Þjóðarátak, hvað svo? Davíð Bergmann skrifar 4. september 2024 12:31 Það hafa verið nokkur þjóðarátök sem við höfum farið í við Íslendingar í gegnum tíðina eins og að vinna gegn áfengisdrykkju ungmenna og Vímulaust Ísland árið 2000, bara svo ég nefni tvennt af fjölmörgu. Nú ætlum við í enn eitt þjóðarátakið en það er gegn hnífaburði ungmenna. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þjóðarátökum hins vegar. Hverju þau skila til langs tíma finnst mér vera eitthvað sem við ættum að horfa til. Ég er samt meira inni í þeirri hugmyndafræði að takast á við svona vá sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig frekar en fara í átak, þannig held ég að við náum betri árangri og sér í lagi í svona viðkvæmum málaflokki, en til þess að það takist þarf að vera gott stoðþjónustukerfi í landinu. Sá hryllilegi harmleikur sem gerðist á menningarnótt varð til þess að við vöknuðum en ég minni á að það hefur ítrekað verið minnst á hvert við værum að stefna í þessum málum af fullt af aðilum í gegnum árin, m.a. hef ég gert það. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum í gegnum tíðina um að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna hér landi, farið í mörg tilgangslaus viðtöl í útvarpi svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla rétt að vona að þetta átak verði ekki notað í pólitískum tilgangi til að berja sér á brjóst því ef það verður gert er það andskoti hart í ljósi þess að á þetta hefur verið bent í áratugi hvert við höfum verið að stefna. Því miður hefur það verið þannig í gegnum tíðina að fórnirnar hafa verið dýrar áður en nokkuð er gert og gripið til aðgerða, það hefur sagan sýnt okkur í gegnum árin hér á landi. En til hverra ætlum við að ná í þetta sinn? Verða það „Nonna norm“-krakkarnir sem ráða vel við lífið og koma til með að nýta sér fjórðu iðnbyltinguna í framtíðinni. Þessi sem fara flest ósködduð inn í fullorðinsárin, ekki með vonda skólareynslu á bakinu eða langa áfallasögu? Eða ætlum við að beina spjótunum okkar að þessu sinni að „Lúllunum okkar lúser“ sem munu eiga í meiri erfiðleikum með að fóta sig í fjórðu iðnbyltingunni? Hvor hópurinn er líklegri til að ganga með hníf á sér: Nonnahópurinn eða Lúllahópurinn? Refsing og fræðsla Ég hef aldrei verið talsmaður þess að beita hörðum refsingum þegar ungmenni eiga í hlut en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að höfða til ábyrgðar tilfinninga þeirra sem brjóta af sér og það gerum við með fræðslu. Til að það virki þarf að dæma til fræðslu, hún á ekki að vera valkostur og það er möguleiki að flétta slíku inn í meðferðaráætlun hjá einstaklingi sem þarf á hjálp að halda. Enn aftur langar mig að minna á að það getur rúmast innan 57. greinar almennra hegningarlaga. Ég hef ekki verið talsmaður unglingafangelsa eða hraðra refsinga en ég er talsmaður fræðslu. Þegar ég var í hópastarfi fyrir nokkrum árum fyrir unga drengi sem voru að feta sig inn á afbrotabraut þá fór ég með þá á vettvang og leyfði þeim að kynnast því hvað það er í raun og veru að vera afbrotamaður og hvaða fórnir þú þarft að færa til að þrífast innan þess heims. Ég talaði ekki við þá yfir skrifborð heldur leyfði þeim að takast á við verkefni og fyrst og fremst við sjálfan sig. Til að mynda fór ég með þá á fund við lækna sem útskýrðu fyrir þeim hverjar alvöru afleiðingar stungusára eru og ofbeldis almennt og þeir fengu mjög góða fræðslu. Eins fengu þeir hana líka hjá sjúkraflutningamönnum sem útskýrðu fyrir þeim hvað er stutt á milli lífs og dauða þegar alvarlegt ofbeldi á sér stað. Þetta langaði mig að ræða við núverandi dómsmálaráðherra og ég óskaði eftir viðtali við hana í apríl og hún hefur ekki mikið sem einu sinni svarað því í dag. Ég hef skorað á hana að mæta mér í viðtal í útvarpinu og eins hef ég sent velferðarnefnd þingsins mörg erindi í gegnum tíðina til að ræða það hvernig við getum komið með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna og fjármögnun þeirra en þeim erindum hefur ekki heldur verið svarað. Ég veit ekki af hverju, kannski er það vegna þess að ég hef ekki gráðu úr háskóla og ég trúi því að hugmyndafræðin „Learning by doing“ sé málið ekki bara viðtalsmeðferðir hjá sálfræðingum. En trúið mér, ég vona svo innilega að þetta þjóðarátak muni skila sínu til framtíðar og að það verði til þess að við komum með nýja nálgun á þennan málaflokk svo ég segi það enn og aftur. Ég minni á að það þarf ekki að finna upp hjólið í þessu, það er til fjöldinn allur af fyrirmyndum til að takast á við þetta viðfangsefni eins og „youth offending team“ í Bretlandi; það held ég að muni nýtast mjög vel þegar það þarf að dæma til fræðslu og meðferðar vegna vopnburðar ungmenna og þegar þau beita alvarlegu ofbeldi. Höfundur er unglingaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Börn og uppeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið nokkur þjóðarátök sem við höfum farið í við Íslendingar í gegnum tíðina eins og að vinna gegn áfengisdrykkju ungmenna og Vímulaust Ísland árið 2000, bara svo ég nefni tvennt af fjölmörgu. Nú ætlum við í enn eitt þjóðarátakið en það er gegn hnífaburði ungmenna. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þjóðarátökum hins vegar. Hverju þau skila til langs tíma finnst mér vera eitthvað sem við ættum að horfa til. Ég er samt meira inni í þeirri hugmyndafræði að takast á við svona vá sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig frekar en fara í átak, þannig held ég að við náum betri árangri og sér í lagi í svona viðkvæmum málaflokki, en til þess að það takist þarf að vera gott stoðþjónustukerfi í landinu. Sá hryllilegi harmleikur sem gerðist á menningarnótt varð til þess að við vöknuðum en ég minni á að það hefur ítrekað verið minnst á hvert við værum að stefna í þessum málum af fullt af aðilum í gegnum árin, m.a. hef ég gert það. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum í gegnum tíðina um að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna hér landi, farið í mörg tilgangslaus viðtöl í útvarpi svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla rétt að vona að þetta átak verði ekki notað í pólitískum tilgangi til að berja sér á brjóst því ef það verður gert er það andskoti hart í ljósi þess að á þetta hefur verið bent í áratugi hvert við höfum verið að stefna. Því miður hefur það verið þannig í gegnum tíðina að fórnirnar hafa verið dýrar áður en nokkuð er gert og gripið til aðgerða, það hefur sagan sýnt okkur í gegnum árin hér á landi. En til hverra ætlum við að ná í þetta sinn? Verða það „Nonna norm“-krakkarnir sem ráða vel við lífið og koma til með að nýta sér fjórðu iðnbyltinguna í framtíðinni. Þessi sem fara flest ósködduð inn í fullorðinsárin, ekki með vonda skólareynslu á bakinu eða langa áfallasögu? Eða ætlum við að beina spjótunum okkar að þessu sinni að „Lúllunum okkar lúser“ sem munu eiga í meiri erfiðleikum með að fóta sig í fjórðu iðnbyltingunni? Hvor hópurinn er líklegri til að ganga með hníf á sér: Nonnahópurinn eða Lúllahópurinn? Refsing og fræðsla Ég hef aldrei verið talsmaður þess að beita hörðum refsingum þegar ungmenni eiga í hlut en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að höfða til ábyrgðar tilfinninga þeirra sem brjóta af sér og það gerum við með fræðslu. Til að það virki þarf að dæma til fræðslu, hún á ekki að vera valkostur og það er möguleiki að flétta slíku inn í meðferðaráætlun hjá einstaklingi sem þarf á hjálp að halda. Enn aftur langar mig að minna á að það getur rúmast innan 57. greinar almennra hegningarlaga. Ég hef ekki verið talsmaður unglingafangelsa eða hraðra refsinga en ég er talsmaður fræðslu. Þegar ég var í hópastarfi fyrir nokkrum árum fyrir unga drengi sem voru að feta sig inn á afbrotabraut þá fór ég með þá á vettvang og leyfði þeim að kynnast því hvað það er í raun og veru að vera afbrotamaður og hvaða fórnir þú þarft að færa til að þrífast innan þess heims. Ég talaði ekki við þá yfir skrifborð heldur leyfði þeim að takast á við verkefni og fyrst og fremst við sjálfan sig. Til að mynda fór ég með þá á fund við lækna sem útskýrðu fyrir þeim hverjar alvöru afleiðingar stungusára eru og ofbeldis almennt og þeir fengu mjög góða fræðslu. Eins fengu þeir hana líka hjá sjúkraflutningamönnum sem útskýrðu fyrir þeim hvað er stutt á milli lífs og dauða þegar alvarlegt ofbeldi á sér stað. Þetta langaði mig að ræða við núverandi dómsmálaráðherra og ég óskaði eftir viðtali við hana í apríl og hún hefur ekki mikið sem einu sinni svarað því í dag. Ég hef skorað á hana að mæta mér í viðtal í útvarpinu og eins hef ég sent velferðarnefnd þingsins mörg erindi í gegnum tíðina til að ræða það hvernig við getum komið með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna og fjármögnun þeirra en þeim erindum hefur ekki heldur verið svarað. Ég veit ekki af hverju, kannski er það vegna þess að ég hef ekki gráðu úr háskóla og ég trúi því að hugmyndafræðin „Learning by doing“ sé málið ekki bara viðtalsmeðferðir hjá sálfræðingum. En trúið mér, ég vona svo innilega að þetta þjóðarátak muni skila sínu til framtíðar og að það verði til þess að við komum með nýja nálgun á þennan málaflokk svo ég segi það enn og aftur. Ég minni á að það þarf ekki að finna upp hjólið í þessu, það er til fjöldinn allur af fyrirmyndum til að takast á við þetta viðfangsefni eins og „youth offending team“ í Bretlandi; það held ég að muni nýtast mjög vel þegar það þarf að dæma til fræðslu og meðferðar vegna vopnburðar ungmenna og þegar þau beita alvarlegu ofbeldi. Höfundur er unglingaráðgjafi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun