Að kjósa með sjálfum sér Sveinn Ólafsson skrifar 10. september 2024 09:02 Fjármálaráðherrann sagði sem svo að verðbólgan væri í DNA okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru eldri en tvævetur, eins og ég og ráðherrann. Það er satt að við munum báðir þá tíma sem verðbólguhraðinn náði 100%, að krónan var á hálfvirði ári síðar. Ég held engu að síður að enginn Íslendingur vilji sjá ofurverðbólgu eða sé sátt við hana. Átta árum eftir þetta gerðist, náðist að koma verðbólgunni niður undir núll. Það má víða sjá vitnað í þá tíma í kringum 1990 og kallaðir tímar þjóðarsáttar. Tímarnir voru allt aðrir en í dag. Milli 1986 og 1995 var samanlagður hagvöxtur Íslands við núllið, aðeins fyrir ofan það sum árin og fyrir neðan það önnur. Kallið það hvað sem þið viljið, en það voru á engan hátt góðir tímar. Verðbólga er seig á Íslandi. Hún kemur hratt og fer aðeins hægt og hægt. Undirritaður er ekki einn af þeim sem heldur því fram að með upptöku annars gjaldmiðils hverfi verðbólga í landinu. Landið er einfaldlega fámennt og framfleytir sér með nokkrum grundvallarþáttum, fiski, ferðamennsku, orkusölu í formi áls eða annarra vara og svo einhvers hugvits í formi hátækni, lyfja eða forritunar. Það er spenna í framleiðslu og þjónustu og á meðan svo er, er lítill möguleiki á að verðbólgan hverfi, eins og þó fólk vilji mæla hana á annan hátt og sleppa mestu verðbólguliðunum úr mælingunni. Það skiptir máli hvernig ráðið er niðurlögum verðbólgu og hvernig stjórnvöld búa til mótvægisaðgerðir, þannig að byrðar hennar lendi ekki eingöngu á launafólki. Það er ljóst að núverandi stjórn hefur engan áhuga á slíku. Í stað þess hafa þau látið mikinn hluta af ákvörðun, og þar með ábyrgð í hendur Seðlabankans og peningastefnunefndar. Sú nefnd hefur það hlutverk að ná niður verðbólgu, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þau sem mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í dag þurfa að átta sig á hvernig þessi nefnd starfar. Sjálfur hafði ég lesið mikið um starf nefndarinnar þegar ég lærði stjórnsýslufræði, en ekki séð fyllilega hvaða reglum hún starfar eftir. Af skrifum Ásgeirs Daníelssonar á visir.is 26. ágúst sá ég að samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabanka fylgir 60% af ákvörðun um hversu háir stýrivextir eigi að vera, stýrivöxtum á síðasta ársfjórðungi. Með öðrum orðum, þá lækka stýrivextir ekki hratt (og eiga ekki að hækka hratt heldur, ekki umfram þetta). Ekki gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka hratt, þó að allt annað gangi í haginn! Leggið þetta saman við skilyrði Seðlabanka um veðhlutfall, sem samkvæmt bankanum er til að styðja við peningastefnuna. Gott og vel, en lítum á hver niðurstaðan er og hverjum hún gagnast. Samkvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfa fyrstu kaupendur að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði til að standa undir afborgununum á meðalíbúð með 85% veðsetningarhlutfalli. Þessar tvær ákvarðanir, að meirihluti ákvarðana um stýrivexti sé hvernig þeir voru á síðasta ársfjórðungi, og 85% veðsetningarhlutfall býr til ástand fyrir fyrstu kaupendur og fyrir öll sem eru með meðallaun undir 1100 þúsund á mánuði. Nú verður Seðlabanki að hafa visst sjálfstæði til að móta peningastefnuna, en þegar hún gengur út yfir allt venjulegt launafólk verður að grípa til mótvægisaðgerða. Verðbólga er mannanna verk. Ekki eins eða tveggja, heldur okkar allra. Kannski heldur peningastefnunefnd að hún sé ekki í pólitík, en þegar afleiðingar ákvarðana hennar þýða að venjulegt launafólk er komið í harða skrúfu, þá er það pólitík. Það er líka mannanna verk hvernig er tekið á afleiðingum hennar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á að bregðast við ákvörðunum peningastefnunefndar, þannig að það sé lifandi fyrir venjulegt launafólk í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi ríkisstjórn nái saman um þau verk sem þarf að vinna þar, en venjulegt launafólk hefur annan kost. Það verður að kjósa fólk sem ætlar að taka á þessum vanda. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. 