„Háð því að gera hluti sem eru óþægilegir“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. september 2024 20:01 Anna Margrét er nýjasti viðmælandi Elísabetar Gunnarsdótur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Námið var á ensku og var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda, allt sem er auðvelt, maður græðir ekkert rosalega á því,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar. Anna Margrét er viðmælandi Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpinu, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars mikilvægi áskorana í lífinu, starfsframann og fjölskyldulífið í Stokkhólmi. „Ég hef alltaf verið mjög áhugasöm um tísku og það hefur alltaf verið draumurinn að vinna við eitthvað tengt tísku. Ég er náttúrulega með tíu þumla, þannig að ég ætlaði alls ekki að vera fatahönnuður. Ég er með góðar hugmyndir, en ekkert til að framkvæma þær,“ segir Anna Margrét kímin. Anna Margrét býr í Stokkhólmi í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau fluttu þangað frá Osló þegar henni bauðst starf hjá H&M Group. Þar bar hún ábyrgð á sjálfbærnisamskiptum fyrirtækisins og starfaði náið með framkvæmdastjórninni. View this post on Instagram A post shared by Anna Margrét (@annamargretgunnars) Áskoranir lífsins mikilvægar Anna Margrét útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði frá Handelshøyskolen BI í Osló. „Ég hélt ég myndi sitja þar og fabúlera um markaðssetningu og vörumerki, en í staðinn var þetta bara stærðfræði og tölfræði. Þetta var miklu erfiðara en ég ætlaði mér,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir áskoranirnar hafi hún fundið námið bæði áhugavert og krefjandi. Anna Margrét segir háskólanám kenna manni að hugsa betur og styrkja rökhugsunina.„Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Þetta var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda græðir maður ekkert rosalega á því sem er auðvelt.“ Anna Margrét telur mikilvægt að takast á við áskoranir til að vaxa og blómstra sem einstaklingur. „Ég er eiginlega orðin háð því að gera hluti sem mér finnst óþægilegir,“ segir hún og hlær. „Þegar mér finnst eitthvað óþægilegt og það stressar mig, þá veit ég að ég hef svo ógeðslega gott af því og það er svo miklu stærra stökk sem ég tek.“ Umkringd Frozen-sokkum Anna Margrét hefur víðtæka reynslu sem markaðsfræðingur og úr fjölmiðlum. Hún var eini Íslendingurinn sem starfaði hjá H&M við opnun fyrstu verslunarinnar á Íslandi í Smáralind haustið 2017. Hún lýsir því hvernig mikill kvíði fylgdi þeirri reynslu, en einnig hvernig hún náði að takast á við áskoranirnar. „Ég fann fyrir mikilli pressu við þessa vinnu og fannst ég vera ein ábyrg ef eitthvað skyldi klikka,“ segir hún. Anna Margrét lýsir því hvernig hún í hálfgerðu spennufalli grét inni á barnadeild verslunarinnar, umkringd Frozen-sokkum, meðan eigandi H&M og helstu yfirmenn biðu spenntir á efri hæðinni eftir fyrstu viðskiptavinunum. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að Íslendingar mættu aldrei tímanlega, og að fólk kæmi örugglega, en á þessum tímapunkti var ég að reyna að sannfæra bæði þá og sjálfa mig.“ Hún rifjar upp augnablikið þegar klukkan var tíu mínútur í tíu og enginn var enn mættur. „Karl-Johan Persson, forstjóri og eigandi H&M, var að tjúllast úr stressi inni í búðinni, ásamt yfirmanni yfirmanns míns. Það var þá sem ég náði að koma mér afsíðis, inn á barnadeildina, og byrjaði að gráta. Ég hafði haldið í mér allt sumarið, unnið eins og skepna, skrifað ritgerð og verið með ungabarn sem grét stöðugt. Þetta var erfitt tímabil sem endaði á þessum tímapunkti.“ Elísabet hrósaði Önnu Margréti fyrir að deila þessari reynslu, og sagði að svona mannleg viðbrögð ættu ekki að vera feimnismál. Þetta væru tilfinningar sem margir hafa eflaust upplifað þegar pressan verður of mikil. Þegar Anna Margrét hafði jafnað sig, náði hún að koma sér aftur upp á efri hæðina við innganginn og sá þá Smáralindina pakkaða af fólki, henni og sænsku gestunum til ómældrar gleði. Þáttinn með heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ástin og lífið Tengdar fréttir Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. 27. ágúst 2024 20:02 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Anna Margrét er viðmælandi Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpinu, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars mikilvægi áskorana í lífinu, starfsframann og fjölskyldulífið í Stokkhólmi. „Ég hef alltaf verið mjög áhugasöm um tísku og það hefur alltaf verið draumurinn að vinna við eitthvað tengt tísku. Ég er náttúrulega með tíu þumla, þannig að ég ætlaði alls ekki að vera fatahönnuður. Ég er með góðar hugmyndir, en ekkert til að framkvæma þær,“ segir Anna Margrét kímin. Anna Margrét býr í Stokkhólmi í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau fluttu þangað frá Osló þegar henni bauðst starf hjá H&M Group. Þar bar hún ábyrgð á sjálfbærnisamskiptum fyrirtækisins og starfaði náið með framkvæmdastjórninni. View this post on Instagram A post shared by Anna Margrét (@annamargretgunnars) Áskoranir lífsins mikilvægar Anna Margrét útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði frá Handelshøyskolen BI í Osló. „Ég hélt ég myndi sitja þar og fabúlera um markaðssetningu og vörumerki, en í staðinn var þetta bara stærðfræði og tölfræði. Þetta var miklu erfiðara en ég ætlaði mér,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir áskoranirnar hafi hún fundið námið bæði áhugavert og krefjandi. Anna Margrét segir háskólanám kenna manni að hugsa betur og styrkja rökhugsunina.„Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Þetta var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda græðir maður ekkert rosalega á því sem er auðvelt.“ Anna Margrét telur mikilvægt að takast á við áskoranir til að vaxa og blómstra sem einstaklingur. „Ég er eiginlega orðin háð því að gera hluti sem mér finnst óþægilegir,“ segir hún og hlær. „Þegar mér finnst eitthvað óþægilegt og það stressar mig, þá veit ég að ég hef svo ógeðslega gott af því og það er svo miklu stærra stökk sem ég tek.“ Umkringd Frozen-sokkum Anna Margrét hefur víðtæka reynslu sem markaðsfræðingur og úr fjölmiðlum. Hún var eini Íslendingurinn sem starfaði hjá H&M við opnun fyrstu verslunarinnar á Íslandi í Smáralind haustið 2017. Hún lýsir því hvernig mikill kvíði fylgdi þeirri reynslu, en einnig hvernig hún náði að takast á við áskoranirnar. „Ég fann fyrir mikilli pressu við þessa vinnu og fannst ég vera ein ábyrg ef eitthvað skyldi klikka,“ segir hún. Anna Margrét lýsir því hvernig hún í hálfgerðu spennufalli grét inni á barnadeild verslunarinnar, umkringd Frozen-sokkum, meðan eigandi H&M og helstu yfirmenn biðu spenntir á efri hæðinni eftir fyrstu viðskiptavinunum. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að Íslendingar mættu aldrei tímanlega, og að fólk kæmi örugglega, en á þessum tímapunkti var ég að reyna að sannfæra bæði þá og sjálfa mig.“ Hún rifjar upp augnablikið þegar klukkan var tíu mínútur í tíu og enginn var enn mættur. „Karl-Johan Persson, forstjóri og eigandi H&M, var að tjúllast úr stressi inni í búðinni, ásamt yfirmanni yfirmanns míns. Það var þá sem ég náði að koma mér afsíðis, inn á barnadeildina, og byrjaði að gráta. Ég hafði haldið í mér allt sumarið, unnið eins og skepna, skrifað ritgerð og verið með ungabarn sem grét stöðugt. Þetta var erfitt tímabil sem endaði á þessum tímapunkti.“ Elísabet hrósaði Önnu Margréti fyrir að deila þessari reynslu, og sagði að svona mannleg viðbrögð ættu ekki að vera feimnismál. Þetta væru tilfinningar sem margir hafa eflaust upplifað þegar pressan verður of mikil. Þegar Anna Margrét hafði jafnað sig, náði hún að koma sér aftur upp á efri hæðina við innganginn og sá þá Smáralindina pakkaða af fólki, henni og sænsku gestunum til ómældrar gleði. Þáttinn með heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ástin og lífið Tengdar fréttir Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. 27. ágúst 2024 20:02 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. 27. ágúst 2024 20:02