Var Díana prinsessa myrt? Boði Logason skrifar 16. september 2024 09:22 Þegar Díana lést var hún með nýjum kærasta sínum, Dodi Fayed, en hann lét einnig lífið í árekstrinum. Getty Allt frá hörmulega bílslysinu í París fyrir næstum þrjátíu árum hefur ríkt tortryggni í garð opinberra skýringa á andláti Díönu prinsessu. Mælingar hafa sýnt að næstum fjórir af hverjum tíu Bretum trúðu því ekki að um slys hafi verið að ræða og þriðjungur taldi að hún hafi verið myrt. Var þetta bara bílslys eða er ástæða til að tortryggja opinberar skýringar? Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um andlát Díönu prinsessu. Opinberar skýringar segja að hún hafi látist í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997 þegar hún flúði eltismella ásamt kærasta sínum Dody Al Fayed. En allar götur frá hinni voveiflegu nótt í París hafa ýmsar samsæriskenningar verið á sveimi um að konungsfjölskyldan, ýmist á eigin vegum, ellegar í samkrulli við bresku leyniþjónustuna MI6, hafi valdið dauða Díönu. Aðrar samsæriskenningar herma að vopnaframleiðendur hafi komið bílslysinu í kring vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ýmsar fleiri grunsemdir hafa að auki lengi verið á kreiki. En hvað er satt og rétt í þessum sögum? Og hvers vegna eru yfirvöld og alþjóðafyrirtæki grunuð um græsku í sögunni af dauða Díönu? Í þessum fyrri þætti af tveimur um andlát Díönu fara þau Hulda og Eiríkur yfir baksögu Díönu. Þau ræða uppvöxtinn, erfitt hjónaband hennar við Karl Bretaprins, ímynd hennar sem „prinsessa fólksins“ og aðdraganda atburðanna sem áttu sér stað hinn örlagaríka dag. Díana var þekkt fyrir mikla samkennd með fólki, sérstaklega með þeim sem höfðu orðið undir í samfélaginu. Hún vakti heimsathygli þegar hún tók í höndina á HIV-smituðum sjúklingi til að draga úr fordómum og var ein fyrsta opinbera persónan til þess að gera það. Þessar miklu vinsældir, samhliða erfiðu einkalífi hennar, vöktu samúð en einnig umtalsverða fjölmiðlaathygli. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi eftir að Díana prinsessa lést í árekstrinum í París árið 1997.Getty Þegar hjónaband hennar og Karls tók að liðast í sundur og fjölmiðlar hófu að fjalla um meint framhjáhald Karls með Camillu Parker Bowles, þróaði Díana með sér átröskun og sjálfsskaða. Díana og Karl skildu árið 1996. Hún tók svo saman við Dody Al Fayed, son Mohammed Al Fayed, auðugs viðskiptamanns sumarið eftir. Í þættinum er fjallað um atburðarrásina 31. ágúst 1997, þegar þau Díana og Dody reyndu að flýja fjölmiðlafólk í gegnum bakdyr á Ritz hótelinu. Blaðaljósmyndarar gerðu þeim eftirför og bíllinn endaði á vegg í göngum undir Pont de l'Alma brúnni. Dody og bílstjórinn dóu samstundis en Díana lést fjórum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir opinberar skýringar um slysið, að bílstjórinn Henrys Paul hafi verið undir áhrifum áfengis og þunglyndislyfja og hafi misst stjórn á bílnum í eftirförinni, hafa ýmsir vakið upp spurningar um ótrúlega atburðarás þessa dags. Í næsta þætti verður farið nánar yfir þær samsæriskenningar sem sprottið hafa upp í kjölfarið. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á TAL, hlaðvarpssíðu Vísis. Kóngafólk Bretland Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um andlát Díönu prinsessu. Opinberar skýringar segja að hún hafi látist í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997 þegar hún flúði eltismella ásamt kærasta sínum Dody Al Fayed. En allar götur frá hinni voveiflegu nótt í París hafa ýmsar samsæriskenningar verið á sveimi um að konungsfjölskyldan, ýmist á eigin vegum, ellegar í samkrulli við bresku leyniþjónustuna MI6, hafi valdið dauða Díönu. Aðrar samsæriskenningar herma að vopnaframleiðendur hafi komið bílslysinu í kring vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ýmsar fleiri grunsemdir hafa að auki lengi verið á kreiki. En hvað er satt og rétt í þessum sögum? Og hvers vegna eru yfirvöld og alþjóðafyrirtæki grunuð um græsku í sögunni af dauða Díönu? Í þessum fyrri þætti af tveimur um andlát Díönu fara þau Hulda og Eiríkur yfir baksögu Díönu. Þau ræða uppvöxtinn, erfitt hjónaband hennar við Karl Bretaprins, ímynd hennar sem „prinsessa fólksins“ og aðdraganda atburðanna sem áttu sér stað hinn örlagaríka dag. Díana var þekkt fyrir mikla samkennd með fólki, sérstaklega með þeim sem höfðu orðið undir í samfélaginu. Hún vakti heimsathygli þegar hún tók í höndina á HIV-smituðum sjúklingi til að draga úr fordómum og var ein fyrsta opinbera persónan til þess að gera það. Þessar miklu vinsældir, samhliða erfiðu einkalífi hennar, vöktu samúð en einnig umtalsverða fjölmiðlaathygli. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi eftir að Díana prinsessa lést í árekstrinum í París árið 1997.Getty Þegar hjónaband hennar og Karls tók að liðast í sundur og fjölmiðlar hófu að fjalla um meint framhjáhald Karls með Camillu Parker Bowles, þróaði Díana með sér átröskun og sjálfsskaða. Díana og Karl skildu árið 1996. Hún tók svo saman við Dody Al Fayed, son Mohammed Al Fayed, auðugs viðskiptamanns sumarið eftir. Í þættinum er fjallað um atburðarrásina 31. ágúst 1997, þegar þau Díana og Dody reyndu að flýja fjölmiðlafólk í gegnum bakdyr á Ritz hótelinu. Blaðaljósmyndarar gerðu þeim eftirför og bíllinn endaði á vegg í göngum undir Pont de l'Alma brúnni. Dody og bílstjórinn dóu samstundis en Díana lést fjórum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir opinberar skýringar um slysið, að bílstjórinn Henrys Paul hafi verið undir áhrifum áfengis og þunglyndislyfja og hafi misst stjórn á bílnum í eftirförinni, hafa ýmsir vakið upp spurningar um ótrúlega atburðarás þessa dags. Í næsta þætti verður farið nánar yfir þær samsæriskenningar sem sprottið hafa upp í kjölfarið. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á TAL, hlaðvarpssíðu Vísis.
Kóngafólk Bretland Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47