1) Grein Ásgeirs Daníelssonar: https://www.visir.is/g/20242612452d/meir-um-verd-bolgu-og-rikis-fjar-mal 2) Grein á mbl.is um að fyrstu kaupendur þurfi að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/08/25/thurfa_1_1_milljon_til_ad_hafa_efni_a_afborgunum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherrann sagði sem svo að verðbólgan væri í DNA okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru eldri en tvævetur, eins og ég og ráðherrann. Það er satt að við munum báðir þá tíma sem verðbólguhraðinn náði 100%, að krónan var á hálfvirði ári síðar. Ég held engu að síður að enginn Íslendingur vilji sjá ofurverðbólgu eða sé sátt við hana. Átta árum eftir þetta gerðist, náðist að koma verðbólgunni niður undir núll. Það má víða sjá vitnað í þá tíma í kringum 1990 og kallaðir tímar þjóðarsáttar. Tímarnir voru allt aðrir en í dag. Milli 1986 og 1995 var samanlagður hagvöxtur Íslands við núllið, aðeins fyrir ofan það sum árin og fyrir neðan það önnur. Kallið það hvað sem þið viljið, en það voru á engan hátt góðir tímar. Verðbólga er seig á Íslandi. Hún kemur hratt og fer aðeins hægt og hægt. Undirritaður er ekki einn af þeim sem heldur því fram að með upptöku annars gjaldmiðils hverfi verðbólga í landinu. Landið er einfaldlega fámennt og framfleytir sér með nokkrum grundvallarþáttum, fiski, ferðamennsku, orkusölu í formi áls eða annarra vara og svo einhvers hugvits í formi hátækni, lyfja eða forritunar. Það er spenna í framleiðslu og þjónustu og á meðan svo er, er lítill möguleiki á að verðbólgan hverfi, eins og þó fólk vilji mæla hana á annan hátt og sleppa mestu verðbólguliðunum úr mælingunni. Það skiptir máli hvernig ráðið er niðurlögum verðbólgu og hvernig stjórnvöld búa til mótvægisaðgerðir, þannig að byrðar hennar lendi ekki eingöngu á launafólki. Það er ljóst að núverandi stjórn hefur engan áhuga á slíku. Í stað þess hafa þau látið mikinn hluta af ákvörðun, og þar með ábyrgð í hendur Seðlabankans og peningastefnunefndar. Sú nefnd hefur það hlutverk að ná niður verðbólgu, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þau sem mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í dag þurfa að átta sig á hvernig þessi nefnd starfar. Sjálfur hafði ég lesið mikið um starf nefndarinnar þegar ég lærði stjórnsýslufræði, en ekki séð fyllilega hvaða reglum hún starfar eftir. Af skrifum Ásgeirs Daníelssonar á visir.is 26. ágúst sá ég að samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabanka fylgir 60% af ákvörðun um hversu háir stýrivextir eigi að vera, stýrivöxtum á síðasta ársfjórðungi. Með öðrum orðum, þá lækka stýrivextir ekki hratt (og eiga ekki að hækka hratt heldur, ekki umfram þetta). Ekki gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka hratt, þó að allt annað gangi í haginn! Leggið þetta saman við skilyrði Seðlabanka um veðhlutfall, sem samkvæmt bankanum er til að styðja við peningastefnuna. Gott og vel, en lítum á hver niðurstaðan er og hverjum hún gagnast. Samkvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfa fyrstu kaupendur að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði til að standa undir afborgununum á meðalíbúð með 85% veðsetningarhlutfalli. Þessar tvær ákvarðanir, að meirihluti ákvarðana um stýrivexti sé hvernig þeir voru á síðasta ársfjórðungi, og 85% veðsetningarhlutfall býr til ástand fyrir fyrstu kaupendur og fyrir öll sem eru með meðallaun undir 1100 þúsund á mánuði. Nú verður Seðlabanki að hafa visst sjálfstæði til að móta peningastefnuna, en þegar hún gengur út yfir allt venjulegt launafólk verður að grípa til mótvægisaðgerða. Verðbólga er mannanna verk. Ekki eins eða tveggja, heldur okkar allra. Kannski heldur peningastefnunefnd að hún sé ekki í pólitík, en þegar afleiðingar ákvarðana hennar þýða að venjulegt launafólk er komið í harða skrúfu, þá er það pólitík. Það er líka mannanna verk hvernig er tekið á afleiðingum hennar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á að bregðast við ákvörðunum peningastefnunefndar, þannig að það sé lifandi fyrir venjulegt launafólk í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi ríkisstjórn nái saman um þau verk sem þarf að vinna þar, en venjulegt launafólk hefur annan kost. Það verður að kjósa fólk sem ætlar að taka á þessum vanda. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. 1) Grein Ásgeirs Daníelssonar: https://www.visir.is/g/20242612452d/meir-um-verd-bolgu-og-rikis-fjar-mal 2) Grein á mbl.is um að fyrstu kaupendur þurfi að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/08/25/thurfa_1_1_milljon_til_ad_hafa_efni_a_afborgunum/
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar