Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. september 2024 20:01 „Eftir þrettán ára samband þá höfum við einnig þroskast saman og gengið í gegnum margt sem hefur styrkt okkur enn meira,“ segir Sylvía Erla Melsted, frumkvöðull og tónlistarkona, í viðtali við Makamál. Sylvía og kærastinn hennar, Róbert Frey Smaniego, oft þekktur sem Done-gæinn, byrjuðu saman þegar þau voru fimmtán ára gömul. Á þeim tíma bjó Sylvía á Seltjarnarnesi og Róbert í Keflavík. Sylvía segir samband þeirra einkennast af virðingu og samheldni. „Við leyfum hvoru öðru að fá að vera eins og við erum og blómstra sem einstaklingar, en erum alltaf hundrað prósent til staðar fyrir hvort annað.“ Sylvía birtist Íslendingum fyrst í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2013 með laginu Stund með þér. Síðan þá hefur hún gefið út tónlist, barnabókina um hundinn Oreo og heimildarmyndina Lesblinda. Í október næstkomandi mun hún koma fram á tónleikum Bestu lög barnanna ásamt Árna Beinteini í Silfurbergi í Hörpu. Sylvía situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvernig kynntust þið? Við vissum af hvort öðru en fyrsta spjallið sem við áttum var í gegnum facebook. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Róbert minnir mig, eða við bæði bara. Fyrsti kossinn ykkar? Heima hjá mér. Hvernig var fyrsta stefnumótið? Við vorum svo ung að það var ekkert stefnumót heldur töluðum við saman mjög mikið í síma. Hann bjó í Keflavík og ég á Seltjarnarnesi. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Yndislegu. Við leyfum hvoru öðru að fá að vera eins og við erum og blómstra sem einstaklingar, en erum alltaf hundrað prósent til staðar fyrir hvort annað. Eftir þrettán ára samband þá höfum við einnig þroskast saman og gengið í gegnum margt sem hefur styrkt okkur enn meira. Hvað er rómantískt stefnumót fyrir þér? Ég elska allt sem vel skipulagt og öll „smáatriði“ eru vel plönuð til þess að gleðja maka þinn. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin? Notebook er klárlega í uppáhaldi hjá okkur báðum. Lagið okkar? Beautiful með söngvaranum BAZZI. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Ójá, við elskum hreyfingu og vera að hafa nóg fyrir stafni. Áhugamálin okkar eru golf, útivist, ferðalög og að ræða viðskipti. Hvort ykkar eldar meira? Ég, ekki spurning. Ég held samt að það muni breytast bráðlega þegar Róbert fer að læra að elda og fær áhugann á því. Þá mun hann taka yfir, ef hann tekur sér eitthvað fyrir hendur þá fer hann alla leið. Haldið þið upp á sambandsafmælið? Já alltaf. Eruði rómantísk? Já ég myndi segja það, ég er allavegana rosalega rómantísk. Hvað var fyrsta gjöfin sem þú gafst kærastanum mínum? Ætli það hafi ekki verið fótboltaskór. Hvað var fysta gjöfin sem hann gaf þér? Hann gaf mér hálft hjarta hálsmenn með dagsetningunni sem við byrjuðum saman, hann átti síðan hinn helminginn á móti. Kærastinn minn er: DONE-gæinn Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: Ótrúlega fallegur, þrjóskur og góð manneskja. Rómantískasti staður á landinu? Heima hjá okkur. En í heiminum? Lake como og suður-Frakkland. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Eftir þetta mörg á eigum við endalaust af fyndnum minningum. Ég hreinlega get ekki valið eitt augnablik. Eitt sem er víst er að það er alvöru veisla að hafa Róbert í lífi sínu alla daga og efni í alvöru fyndna raunveruleika þætti. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Áfram gakk. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Eins hamingjusöm og við erum núna með fjölskyldu og eigin rekstur. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Held það skiptir máli að leyfa hvoru öðru að vera eins og það er. Ekki breyta viðkomandi. Leyfa hvert öðru að blómstra sem einstaklingar. Þá er svo auðvelt að gefa af sér og elska. Ást er ... Að elska hvort annað eins og það nákvæmlega er. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á [email protected]. Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sylvía og kærastinn hennar, Róbert Frey Smaniego, oft þekktur sem Done-gæinn, byrjuðu saman þegar þau voru fimmtán ára gömul. Á þeim tíma bjó Sylvía á Seltjarnarnesi og Róbert í Keflavík. Sylvía segir samband þeirra einkennast af virðingu og samheldni. „Við leyfum hvoru öðru að fá að vera eins og við erum og blómstra sem einstaklingar, en erum alltaf hundrað prósent til staðar fyrir hvort annað.“ Sylvía birtist Íslendingum fyrst í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2013 með laginu Stund með þér. Síðan þá hefur hún gefið út tónlist, barnabókina um hundinn Oreo og heimildarmyndina Lesblinda. Í október næstkomandi mun hún koma fram á tónleikum Bestu lög barnanna ásamt Árna Beinteini í Silfurbergi í Hörpu. Sylvía situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvernig kynntust þið? Við vissum af hvort öðru en fyrsta spjallið sem við áttum var í gegnum facebook. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Róbert minnir mig, eða við bæði bara. Fyrsti kossinn ykkar? Heima hjá mér. Hvernig var fyrsta stefnumótið? Við vorum svo ung að það var ekkert stefnumót heldur töluðum við saman mjög mikið í síma. Hann bjó í Keflavík og ég á Seltjarnarnesi. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Yndislegu. Við leyfum hvoru öðru að fá að vera eins og við erum og blómstra sem einstaklingar, en erum alltaf hundrað prósent til staðar fyrir hvort annað. Eftir þrettán ára samband þá höfum við einnig þroskast saman og gengið í gegnum margt sem hefur styrkt okkur enn meira. Hvað er rómantískt stefnumót fyrir þér? Ég elska allt sem vel skipulagt og öll „smáatriði“ eru vel plönuð til þess að gleðja maka þinn. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin? Notebook er klárlega í uppáhaldi hjá okkur báðum. Lagið okkar? Beautiful með söngvaranum BAZZI. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Ójá, við elskum hreyfingu og vera að hafa nóg fyrir stafni. Áhugamálin okkar eru golf, útivist, ferðalög og að ræða viðskipti. Hvort ykkar eldar meira? Ég, ekki spurning. Ég held samt að það muni breytast bráðlega þegar Róbert fer að læra að elda og fær áhugann á því. Þá mun hann taka yfir, ef hann tekur sér eitthvað fyrir hendur þá fer hann alla leið. Haldið þið upp á sambandsafmælið? Já alltaf. Eruði rómantísk? Já ég myndi segja það, ég er allavegana rosalega rómantísk. Hvað var fyrsta gjöfin sem þú gafst kærastanum mínum? Ætli það hafi ekki verið fótboltaskór. Hvað var fysta gjöfin sem hann gaf þér? Hann gaf mér hálft hjarta hálsmenn með dagsetningunni sem við byrjuðum saman, hann átti síðan hinn helminginn á móti. Kærastinn minn er: DONE-gæinn Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: Ótrúlega fallegur, þrjóskur og góð manneskja. Rómantískasti staður á landinu? Heima hjá okkur. En í heiminum? Lake como og suður-Frakkland. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Eftir þetta mörg á eigum við endalaust af fyndnum minningum. Ég hreinlega get ekki valið eitt augnablik. Eitt sem er víst er að það er alvöru veisla að hafa Róbert í lífi sínu alla daga og efni í alvöru fyndna raunveruleika þætti. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Áfram gakk. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Eins hamingjusöm og við erum núna með fjölskyldu og eigin rekstur. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Held það skiptir máli að leyfa hvoru öðru að vera eins og það er. Ekki breyta viðkomandi. Leyfa hvert öðru að blómstra sem einstaklingar. Þá er svo auðvelt að gefa af sér og elska. Ást er ... Að elska hvort annað eins og það nákvæmlega er. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á [email protected].
Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira