Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 11:23 Wilum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir nýja bráðamóttöku á nýjum meðferðarkjarna á nýjum Landspítala en það séu um fimm ár í að sú móttaka opni. Vísir/Einar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum. Íslendingum hafi fjölgað hratt síðustu ár og móttakan ekki haldið í við þá þróun. Þá segir hann einnig til skoðunar að taka álag af bráðamóttöku með sérstakri smáslysamóttöku. Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór segir þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan sé sprungin. Hann ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þegar róðurinn er hvað þyngstur, á mestu álagspunktum, er bráðamóttakan sprungin,“ segir Willum. Hann segir starfsfólkið gera sitt besta og að spítalinn vilji bregðast við og breyta þegar fólk kvartar eða fær ekki góða þjónustu. Starfsfólk hafi, eftir þetta atvik, tekið verklag til skoðunar auk þess sem mæðgurnar hafi verið beðnar afsökunar. Íbúafjölgun hraðari Það sé þó tímabært að stækka bráðamóttökuna. Á síðustu árum hafi Íslendingum fjölgað um tíu prósent eða um fjögur þúsund og á sama tíma hafi móttakan ekki stækkað. Willum segir að hann hafi rætt þetta á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega. Hann hafi sem dæmi lagt til að 25 matspláss séu á bráðamóttökunni sem séu fyrir þau sem eru í bráðasta vandanum. Það verði þá hægt að taka þessi pláss til hliðar og sinna þeim sérstaklega sem þar dvelja. Fimm ár í nýja meðferðarkjarnann Hann segir að áætlanir séu um að byggja við spítalann 400 fermetra byggingu. Það vanti um 60 legurými og staðan sé núna þannig að fólki sé dreift en að nýtingin sé orðin það mikil á mestu álagspunktunum að það þurfi að fjölga rýmum en frekar. Plássleysi sé þó ekki eini vandinn, einnig sé um að ræða skipulagsvandamál, innan og utan spítalans. Hann segir að það hefði þurft að byggja nýjan spítala fyrr en að okkur hafi líka fjölgað hraðar en spáð hafði verið. Þjóðin sé líka að eldast og að það hafi ekki verið nægilega vel séð fyrir því í áætlunum. Nýr spítali hefur nú verið í byggingu í nokkur ár en enn eru fimm ár í að nýr meðferðarkjarni verði opnaður. Þar verður að finna nýja bráðamótttöku sem á að leysa af hólmi bráðamóttökur sem í dag eru á mörgum fimm stöðum í Reykjavík. Willum segir að heilbrigðiskerfið hafi síðustu ár verið til gagngerrar skoðunar. Það sé búið að koma á fót fjarskiptalækni sem gagnist öllu landinu, það sé komin ný fjarskiptamiðstöð sem greiðir úr erindum til heilsugæslu og dregur úr álagi þar sem á að gera það að verkum að betur er hægt að vegvísa í gegnum kerfið. Hæg er að hlusta á viðtalið við Willum í heild sinni hér að ofan. Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór segir þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan sé sprungin. Hann ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þegar róðurinn er hvað þyngstur, á mestu álagspunktum, er bráðamóttakan sprungin,“ segir Willum. Hann segir starfsfólkið gera sitt besta og að spítalinn vilji bregðast við og breyta þegar fólk kvartar eða fær ekki góða þjónustu. Starfsfólk hafi, eftir þetta atvik, tekið verklag til skoðunar auk þess sem mæðgurnar hafi verið beðnar afsökunar. Íbúafjölgun hraðari Það sé þó tímabært að stækka bráðamóttökuna. Á síðustu árum hafi Íslendingum fjölgað um tíu prósent eða um fjögur þúsund og á sama tíma hafi móttakan ekki stækkað. Willum segir að hann hafi rætt þetta á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega. Hann hafi sem dæmi lagt til að 25 matspláss séu á bráðamóttökunni sem séu fyrir þau sem eru í bráðasta vandanum. Það verði þá hægt að taka þessi pláss til hliðar og sinna þeim sérstaklega sem þar dvelja. Fimm ár í nýja meðferðarkjarnann Hann segir að áætlanir séu um að byggja við spítalann 400 fermetra byggingu. Það vanti um 60 legurými og staðan sé núna þannig að fólki sé dreift en að nýtingin sé orðin það mikil á mestu álagspunktunum að það þurfi að fjölga rýmum en frekar. Plássleysi sé þó ekki eini vandinn, einnig sé um að ræða skipulagsvandamál, innan og utan spítalans. Hann segir að það hefði þurft að byggja nýjan spítala fyrr en að okkur hafi líka fjölgað hraðar en spáð hafði verið. Þjóðin sé líka að eldast og að það hafi ekki verið nægilega vel séð fyrir því í áætlunum. Nýr spítali hefur nú verið í byggingu í nokkur ár en enn eru fimm ár í að nýr meðferðarkjarni verði opnaður. Þar verður að finna nýja bráðamótttöku sem á að leysa af hólmi bráðamóttökur sem í dag eru á mörgum fimm stöðum í Reykjavík. Willum segir að heilbrigðiskerfið hafi síðustu ár verið til gagngerrar skoðunar. Það sé búið að koma á fót fjarskiptalækni sem gagnist öllu landinu, það sé komin ný fjarskiptamiðstöð sem greiðir úr erindum til heilsugæslu og dregur úr álagi þar sem á að gera það að verkum að betur er hægt að vegvísa í gegnum kerfið. Hæg er að hlusta á viðtalið við Willum í heild sinni hér að ofan.
Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira