Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2024 12:20 Flugvélarnar komu báðar til landsins sama dag með tíu mínútna millibili þann 2. maí árið 1957. Mannfjöldi fagnaði komu þeirra á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair/Kvikmyndasafn Íslands Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa fyrrverandi starfsmenn Flugfélagsins reynslu sinni af Viscount-vélunum. Félagið fékk tvær nýjar beint úr verksmiðjunum í Bretlandi vorið 1957, TF-ISN og TF-ISU. Þær hlutu nöfnin Gullfaxi og Hrímfaxi og höfðu sæti fyrir 48 farþega. Myndin af Vickers Viscount með gjósandi Surtsey í baksýn er úr bókinni Íslenskar flugvélar - Saga í 90 ár, sem Snorri Snorrason flugstjóri gaf út.Teikning/Wilfred Hardy Margir vilja meina að Íslendingar hafi stigið inn í þotuöldina með komu Viscount-vélanna. Þær töldust skrúfuþotur og voru knúnar af fjórum Rolls-Royce Dart-túrbínuhreyflum. Ekki þurfti að verja löngum tíma til að hita þá upp, ólíkt bulluhreyflum sem voru í eldri flugvélum, eins og þristunum og fjörkunum. Þær gátu flogið upp í 25 þúsund feta hæð, langt upp fyrir veður, sem gerði flugið þægilegra, og náðu yfir 500 kílómetra hraða, sem stytti ferðatímann talsvert. Mest flugu þær milli Íslands og Norðurlandanna og Bretlands en voru einnig notaðar í innanlandsflugi. Gullfaxi á Ísafjarðarflugvelli árið 1962.Snorri Snorrason Önnur þeirra, Hrímfaxi, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Osló á páskadag árið 1963 og létust allir um borð, alls tólf manns, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Hin vélin, Gullfaxi, var í notkun hjá Flugfélaginu til ársins 1968 en fékk nafnið Snæfaxi ári áður. Tilraunir til að selja hana báru ekki árangur og var hún rifin vorið 1970. Hér má sjá fjögurra mínútna langt myndskeið úr þættinum: Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16:50. Áskrifendur að Stöð 2 og Stöð 2 plús geta auk þess horft á þáttinn í streymisveitu hvar og hvenær sem er. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar, sem sýndur verður næstkomandi mánudagskvöld, fjallar um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa fyrrverandi starfsmenn Flugfélagsins reynslu sinni af Viscount-vélunum. Félagið fékk tvær nýjar beint úr verksmiðjunum í Bretlandi vorið 1957, TF-ISN og TF-ISU. Þær hlutu nöfnin Gullfaxi og Hrímfaxi og höfðu sæti fyrir 48 farþega. Myndin af Vickers Viscount með gjósandi Surtsey í baksýn er úr bókinni Íslenskar flugvélar - Saga í 90 ár, sem Snorri Snorrason flugstjóri gaf út.Teikning/Wilfred Hardy Margir vilja meina að Íslendingar hafi stigið inn í þotuöldina með komu Viscount-vélanna. Þær töldust skrúfuþotur og voru knúnar af fjórum Rolls-Royce Dart-túrbínuhreyflum. Ekki þurfti að verja löngum tíma til að hita þá upp, ólíkt bulluhreyflum sem voru í eldri flugvélum, eins og þristunum og fjörkunum. Þær gátu flogið upp í 25 þúsund feta hæð, langt upp fyrir veður, sem gerði flugið þægilegra, og náðu yfir 500 kílómetra hraða, sem stytti ferðatímann talsvert. Mest flugu þær milli Íslands og Norðurlandanna og Bretlands en voru einnig notaðar í innanlandsflugi. Gullfaxi á Ísafjarðarflugvelli árið 1962.Snorri Snorrason Önnur þeirra, Hrímfaxi, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Osló á páskadag árið 1963 og létust allir um borð, alls tólf manns, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Hin vélin, Gullfaxi, var í notkun hjá Flugfélaginu til ársins 1968 en fékk nafnið Snæfaxi ári áður. Tilraunir til að selja hana báru ekki árangur og var hún rifin vorið 1970. Hér má sjá fjögurra mínútna langt myndskeið úr þættinum: Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16:50. Áskrifendur að Stöð 2 og Stöð 2 plús geta auk þess horft á þáttinn í streymisveitu hvar og hvenær sem er. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar, sem sýndur verður næstkomandi mánudagskvöld, fjallar um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21