Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga Snæbjörn Guðmundsson skrifar 9. september 2024 07:01 „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ Árið 2011 vitnaði Fréttablaðið með þessum hætti í erindi Harðar Arnarsonar um orkumál. Hann hafði þá setið sem forstjóri Landsvirkjunar í tæp tvö ár og sá fyrir sér síðasta stórvirkjanaskeiðið. Í lok þess væri ekkert bitastætt eftir óvirkjað. Á þessum tíma voru fáir Íslendingar með hugann við orkuskipti, kolefnisjöfnun eða vetnisverksmiðjur til að bjarga heiminum. Hörður var ekki að hugsa um loftslagsmál eða orkuskipti þegar hann sá fyrir sér að orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu. Þarna mátti einfaldlega heyra gamalkunnugt stef sem forgöngumenn orkugeirans hafa sönglað í áratugi. Þeirra takmark er að ganga eins nærri náttúrunni með virkjunum og þeir komast upp með og selja hæstbjóðanda orkuna í þágu tímabundins hagvaxtar, algjörlega burtséð frá áhrifum á lífríki, landslag og samfélög. Sem betur fer tókst Landsvirkjun ekki þetta ætlunarverk sitt enda ekki í nokkurri aðstöðu til að rjúka í ofurframkvæmdir í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun. En segjum sem svo að Hörður hefði reynst sannspár og allir vænlegir orkukostir landsins því þegar virkjaðir eða langt komnir núna, árið 2024. Væri staðan í raforkumálum Íslendinga frábrugðin því sem hún er í dag? Nei, hún væri nákvæmlega sú sama. Það væri enn „raforkuskortur“ enda hefði Landsvirkjun að sjálfsögðu selt eða lofað jafnharðan allri raforkunni til stóriðju líkt og hún hefur gert í áratugi. Gagnaver og iðjuver hefðu sprottið upp eins og gorkúlur og þau þanist út sem fyrir voru. Til þess var jú leikurinn gerður þegar Hörður spáði fyrir um „síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð.“ Orkuþorsta virkjanaaflanna verður nefnilega aldrei svalað. Ef orkufíklarnir hefðu fengið frítt spil árið 2011 og væru nú langt komnir með að virkja allt sem talið var vænlegt að virkja, líkt og Hörður sá fyrir sér, væru þeir núna að heimta afganginn – það sem áður átti að þyrma og setja í verndarflokk rammaáætlunar. Í huga orkugeirans skiptir náttúran hvort eð er engu máli og verndun hennar þvælist bara fyrir framförum og hagvexti. Öll umhugsun um náttúruna er rétt svo í orði en hvergi á borði. Sjálft grundvallarhugtakið „náttúruvernd“ er aldrei notað. Árið 2011 taldi forstjóri Landsvirkjunar að náttúruauðlindir landsins yrðu hratt fullnýttar fyrir örlítið meiri hagvöxt – tímabundinn yl fyrir orkufyrirtæki, verkfræðistofur og verktaka, og svo yrði bara allt búið. Þökkum fyrir að þessar gamaldags hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga en vörum okkur um leið á síbylju virkjanaforkólfa dagsins í dag um raforkuskort og virkjanir. Áratugum saman hefur orkuiðnaðurinn þrástagast á því að hér þurfi tafarlaust að virkja hitt og þetta og alltaf fundið nýjar og nýjar tylliástæður fyrir áróðrinum. Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri raforku en nokkurt annað ríki í veröldinni. Samt erum við alltaf á vonarvöl. Trúir því einhver að markmið hins eilífa barlóms um nauðsyn virkjanaframkvæmda hafi í raun breyst, þótt hann sé nú klæddur í búning fagurgala um orkuskipti? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
„Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ Árið 2011 vitnaði Fréttablaðið með þessum hætti í erindi Harðar Arnarsonar um orkumál. Hann hafði þá setið sem forstjóri Landsvirkjunar í tæp tvö ár og sá fyrir sér síðasta stórvirkjanaskeiðið. Í lok þess væri ekkert bitastætt eftir óvirkjað. Á þessum tíma voru fáir Íslendingar með hugann við orkuskipti, kolefnisjöfnun eða vetnisverksmiðjur til að bjarga heiminum. Hörður var ekki að hugsa um loftslagsmál eða orkuskipti þegar hann sá fyrir sér að orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu. Þarna mátti einfaldlega heyra gamalkunnugt stef sem forgöngumenn orkugeirans hafa sönglað í áratugi. Þeirra takmark er að ganga eins nærri náttúrunni með virkjunum og þeir komast upp með og selja hæstbjóðanda orkuna í þágu tímabundins hagvaxtar, algjörlega burtséð frá áhrifum á lífríki, landslag og samfélög. Sem betur fer tókst Landsvirkjun ekki þetta ætlunarverk sitt enda ekki í nokkurri aðstöðu til að rjúka í ofurframkvæmdir í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun. En segjum sem svo að Hörður hefði reynst sannspár og allir vænlegir orkukostir landsins því þegar virkjaðir eða langt komnir núna, árið 2024. Væri staðan í raforkumálum Íslendinga frábrugðin því sem hún er í dag? Nei, hún væri nákvæmlega sú sama. Það væri enn „raforkuskortur“ enda hefði Landsvirkjun að sjálfsögðu selt eða lofað jafnharðan allri raforkunni til stóriðju líkt og hún hefur gert í áratugi. Gagnaver og iðjuver hefðu sprottið upp eins og gorkúlur og þau þanist út sem fyrir voru. Til þess var jú leikurinn gerður þegar Hörður spáði fyrir um „síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð.“ Orkuþorsta virkjanaaflanna verður nefnilega aldrei svalað. Ef orkufíklarnir hefðu fengið frítt spil árið 2011 og væru nú langt komnir með að virkja allt sem talið var vænlegt að virkja, líkt og Hörður sá fyrir sér, væru þeir núna að heimta afganginn – það sem áður átti að þyrma og setja í verndarflokk rammaáætlunar. Í huga orkugeirans skiptir náttúran hvort eð er engu máli og verndun hennar þvælist bara fyrir framförum og hagvexti. Öll umhugsun um náttúruna er rétt svo í orði en hvergi á borði. Sjálft grundvallarhugtakið „náttúruvernd“ er aldrei notað. Árið 2011 taldi forstjóri Landsvirkjunar að náttúruauðlindir landsins yrðu hratt fullnýttar fyrir örlítið meiri hagvöxt – tímabundinn yl fyrir orkufyrirtæki, verkfræðistofur og verktaka, og svo yrði bara allt búið. Þökkum fyrir að þessar gamaldags hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga en vörum okkur um leið á síbylju virkjanaforkólfa dagsins í dag um raforkuskort og virkjanir. Áratugum saman hefur orkuiðnaðurinn þrástagast á því að hér þurfi tafarlaust að virkja hitt og þetta og alltaf fundið nýjar og nýjar tylliástæður fyrir áróðrinum. Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri raforku en nokkurt annað ríki í veröldinni. Samt erum við alltaf á vonarvöl. Trúir því einhver að markmið hins eilífa barlóms um nauðsyn virkjanaframkvæmda hafi í raun breyst, þótt hann sé nú klæddur í búning fagurgala um orkuskipti? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun