Meinleg fljótfærni að umdeild færsla FÍB fór í loftið Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 11:52 Runólfur segir búið að kryfja það innanhúss hvernig misvísandi færsla um afkastagetu bíla og strætó birtist á vefsíðu FÍB í gær. Myndin hægra megin fylgdi færslu FÍB í gær. Vísir Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að fljótfærni hafi verið um að kenna að umdeild færsla um flutningsgetu einkabíla og almenningsvagna birtist á vef þess í gær. Efni hennar hafi verið þvert á það sem félagið vilji standa fyrir. Færsla sem birtist á vef FÍB þar sem fullyrt var að strætó væri ekki afkastameiri en einkabíllinn í að flytja fólk vakti töluverða athygli í gær. Tölur um afkastagetu einkabílana var leiðrétt síðar um daginn en hún hafði verið margfalt ofmetin í upphaflegu færslunni. Reiknifræðingur sem Vísir ræddi við sagði útreikninga FÍB ekki standast skoðun jafnvel eftir leiðréttinguna. Í samtali við Vísi viðurkennir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að það hafi verið meinleg villa að færslan var birt og forsendur hennar hafi byggst á fljótfærni við úrvinnslu á tölum. „Við vitum það að þótt þú getir sýnt fram á eitthvað með forsendum sem þú býrð til þá eru þær ekkert raunverulegar við aðstæður. Þótt þú getir reiknað þig að einhverri niðurstöðu er ekki þar með sagt að það sé rétt framsetning. Það er bara þvert á það sem félagið vill standa fyrir,“ segir Runólfur sem segist á endanum sjálfur ábyrgur fyrir því að færslan fór út sem framkvæmdastjóri. Í afsökunarbeiðni sem var birt á vefsíðu FÍB í dag sagði að samanburðurinn í upphaflegu færslunni hefði verið ósanngjarn að rangt hefði verið að birta hann. Vinnubrögð sem þau vilja ekki vera þekkt fyrir Hann segist ekki vita hvaðan tölurnar úr færslunni komu upphaflega. Svo virðist sem að forsendurnar og tölurnar sem komu fram í færslunni hafi verið til umræðu í Facebook-hópi nýlega og að þær hafi verið fengnar með því að meta gervigreindarforrit á ákveðnum forsendum. „Það gæti verið. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig menn komust að þessu. Eins og ég segi þá er búið að fara yfir þetta hérna innanbúðar og þetta á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir hann. Runólfur segir FÍB leggja mikla áherslu á mikilvægi almenningssamgangna og sem fjölbreyttasta ferðamáta fólks almennt. „Það hefur verið stefna félagsins í áraraðir. Þetta er bara þvert á stefnumótun sem hefur verið unnin hér. Eins og ég segi þá er það mjög meinlegt að þetta skyldi hafa farið út.“ Bílar Strætó Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Færsla sem birtist á vef FÍB þar sem fullyrt var að strætó væri ekki afkastameiri en einkabíllinn í að flytja fólk vakti töluverða athygli í gær. Tölur um afkastagetu einkabílana var leiðrétt síðar um daginn en hún hafði verið margfalt ofmetin í upphaflegu færslunni. Reiknifræðingur sem Vísir ræddi við sagði útreikninga FÍB ekki standast skoðun jafnvel eftir leiðréttinguna. Í samtali við Vísi viðurkennir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að það hafi verið meinleg villa að færslan var birt og forsendur hennar hafi byggst á fljótfærni við úrvinnslu á tölum. „Við vitum það að þótt þú getir sýnt fram á eitthvað með forsendum sem þú býrð til þá eru þær ekkert raunverulegar við aðstæður. Þótt þú getir reiknað þig að einhverri niðurstöðu er ekki þar með sagt að það sé rétt framsetning. Það er bara þvert á það sem félagið vill standa fyrir,“ segir Runólfur sem segist á endanum sjálfur ábyrgur fyrir því að færslan fór út sem framkvæmdastjóri. Í afsökunarbeiðni sem var birt á vefsíðu FÍB í dag sagði að samanburðurinn í upphaflegu færslunni hefði verið ósanngjarn að rangt hefði verið að birta hann. Vinnubrögð sem þau vilja ekki vera þekkt fyrir Hann segist ekki vita hvaðan tölurnar úr færslunni komu upphaflega. Svo virðist sem að forsendurnar og tölurnar sem komu fram í færslunni hafi verið til umræðu í Facebook-hópi nýlega og að þær hafi verið fengnar með því að meta gervigreindarforrit á ákveðnum forsendum. „Það gæti verið. Ég viðurkenni að ég veit ekki hvernig menn komust að þessu. Eins og ég segi þá er búið að fara yfir þetta hérna innanbúðar og þetta á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir hann. Runólfur segir FÍB leggja mikla áherslu á mikilvægi almenningssamgangna og sem fjölbreyttasta ferðamáta fólks almennt. „Það hefur verið stefna félagsins í áraraðir. Þetta er bara þvert á stefnumótun sem hefur verið unnin hér. Eins og ég segi þá er það mjög meinlegt að þetta skyldi hafa farið út.“
Bílar Strætó Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira