. Oft var kjaftað kannski í einn og hálfan tíma og svo snertum við rétt á laginu. Útgáfan væri allt öðruvísi ef við hefðum ekki kjaftað svona mikið. Og auðvitað spiluðum við heilan helling líka. Óskar er náttúrulega svo magnaður listamaður sem hefur fengist við alls konar. Hann er einn fremsti saxófón leikari í Evrópu og jafnvel í heiminum með algjörlega einstakan hljóm. Ekki nóg með það þá hefur hann lika þessa sýn á sína listsköpun, þessa nálgun hans á músík sem er engri lík. Það er engin íþróttamennska í fyrirrúmi, við erum ekki að skapa eða spila nema af kærum sköpunarkrafti. “ Óskar Guðjónsson er framúrskarandi saxófón leikari.Eva Schram Platan kemur sem áður segir út 20. september og verður til sölu í öllum helstu plötuverslunum landsins. „Við Óskar verðum með tónleika í Hofi á Akureyri 19. september daginn fyrir útgáfu og svo í Hljómahöllinni í Keflavík sunnudaginn 22. september,“ segir Magnús Jóhann að lokum. Magnús Jóhann og Óskar Guðjónsson á spjalli.Eva Schram Hér má horfa á tónlistarmyndbandið á streymisveitunni Youtube og hér má hlusta á lagið á Spotify.
Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira