Veraldarleiðtogum ber að endurræsa alþjóðlega samvinnu António Guterres skrifar 4. september 2024 17:02 Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til þessa einstaka leiðtogafundar vegna þeirrar alvarlegu staðreyndar að hnattræn vandamál aukast hraðar en þær stofnanir, sem ætlað er að takast á við þau, ráða við. Við sjáum þetta allt í kringum okkur. Ógnarátök og ofbeldisverk valda skelfilegum þjáningum. Sundrung ríkir á alþjóðavettvangi, ójöfnuður og óréttlæti eru hvarvetna, sem grefur undan trausti, elur á erjum, og ýtir undir lýðskrum og öfgastefnur. Aldagömul óáran á borð við fátækt, hungur, mismunun, kven- og kynþáttahatur tekur á sig nýjar myndir. Á sama tíma og við þurfum að glíma við nýjar ógnir svo sem loftslagsglundroða og umhverfisspjöll, þróast ný tækni á borð við gervigreind í siðferðilegu og lagalegu tómarúmi. Á okkar valdi Leiðtogafundur um framtíðina er haldinn í þeirri vissu að lausnirnar séu á okkar valdi. En við þurfum á endurnýjun kerfisins að halda og slíkt er eingöngu á færi veraldarleiðtoga. Þessi kona tapaði lífsviðurværi sínu þegar fellibylur herjaði á Mósambík 2019.UN Photo/Eskinder Debebe Alþjóðleg ákvarðanataka er föst í fortíðinni. Margar alþjóðlegar stofnanir og úrræði eiga rætur að rekja til fimmta áratugar tuttugustu aldar. Þá var nýlendustefnan enn við lýði og hnattvæðing ekki til. Mannréttindi og jafnrétti kynjanna höfðu ekki rutt sér til rúms og mannkynið hafði ekki náð út í geim hvað þá netheim. Þróunarríki föst í skuldafeni Sigurvegarar Heimsstyrjaldarinnar síðari hafa enn tögl og hagldir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en þar á meginland Afríku ekkert fast sæti. Þróunarlönd eiga undir högg að sækja í fjármálakerfi heimsins. Það tryggir þeim ekki öryggisnet þegar þau lenda í erfiðleikum, með þeim afleiðingum að þau sökkva í skuldafen og geta ekki fjárfest í sínu fólki. Hornsteinn lagður að höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 1949.UN Photo Og alþjóðastofnanir bjóða mörgum þýðingarmiklum gerendum í heimsmálum, svo sem borgaralegu samfélagi eða einkageiranum, takmarkað rými. Ungt fólk, sem erfir framtíðina, er nánast ósýnilegt og komandi kynslóðir eiga sér engan málsvara. Kerfi afa og ömmu dugar ekki lengur Skilaboðin eru einföld: við getum ekki skapað framtíð fyrir barnabörn okkar með kerfi sem var hannað fyrir afa okkar og ömmur. Leiðtogafundurinn um frmatíðina er tækifæri til að endurræsa fjölþjóðlega samvinnu með það í hug að hún henti 21.öldinni. Á meðal þeirra lausna, sem við höfum lagt til eru Ný friðaráætlun (New Agenda for Peace), sem miðar að því að uppfæra alþjóðastofnanir- og úrræði til að koma í veg fyrir og binda enda á átök, þar á meðal Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Konur af sómölsku kyni í austurhluta Eþíópíu.UN Photo/Eskinder Debebe Einnig er í henni hvatt til nýs átaks til að losa heiminn við kjarnorkuvopn og önnur gereyðingarvopn. Ný skilgreining á öryggi Þá er lagt til að útvíkka skilgreiningu á öryggis-hugtakinu til að það nái til kynbundins ofbeldis og myrkraverka glæpagengja. Öryggisógn framtíðarinnar er tekin með í reikninginn og tillit tekið til breytinga á stríðsrekstri og hættunni af því að nýrri tækni verði beitt í hernaði. Við þurfum til dæmis nýtt samkomulag til að banna svokölluð banvæn sjálfvirk vopn, sem geta tekið ákvarðanir upp á líf og dauða án aðkomu mannsins. Nýtt viðskiptamódel Alþjóða fjármálakerfinu ber að endurspegla heiminn eins og hann er í dag. Nauðsyn krefur að það sé betur í stakk búið til að taka forystu í að takast á við áskoranir samtímans á borð við skuldir, sjálfbæra þróun og loftslagsaðgerðir. Þetta felur í sér raunhæfar aðgerðir til að takast á við skuldavanda og auka möguleika fjölþjóða-þróunarbanka til lánveitinga. Breyta þarf viðskiptamódeli þeirra til þess að þróunarríki hafi meiri aðgang að einkafjármagni á viðráðanlegum vöxtum. Kejetia markaðurinn í Kumasi, Ashanti héraði í Gana.Adam Jones Án fjármögnunar munu þróunarríki ekki geta tekist á við helstu framtíðarógnina: loftslagskreppuna. Þau þurfa á fjármagni að halda fyrir orkuskipti; til að snúa baki við eyðandi jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað hreina, endurnýjanlega orku. Og eins og leiðtogar lögðu áherslu á á síðasta ári, eru umbætur á alþjóðlega fjármálakerfinu lykilatriði í því að þoka áleiðis hinum brýnu Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun, en árangur hefur látið á sér standa. Áhættumat um gervigreind Leiðtogafundurinn mun einnig brjóta til mergjar nýja tækni sem hefur hnattræn áhrif. Leita þarf leiða til að brúa stafræna bilið. Semja þarf um sameiginleg grundallarsjónarmið um opna, frjálsa og örugga stafræna framtíð fyrir alla. Ný tækni á borð við gervigreind er í deiglunni á leiðtogafundinum.Shahadat Rahman Við erum rétt að byrja að skilja þá möguleika og áhættu sem fylgir gervigreind, sem er byltingarkennd ný tækni. Við höfum lagt fram sérstakar tillögur um með hvaða hætti ríkisstjórnir, ásamt tæknifyrirtækjum, fræðasamfélaginu og borgaralegu samfélagi, geti unnið að áhættumati um gervigreind. Fylgjast þarf með og milda skaða, auk þess að dreifa þeim ávinningi sem af henni hlýst. Ekki má eftirláta hinum ríku stjórnun gervigreindar. Öllum ríkjum ber að vera með og Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnar að útvega vettvang til að þess að stefna fólki saman. Virðing fyrir mannréttindum Mannréttindi og jafnrétti kynjanna eru rauður þráður í öllum þessum tillögum. Umbætur á hnattrænni ákvarðanatöku eru óhugsandi án virðingar fyrir öllum mannréttindum og menningarlegri fjölbreytni, sem tryggir fulla þátttöku og forystu kvenna og stúlkna. Við förum fram á endurnýjaða viðleitni til að fjarlægja sögulegar hindranir -lagalegar-, félagslegar og efnahagslegar- sem útiloka konur frá völdum. Nýr heimur Friðflytjendur fimmta áratugarins sköpuðu stofnanir sem áttu þátt í að hindra að Þriðja heimsstyrjöldin brytist út og greiddu götu nýlenduríkja til sjálfstæðis. En þeir myndu ekki þekkja aðstæðurnar í heimimnum í dag. Leiðtogafundurinn um framtíðina er tækifæri til að byggja upp skilvirkari stofnanir hnattrænnar samvinnu með aukinni þátttöku og í takt við 21.öldina og fjölpóla veröld. Ég eggja leiðtoga til að grípa tækifærið. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til þessa einstaka leiðtogafundar vegna þeirrar alvarlegu staðreyndar að hnattræn vandamál aukast hraðar en þær stofnanir, sem ætlað er að takast á við þau, ráða við. Við sjáum þetta allt í kringum okkur. Ógnarátök og ofbeldisverk valda skelfilegum þjáningum. Sundrung ríkir á alþjóðavettvangi, ójöfnuður og óréttlæti eru hvarvetna, sem grefur undan trausti, elur á erjum, og ýtir undir lýðskrum og öfgastefnur. Aldagömul óáran á borð við fátækt, hungur, mismunun, kven- og kynþáttahatur tekur á sig nýjar myndir. Á sama tíma og við þurfum að glíma við nýjar ógnir svo sem loftslagsglundroða og umhverfisspjöll, þróast ný tækni á borð við gervigreind í siðferðilegu og lagalegu tómarúmi. Á okkar valdi Leiðtogafundur um framtíðina er haldinn í þeirri vissu að lausnirnar séu á okkar valdi. En við þurfum á endurnýjun kerfisins að halda og slíkt er eingöngu á færi veraldarleiðtoga. Þessi kona tapaði lífsviðurværi sínu þegar fellibylur herjaði á Mósambík 2019.UN Photo/Eskinder Debebe Alþjóðleg ákvarðanataka er föst í fortíðinni. Margar alþjóðlegar stofnanir og úrræði eiga rætur að rekja til fimmta áratugar tuttugustu aldar. Þá var nýlendustefnan enn við lýði og hnattvæðing ekki til. Mannréttindi og jafnrétti kynjanna höfðu ekki rutt sér til rúms og mannkynið hafði ekki náð út í geim hvað þá netheim. Þróunarríki föst í skuldafeni Sigurvegarar Heimsstyrjaldarinnar síðari hafa enn tögl og hagldir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en þar á meginland Afríku ekkert fast sæti. Þróunarlönd eiga undir högg að sækja í fjármálakerfi heimsins. Það tryggir þeim ekki öryggisnet þegar þau lenda í erfiðleikum, með þeim afleiðingum að þau sökkva í skuldafen og geta ekki fjárfest í sínu fólki. Hornsteinn lagður að höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 1949.UN Photo Og alþjóðastofnanir bjóða mörgum þýðingarmiklum gerendum í heimsmálum, svo sem borgaralegu samfélagi eða einkageiranum, takmarkað rými. Ungt fólk, sem erfir framtíðina, er nánast ósýnilegt og komandi kynslóðir eiga sér engan málsvara. Kerfi afa og ömmu dugar ekki lengur Skilaboðin eru einföld: við getum ekki skapað framtíð fyrir barnabörn okkar með kerfi sem var hannað fyrir afa okkar og ömmur. Leiðtogafundurinn um frmatíðina er tækifæri til að endurræsa fjölþjóðlega samvinnu með það í hug að hún henti 21.öldinni. Á meðal þeirra lausna, sem við höfum lagt til eru Ný friðaráætlun (New Agenda for Peace), sem miðar að því að uppfæra alþjóðastofnanir- og úrræði til að koma í veg fyrir og binda enda á átök, þar á meðal Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Konur af sómölsku kyni í austurhluta Eþíópíu.UN Photo/Eskinder Debebe Einnig er í henni hvatt til nýs átaks til að losa heiminn við kjarnorkuvopn og önnur gereyðingarvopn. Ný skilgreining á öryggi Þá er lagt til að útvíkka skilgreiningu á öryggis-hugtakinu til að það nái til kynbundins ofbeldis og myrkraverka glæpagengja. Öryggisógn framtíðarinnar er tekin með í reikninginn og tillit tekið til breytinga á stríðsrekstri og hættunni af því að nýrri tækni verði beitt í hernaði. Við þurfum til dæmis nýtt samkomulag til að banna svokölluð banvæn sjálfvirk vopn, sem geta tekið ákvarðanir upp á líf og dauða án aðkomu mannsins. Nýtt viðskiptamódel Alþjóða fjármálakerfinu ber að endurspegla heiminn eins og hann er í dag. Nauðsyn krefur að það sé betur í stakk búið til að taka forystu í að takast á við áskoranir samtímans á borð við skuldir, sjálfbæra þróun og loftslagsaðgerðir. Þetta felur í sér raunhæfar aðgerðir til að takast á við skuldavanda og auka möguleika fjölþjóða-þróunarbanka til lánveitinga. Breyta þarf viðskiptamódeli þeirra til þess að þróunarríki hafi meiri aðgang að einkafjármagni á viðráðanlegum vöxtum. Kejetia markaðurinn í Kumasi, Ashanti héraði í Gana.Adam Jones Án fjármögnunar munu þróunarríki ekki geta tekist á við helstu framtíðarógnina: loftslagskreppuna. Þau þurfa á fjármagni að halda fyrir orkuskipti; til að snúa baki við eyðandi jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað hreina, endurnýjanlega orku. Og eins og leiðtogar lögðu áherslu á á síðasta ári, eru umbætur á alþjóðlega fjármálakerfinu lykilatriði í því að þoka áleiðis hinum brýnu Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun, en árangur hefur látið á sér standa. Áhættumat um gervigreind Leiðtogafundurinn mun einnig brjóta til mergjar nýja tækni sem hefur hnattræn áhrif. Leita þarf leiða til að brúa stafræna bilið. Semja þarf um sameiginleg grundallarsjónarmið um opna, frjálsa og örugga stafræna framtíð fyrir alla. Ný tækni á borð við gervigreind er í deiglunni á leiðtogafundinum.Shahadat Rahman Við erum rétt að byrja að skilja þá möguleika og áhættu sem fylgir gervigreind, sem er byltingarkennd ný tækni. Við höfum lagt fram sérstakar tillögur um með hvaða hætti ríkisstjórnir, ásamt tæknifyrirtækjum, fræðasamfélaginu og borgaralegu samfélagi, geti unnið að áhættumati um gervigreind. Fylgjast þarf með og milda skaða, auk þess að dreifa þeim ávinningi sem af henni hlýst. Ekki má eftirláta hinum ríku stjórnun gervigreindar. Öllum ríkjum ber að vera með og Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnar að útvega vettvang til að þess að stefna fólki saman. Virðing fyrir mannréttindum Mannréttindi og jafnrétti kynjanna eru rauður þráður í öllum þessum tillögum. Umbætur á hnattrænni ákvarðanatöku eru óhugsandi án virðingar fyrir öllum mannréttindum og menningarlegri fjölbreytni, sem tryggir fulla þátttöku og forystu kvenna og stúlkna. Við förum fram á endurnýjaða viðleitni til að fjarlægja sögulegar hindranir -lagalegar-, félagslegar og efnahagslegar- sem útiloka konur frá völdum. Nýr heimur Friðflytjendur fimmta áratugarins sköpuðu stofnanir sem áttu þátt í að hindra að Þriðja heimsstyrjöldin brytist út og greiddu götu nýlenduríkja til sjálfstæðis. En þeir myndu ekki þekkja aðstæðurnar í heimimnum í dag. Leiðtogafundurinn um framtíðina er tækifæri til að byggja upp skilvirkari stofnanir hnattrænnar samvinnu með aukinni þátttöku og í takt við 21.öldina og fjölpóla veröld. Ég eggja leiðtoga til að grípa tækifærið. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar