Lífið samstarf

Heitustu haust- og vetrartrendin 2024

Boozt
Haustið og veturinn kalla á dýpri litatóna en sumarið, lúxusefni og fágaða mýkt í bland við hressandi dýramunstur og kanadísk kjólföt.
Haustið og veturinn kalla á dýpri litatóna en sumarið, lúxusefni og fágaða mýkt í bland við hressandi dýramunstur og kanadísk kjólföt.

Haustinu fylgir alltaf spennandi uppfærsla í fataskápnum. Stuttbuxurnar og sandalarnir fara ofan í skúffu og þykkar peysur, kápur og hlýlegri flíkur dregnar fram.

Við erum að tala um lúxusefni og fágaða mýkt í bland við hressandi dýramunstur og “kanadísk kjólföt”, dúnúlpur og flotta fylgihluti og  vefverslunin Boozt er með þetta allt saman.

Veður fyrir leður

Leður hefur verið áberandi á tískupöllunum, ýmist glansandi eða mjúkt og matt, leðurkjólar leðurpils, -jakkar, og -kápur. Svart leður er alltaf klassískt en eins verða fallegir jarðlitir eins og brúnn og grænn áberandi í vetur og eins blár. Virkilega flott að para leður saman við prjónaflíkur eins og þykkar peysur.

Nútímalegur kvenleiki

Fáguð mýkt með rómantísku ívafi verður allsráðandi í vetur. Meitlaðar axlir og mittið tekið inn með belti, pinnahælar og A-pils. Til að fanga þennan kvenlega stíl er kjörið að velja einlitar flíkur og para saman svipaða tóna til að kalla fram tilfinningu fyrir lúxus.

Djúpir brúntónar í bland við rautt

Djúpir brúnir og rauðir tónar eins og burgundy og Boreaux verða áberandi í vetur. Þessir tónar eru hlýir og elegant og frábærir á lykilflíkur eins og kápur og kvöldkjóla. 

Kakígrænn og grár verða einnig vinsælir í vetur og eru frábær grunnur til að byggja ofan á til dæmis með bláum tónum og pastelgulu tvisti. Það er um að gera að hafa þetta dálítið skemmtilegt í vetur.

Denim og aftur denim

Gallaflíkur eru skyldueign í öllum fataskápum en í vetur erum við ekki bara að tala um að para gallabuxur við prjónapeysu.

Kanadísku kjólfötin svokölluðu verða allsráðandi og í vetur verða paraðar saman allar gerðir gallafatnaðar, ekki bara í öllum litatónum heldur líka munstrum. Því ýktari samsetning því betri. 

Hlébarðamunstur heldur vinsældum inn í veturinn

Dýramunstur er virkilega skemmtileg og eru alltaf hluti af tískusenunni ár eftir ár, í mismunandi magni þó, stundum stór og æpandi, stundum lítil og settleg. 

Hlébarðamunstur sló í gegn í sumar og heldur vinsældum sínum í haust og vetur, nema nú sjáum við það aðallega í prjónaflíkum og í yfirhöfnum.

Skór í takt við tilefnið

Pæjulegir hælar verða frekar áberandi í vetur en bland við allt hitt. Skóna þarf að velja í takt við tilefnið og við mismunandi aðstæður. 

Stundum þarf bara einfalda ballerínuskó og lægri hæla.  Þegar fer að kólna fyrir alvöru drögum við stígvélin fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.