Afnemum launamisrétti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. september 2024 11:03 Hvenær byrjaðir þú að vinna launalaust í dag, kona góð? Þessi spurning á að vera fjarstæðukennd í samtímanum en verður því miður raunverulegt álitamál þangað til launamun kynjanna hefur verið útrýmt. Við sem samfélag hyglum enn hinu karllæga, feðraveldið lifir góðu lífi og framlag kvenna til samfélagsins er gjaldfellt. Vanmat á kvennastörfum er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Alþjóðlegur jafnlaunadagur í dag Ísland tók frumkvæði að því að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna lýsti daginn í dag, 18. september, alþjóðlegan jafnlaunadag. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmiðið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga. Í ár stendur sendiráð Íslands í París fyrir viðburði þar sem sjónum verður beint að launamun í íþróttum, sem er viðeigandi nú þegar Ólympíuleikum er nýlokið í París. Launamunur kynja verður að heyra sögunni til Við Íslendingar þurfum að líta okkur nær. Sjálfsmynd okkar byggir á því að Ísland sé jafnréttisparadís, og við mælumst efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. En, það segir ekki alla söguna. Enn fyrirfinnst launamunur þó gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða undanfarin ár og umtalsverður árangur þegar náðst. Góður árangur hefur náðst með jafnlaunavottun sem nær til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli. Markmiðið með jafnlaunavottun er að tryggja sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Nú hafa 616 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun og nær vottunin því til meginþorra vinnumarkaðarins eða ríflega 83% starfsfólks sem lögin ná til. Jafnlaunavottun fjallar þó aðeins um mat starfa og laun innan hverrar stofnunar eða fyrirtækis fyrir sig en tryggir ekki að virði starfa sé metið þvert á vinnustaði samfélagsins. Nauðsynlegt er að beita víðtækari nálgun. Ólík störf geta verið jafn verðmæt þó gamaldags gildismat um hvað einkenni hefðbundin kvennastörf byrgi okkur sýn. Virðismatskerfi: Ný nálgun á afnám launamisréttis kynjanna Í kjarasamningum sem náðust á almennum vinnumarkaði í vor er ein af aðgerðum stjórnvalda að innleiða í áföngum virðismatskerfi sem felur í sér breiðari nálgun á mati á virði starfa en áður hefur verið notuð hjá ríkinu. Aðgerðahópur sem mun stýra vinnunni var skipaður í síðustu viku. Ég sem ráðherra jafnréttismála og vinnumarkaðsmála bind miklar vonir við að virðismatskerfi sé það tæki sem við þurfum til að geta markvisst haldið áfram að afnema launamun kynjanna. Og, útrýma þeim mun. Launamisrétti er eitt af því sem stendur okkur helst fyrir þrifum í að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Jöfn laun snúast um svo miklu meira en bara launaseðilinn. Launamunur leiðir til minna fjárhagslegs sjálfstæðis og skertra lífeyrisréttinda í ellinni sem jaðarsetur konur og gerir þær háðar mökum um afkomu sína. Afnám launamisréttis er einn stærsti þátturinn í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Kjaramál Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvenær byrjaðir þú að vinna launalaust í dag, kona góð? Þessi spurning á að vera fjarstæðukennd í samtímanum en verður því miður raunverulegt álitamál þangað til launamun kynjanna hefur verið útrýmt. Við sem samfélag hyglum enn hinu karllæga, feðraveldið lifir góðu lífi og framlag kvenna til samfélagsins er gjaldfellt. Vanmat á kvennastörfum er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Alþjóðlegur jafnlaunadagur í dag Ísland tók frumkvæði að því að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna lýsti daginn í dag, 18. september, alþjóðlegan jafnlaunadag. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmiðið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga. Í ár stendur sendiráð Íslands í París fyrir viðburði þar sem sjónum verður beint að launamun í íþróttum, sem er viðeigandi nú þegar Ólympíuleikum er nýlokið í París. Launamunur kynja verður að heyra sögunni til Við Íslendingar þurfum að líta okkur nær. Sjálfsmynd okkar byggir á því að Ísland sé jafnréttisparadís, og við mælumst efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. En, það segir ekki alla söguna. Enn fyrirfinnst launamunur þó gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða undanfarin ár og umtalsverður árangur þegar náðst. Góður árangur hefur náðst með jafnlaunavottun sem nær til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli. Markmiðið með jafnlaunavottun er að tryggja sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Nú hafa 616 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun og nær vottunin því til meginþorra vinnumarkaðarins eða ríflega 83% starfsfólks sem lögin ná til. Jafnlaunavottun fjallar þó aðeins um mat starfa og laun innan hverrar stofnunar eða fyrirtækis fyrir sig en tryggir ekki að virði starfa sé metið þvert á vinnustaði samfélagsins. Nauðsynlegt er að beita víðtækari nálgun. Ólík störf geta verið jafn verðmæt þó gamaldags gildismat um hvað einkenni hefðbundin kvennastörf byrgi okkur sýn. Virðismatskerfi: Ný nálgun á afnám launamisréttis kynjanna Í kjarasamningum sem náðust á almennum vinnumarkaði í vor er ein af aðgerðum stjórnvalda að innleiða í áföngum virðismatskerfi sem felur í sér breiðari nálgun á mati á virði starfa en áður hefur verið notuð hjá ríkinu. Aðgerðahópur sem mun stýra vinnunni var skipaður í síðustu viku. Ég sem ráðherra jafnréttismála og vinnumarkaðsmála bind miklar vonir við að virðismatskerfi sé það tæki sem við þurfum til að geta markvisst haldið áfram að afnema launamun kynjanna. Og, útrýma þeim mun. Launamisrétti er eitt af því sem stendur okkur helst fyrir þrifum í að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Jöfn laun snúast um svo miklu meira en bara launaseðilinn. Launamunur leiðir til minna fjárhagslegs sjálfstæðis og skertra lífeyrisréttinda í ellinni sem jaðarsetur konur og gerir þær háðar mökum um afkomu sína. Afnám launamisréttis er einn stærsti þátturinn í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun