Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson, Margrét Manda Jónsdóttir og Kristján Vigfússon skrifa 11. september 2024 08:02 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Einkaþotur bíða í gangi eftir auðkýfingum við Hlíðarenda og dreifa hávaða og mengun yfir leikskóla og íbúðir. Það er með öllu óskiljanlegt að einkaþotum auðkýfinga og útsýnisflugi með þyrlum skuli vera beint inn í hjarta höfuðborgarinnar á þann hátt og í því magni sem nú er. Og það án lýðræðislegrar þátttöku íbúa í kringum um völlinn. Þess vegna erum við nú að stofna samtök íbúa úr ólíkum áttum sem telja þessa umferð hafa haft neikvæð áhrif á lífsgæði í þeirra nærumhverfi. Markmið samtakanna eru að óþarfa flug hverfi frá vellinum og að félagið fái aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Við teljum að hagsmunir íbúa hafi orðið undir við þróun umferðar um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Við viljum segja frá því hvernig stóraukin flugumferð veldur raski og ónæði í okkar daglega lífi. Meginástæða aukins rasks frá Reykjavíkurflugvelli liggur í því sem erlendis er kallað óþarfa flug. Það er flugumferð sem þjónar ekki öryggishlutverki á borð við björgunar-og sjúkraflug. Við íslenskar aðstæður væri hægt að ætla áætlunarflugi innanlands slíkt hlutverk. Við gerum okkur grein fyrir því að vel fjármagnaðir sérhagsmunahópar hafa beint umræðu um Reykjavíkurflugvöll í skotgrafir æsings og upplýsingaóreiðu undanfarin ár. Við teljum hins vegar að það sé komin tími til að umræðan taki þroskakipp og fullorðnist. Það skiptir engu máli fyrir öryggi eða aðgengi íbúa á landsbyggðinni að auðkýfingar fái að leggja einkaþotum í ódýr stæði við rætur Öskjuhlíðar, eða að ferðamenn leggi í útsýnisferðir með þyrlum steinsnar frá Hallgrímskirkju. Fólk sem telur sig ekki verða fyrir truflun af völdum óþarfa flugumferðar ætti varla að finna fyrir því ef hún hverfur. Að losna við óþarfa flugumferð skiptir hins vegar miklu máli fyrir fólk sem þarf að sofa, vakna, lifa og sofna við þyrlusmelli og þotudrunur. Samtökin okkar hafa hlotið nafnið Hljóðmörk - íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Við höfum nú þegar óskað eftir fundum og samráði við Innviðaráðuneytið, ISAVIA, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur eða deila reynslu þinni bendum við þér á Facebook og Instagram síður okkar með sama nafni og samtökin. Sömuleiðis ef þú hefur áhuga á að sjá myndbönd af þyrlum og þotum í lágflugi yfir húsaþökum, flugumferð um miðja nótt, eða einkaþotum í gangi í miðju íbúðahverfi. Fh. HljóðmarkarDaði Rafnsson, KópavogiMargrét Manda Jónsdóttir, ReykjavíkKristján Vigfússon, Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kópavogur Reykjavík Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Einkaþotur bíða í gangi eftir auðkýfingum við Hlíðarenda og dreifa hávaða og mengun yfir leikskóla og íbúðir. Það er með öllu óskiljanlegt að einkaþotum auðkýfinga og útsýnisflugi með þyrlum skuli vera beint inn í hjarta höfuðborgarinnar á þann hátt og í því magni sem nú er. Og það án lýðræðislegrar þátttöku íbúa í kringum um völlinn. Þess vegna erum við nú að stofna samtök íbúa úr ólíkum áttum sem telja þessa umferð hafa haft neikvæð áhrif á lífsgæði í þeirra nærumhverfi. Markmið samtakanna eru að óþarfa flug hverfi frá vellinum og að félagið fái aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Við teljum að hagsmunir íbúa hafi orðið undir við þróun umferðar um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Við viljum segja frá því hvernig stóraukin flugumferð veldur raski og ónæði í okkar daglega lífi. Meginástæða aukins rasks frá Reykjavíkurflugvelli liggur í því sem erlendis er kallað óþarfa flug. Það er flugumferð sem þjónar ekki öryggishlutverki á borð við björgunar-og sjúkraflug. Við íslenskar aðstæður væri hægt að ætla áætlunarflugi innanlands slíkt hlutverk. Við gerum okkur grein fyrir því að vel fjármagnaðir sérhagsmunahópar hafa beint umræðu um Reykjavíkurflugvöll í skotgrafir æsings og upplýsingaóreiðu undanfarin ár. Við teljum hins vegar að það sé komin tími til að umræðan taki þroskakipp og fullorðnist. Það skiptir engu máli fyrir öryggi eða aðgengi íbúa á landsbyggðinni að auðkýfingar fái að leggja einkaþotum í ódýr stæði við rætur Öskjuhlíðar, eða að ferðamenn leggi í útsýnisferðir með þyrlum steinsnar frá Hallgrímskirkju. Fólk sem telur sig ekki verða fyrir truflun af völdum óþarfa flugumferðar ætti varla að finna fyrir því ef hún hverfur. Að losna við óþarfa flugumferð skiptir hins vegar miklu máli fyrir fólk sem þarf að sofa, vakna, lifa og sofna við þyrlusmelli og þotudrunur. Samtökin okkar hafa hlotið nafnið Hljóðmörk - íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Við höfum nú þegar óskað eftir fundum og samráði við Innviðaráðuneytið, ISAVIA, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur eða deila reynslu þinni bendum við þér á Facebook og Instagram síður okkar með sama nafni og samtökin. Sömuleiðis ef þú hefur áhuga á að sjá myndbönd af þyrlum og þotum í lágflugi yfir húsaþökum, flugumferð um miðja nótt, eða einkaþotum í gangi í miðju íbúðahverfi. Fh. HljóðmarkarDaði Rafnsson, KópavogiMargrét Manda Jónsdóttir, ReykjavíkKristján Vigfússon, Reykjavík
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar