Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 21:02 Laugarneshverfið er til hægri á ljósmyndinni. Vísir/Vilhelm Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu, segist ekki vita nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur en segir helstu kenningu hans og annarra íbúa vera að þegar að vindur skellir á svölum í hverfinu verði þær að hálfgerðum munnhörpum sem gefa frá sér fínan en óbærilegan a-tón. Hljóðið gerir helst vart við sig þegar það er norðanátt en það má heyra í spilaranum hér að neðan. Hljóðið viðvarandi síðan í fyrra „Þetta vælir hérna yfir allt hverfið, já svona draugahljóð hálfpartinn sem kemur hérna oft á kvöldin og líka á daginn þegar það er mjög hvasst en aðallega á kvöldin og inn í nóttina.“ Hljóðið gerði fyrst vart við sig í fyrra um haustið en Jón vakti athygli á hljóðinu á Facebook-síðu hverfisins í gær. Hann fékk mörg viðbrögð frá nágrönnum sínum sem kvarta einnig undan hávaðanum. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu.Vísir/Einar Jón sendi Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur erindi vegna hávaðans í byrjun júní en fékk svar í gær þar sem sagði að málið væri í skoðun. Hann gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og segir hljóðið spilla fyrir svefninum. „Það eru aðallega næturnar sem eru kannski erfiðar. Ef það hvessir að nóttu til þá glymur þetta og þá þarf maður að loka gluggum og setja tappa í eyrun. Jafnframt er ég með tvo hunda, þeir halda að það sé einhver að dingla eða flauta úti og halda að þetta sé einhver óboðinn gestur og taka stundum á rás og ef það er á nóttunni þá er lítið um svefn á eftir.“ Rannsókn staðið yfir síðan í byrjun árs Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfesti í samtali við fréttastofu að rannsókn á málinu hafi staðið yfir síðan í byrjun árs. Málið sé enn í skoðun og búið sé að staðsetja upptök hljóðsins þó að ekki sé staðfest hvað nákvæmlega veldur hljóðinu. Jón fagnar því að verið sé að skoða málið og vonast til þess að lausn verði fundin sem fyrst. „Ég held að það sé mikilvægt að benda á það að þegar að erindi berast svona til borgarinnar að þeim sé sinnt þannig að borgarinn fái á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað. Það var svona eftir fimmta póstinn sem maður fékk áhyggjur af því að það ætti ekki að gera neitt í þessu,“ sagði Jón. Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu, segist ekki vita nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur en segir helstu kenningu hans og annarra íbúa vera að þegar að vindur skellir á svölum í hverfinu verði þær að hálfgerðum munnhörpum sem gefa frá sér fínan en óbærilegan a-tón. Hljóðið gerir helst vart við sig þegar það er norðanátt en það má heyra í spilaranum hér að neðan. Hljóðið viðvarandi síðan í fyrra „Þetta vælir hérna yfir allt hverfið, já svona draugahljóð hálfpartinn sem kemur hérna oft á kvöldin og líka á daginn þegar það er mjög hvasst en aðallega á kvöldin og inn í nóttina.“ Hljóðið gerði fyrst vart við sig í fyrra um haustið en Jón vakti athygli á hljóðinu á Facebook-síðu hverfisins í gær. Hann fékk mörg viðbrögð frá nágrönnum sínum sem kvarta einnig undan hávaðanum. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu.Vísir/Einar Jón sendi Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur erindi vegna hávaðans í byrjun júní en fékk svar í gær þar sem sagði að málið væri í skoðun. Hann gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og segir hljóðið spilla fyrir svefninum. „Það eru aðallega næturnar sem eru kannski erfiðar. Ef það hvessir að nóttu til þá glymur þetta og þá þarf maður að loka gluggum og setja tappa í eyrun. Jafnframt er ég með tvo hunda, þeir halda að það sé einhver að dingla eða flauta úti og halda að þetta sé einhver óboðinn gestur og taka stundum á rás og ef það er á nóttunni þá er lítið um svefn á eftir.“ Rannsókn staðið yfir síðan í byrjun árs Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfesti í samtali við fréttastofu að rannsókn á málinu hafi staðið yfir síðan í byrjun árs. Málið sé enn í skoðun og búið sé að staðsetja upptök hljóðsins þó að ekki sé staðfest hvað nákvæmlega veldur hljóðinu. Jón fagnar því að verið sé að skoða málið og vonast til þess að lausn verði fundin sem fyrst. „Ég held að það sé mikilvægt að benda á það að þegar að erindi berast svona til borgarinnar að þeim sé sinnt þannig að borgarinn fái á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað. Það var svona eftir fimmta póstinn sem maður fékk áhyggjur af því að það ætti ekki að gera neitt í þessu,“ sagði Jón.
Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira