Líf án ótta og gjöfin í andlegri vakningu Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 20. september 2024 07:01 Líf án ótta. Grein sem ég er búin að vera með í maganum í nokkra mánuði, en er loks nú að fá sinn stað í sólinni. Og eins og áður þá ætla ég að skrifa þessa grein í smá ADHD stíl. Eins og mér finnst gaman að gera. Að leyfa ykkur að hrífast með hugsunarferli þeirra sem svona stundum komast að sínum eigin sannleik, með því að feta óvenjuleg spor áleiðis. Ja, eða eins og sumir myndu segja, með því að vaða úr einu í annað, án nokkurra sjáanlegra tenginga fyrir okkur hin. Ég ætla að byrja á fallegu augnabliki sem ég fékk að njóta fyrir stuttu. Ég stóð fyrir framan Hallgrímskirkju, með urmul að fólki mér í kring. Dúndrandi tónlist dundi í eyrum og brosandi andlit í hverju skúmaskoti, hrifust með galsanum og kætinni. Getum við ekki hringt í Kára og fengið hann til að klóna Palla, var hugsun sem kom mér í huga á meðan ég fylgdi vagninum hans niður eftir. Það er svo gaman að sjá brosin ljóma, bara um leið og hann birtist í þeirra návist. Og það er þessi tilfinning sem ég fæ alltaf í hans nærveru. Tilfinning sem var bara alls ekki smituð af tærri kærleikssprengju sem ég fékk að upplifa nokkrum vögnum áður en Palli steig á stokk. Þar var á ferð lítið atriði sem kannski ekki svo margir tóku eftir, en bræddi mig gjörsamlega. Bara lítið atriði og lítið skilti, með orðunum: „Jákvæðir á lyfjum = ósmitandi“. Vá, hugsaði ég, bara vá hvað hlutir hafa breyst til batnaðar. Vá, hvað þetta er mikið frelsi. Frelsi frá ótta að vera gangandi dauðadómur fyrir þá sem standa manni nærri. Takið eftir lykilorðinu ótta. Ég er ekki að segja að menn hafi áður fyrr verið gangandi dauðadómur fyrir aðra. En óttinn hlýtur að hafa verið til staðar. Því óttinn sýnir ekki alltaf rétta mynd á stöðu mála. Óttinn er bara. Hann er. Við getum auðvitað troðið honum niður í maga. Þóst vera hugrökk, horft framhjá honum og ekki tekist á við þær tilfinningar sem leiða til óttans. Og bundið þannig óttann við smá kvíða. En ef maður vill ekki upplifa líkamlegar afleiðingar á slíkri ákvarðanatöku, eins og hjarta og æðaskemmdir, versnandi ónæmiskerfi og magasár, þá getur það reynst manni til heilla að huga að þeirri list, fyrr frekar en seinna, að horfast í augu við sjálfan sig í hreinskilni. Við ættum svo sem öll að skilja hvað felst í ótta. Þetta er þessi frumhvöt sem hefur haldið í okkur lífinu frá öræfi alda. Við eigum það meira segja til að setja okkur í aðstæður til að framkalla ótta. Sem eykur svo þörf okkar til að gleyma óttanum um stund með alls konar fíknum og ávanabindandi efnum. Þessi grein er ekki beint skrifuð til að færa þér sem lesanda allar lausnir um hvernig takast skal á við ótta. Ég læt sálfræðingum, markþjálfurum og annars mikils metnu fólki það alveg eftir. En ef þið hafið áhuga að kynna ykkur þessi mál frekar, þá er hér afbragðs góð grein um málið. Það sem mig langar til að gera er að fjalla aðeins um viðfangsefnið á skrítnari nótum. Sjálf hef ég verið að glíma við sjúklega þráhyggju til að skilja hluti. Gefið, skringilega hluti, sem mjög fáir hafa áhuga á. En þið vitið, þetta samtal mitt við sálina, hefur leitt mig á ansi furðulega staði. Og eitt af því sem ég er farin að treysta, er að sálin vill okkur vel. Hún vill að við lærum að stíga skref í átt að betra lífi. Kannski einum of í mínu tilviki, því í alvöru, sjúkleg þráhyggja er ekkert sem hægt er að gorta sig af. En þetta hefur verið hennar leið að ná til mín. Hún dömpar bara einhverjum tilfinningum upp á mitt borð, og það er svo mitt, heilans og egósins, að finna út úr því af hverju í ósköpunum þessar tilfinningar og kannski aðrar undirliggjandi tilfinningar eru að hamla mér í þessu lífi, svo ég geti gert breytingar til batnaðar. En svo rann það upp fyrir mér um daginn, að kannski er það ekki sálin sem stendur á bakvið þráhyggjuna. Eftir að hafa setið í smá stund frekar móðguð yfir því að vera að véfengja mína fyrri trú, þá var ég komin á þá skoðun að egóið yrði bara að kyngja því að taka sökina á sig. Því hvað er þráhyggja annað en afleiðing af ótta. Ótta sem kemur til vegna frumþarfar egósins til að verja þetta litla líf sem það hefur undir höndum. En vitið hvað, hver veit, sálin er smá „bad bitch“. Hún kallar þessar tilfinningar fram í manni svo við getum unnið okkur upp úr þeim. Og hún kann þá list að magna þær upp. Skelfileg tilhugsun þegar maður fer að pæla í því, en þegar hún hefur traust á okkur. Þá hefur hún traust á okkur. Við erum eftir allt viti bornar skepnur. Þetta er eitthvað sem við getum gert ef viljinn er fyrir hendi. Skiljandi það að þegar maður lifir í ótta þá er maður ekki að ganga í takt við vilja sálar, þá ákvað ég að finna leiðir til að kveða óttann í kútinn, hvar sem hann svo bærir á sér. Ég leyfði mér meira að segja að sitja með óttanum um stund. Ég kallaði fram hugsanir sem ollu mér skelfingu. Ég leyfði mér að magna upp óttann af öllum mætti. Ég leyfði mér að sitja stjörf að hræðslu. Og það var svolítið magnað. Og á svo margan hátt frelsandi. Óttinn við andlega vakningu Allir upplifa andlega vakningu með sínum eigin hætti. En fyrir okkur öllum opnast fyrir hluti sem okkur þykja ekki vera skýrðir með venjubundnum hætti. Samhliða andlegri vakningu þá hef ég líka verið að upplifa Kundalini vakningu, eða nuddið að innan eins og ég hef verið að kalla það. Þið vitið, svona vont, vont, GOOOOTTT. Við búum öll yfir orku inn í okkur en Kundalini vakning setur allt í smá yfirdrif. Orkan byrjar að flæða um líkamann og ýtir við og losar um óuppgerðar tilfinningar sem við geymum m.a. í taugakerfi, hjarta og maga. Sjá má ágætis kynningu á Kundalini hér. Magnað tilfinningalíf er ekki beint það sem ég haft á óskalista í mínu lífi. Tilhugsunin um fullkomið jafnvægi hefur verið svolítið haldreipi. Og sem betur fer þá er það að verða auðveldara og auðveldara að greina tilfinningar, sætta sig við þær eða gera breytingar. Já og Guð minn góður, njóta þeirra kannski líka. Hvort að þeir sem ganga í gegnum andlega vakningu, upplifi tilfinningar einnig í meira magni en áður, geri ég mér ekki grein fyrir. En það kæmi mér alls ekkert á óvart, miðað við mína reynslu af þeim sem hafa verið í kringum mig. Eflaust er það ekki algildur sannleikur. Sumir sem ganga í gegnum tilfinningarót, sjá hvað er að gerast og gera breytingar á sínu lífi til batnaðar, og aðrir ekki. En ég er ansi hrædd um að óttinn sé sú tilfinning sem flestir festast yfir, eigi erfitt með að melta og læri aldrei að fullu að leggja til hliðar. Eitt er það þó sem við eigum sameiginlegt. Það er ein alvond tilfinning að upplifa alls konar hluti, en geta ekki potað í þá og fengið á þeim áþreifanlegar sannanir. Að hugsa til þess kannski oft á dag, jæja nú er glóran gjörsamlega flogin á brott. Og upplifa kannski samskonar hugsanir frá öðrum. Því það eru jú merki þess til staðar að allt sé ekki í lagi. Maður missir bara smá fótanna að skilja hvaða hlutir hafa stoð í raunveruleika og hvað mætti telja til skýjaborga í óraunhæfum væntingum eða órökstuddum ótta. Þetta er kannski megin ástæða fyrir því af hverju þeir sem ganga í gegnum andlega vakningu eru oft litnir hornauga. Menn geta fests smá yfir „delulu“ hugsunum og óttanum. Og aðrir vilja skiljanlega ekki taka þátt í því. Það er smá list að læra að stíga upp úr þeim sporum að vera að véfengja sífellt manns eigin upplifun. Þetta er ferli sem tekur smá tíma. En maður lærir smá saman að hlusta á sína eigin innri rödd og að treysta sjálfum sér. Ég er á þeirri skoðun að maður getur á svo margan hátt valið þann raunveruleika sem við manni blasir hverju sinni. Ef maður vill búa við veruleika þar sem óttinn felur sig í leynum, þá raungerist hann, aftur og aftur, þar til maður lærir að sleppa á honum tökum. Við getum ekki útskrifast frá óttanum fyrr en við skiljum óttann. Sálin heldur bara áfram að senda hann á okkur þar til maður lærir að þekkja hann fyrir það sem hann er, þar til maður lærir að standa með sjálfum sér, lærir að jarðtengja sig og lærir þá tækni að hughreysta sjálfan sig þegar þörf skellur á. En þetta er ekki alltaf auðvelt. Og óttinn getur laumast svo skringilega að manni. Hvað geta þeir sem hafa gengið í gegnum andlega vakningu gefið samfélagi? Meðal þeirra sem hafa upplifað andlega vakningu ríkir sú útbreidda skoðun að það þýðir ekkert að opna munninn um andleg málefni. Þeir komi sem vilja koma og þeir sjá sem vilja sjá. Eitthvað sem ég er fullkomlega sammála, að svo mörgu leiti. En það er eitthvað sem segir mér að sagan sé þar ekki að fullu sögð. Því það getur verið erfitt fyrir leitandi sálir að feta sig áfram þegar þær eru að veltast um í óttanum, um hvort skref þeirra séu rétt. Það vantar kannski smá hughreystingu út í umhverfið, um að það sé allt í lagi að opna sig fyrir því sem ekki er hægt að sanna. Ég held að hér sé líka til staðar smá ótti við að taka þátt í samfélagi. Að menn séu ekki tilbúnir til að leggja það á sig að fá gagnrýnis- og hæðnisraddir. Og að menn treysti því ekki að þau svör sem þeim hafi verið gefin, geti aðstoðað aðra við að finna sinn eigin sannleik. Ég held að öll trúarbrögð eigi sinn sama uppruna. Ég held að þau eigi sinn uppruna í alheimsorkunni, í öllum þessum plúsum og mínusum og mismunandi orkutíðnum. Ég held að það sé sálin sem tengir okkur við þessa orku og það sé svo egósins að túlka hvað allt þetta þýðir, eftir þeim takmarkaða skilning sem það býr yfir. Minn sannleikur verður aldrei sá sami og annarra. Ég hef lagt mig fram að leita innra með mér eftir svörunum. Egóið hefur fengið að leika sér að túlka svör sálarinnar, eftir þeirri hugmyndafræði og gildum sem mér hafa verið kennd frá barnæsku. Þó svörin séu smá í átt að Búddisma, þá er margt sem skilur þar að. Mín svör eru stundum svipuð og stundum á allt aðra leið, en svör þeirra sem sköpuðu trúarbrögð fyrir þúsundum ára, eftir hugmyndafræði og gildum þess tíma. Þeirra svör eru ekkert betri en mín og ekkert verri. Það eiga allir rétt á að byggja sinn eigin veruleika. Hvort sem sá veruleiki komi að utan frá eða að innan. Ég er þeirrar skoðunar að það skiptir ekki máli hverju við trúum. Eða hvaða milliliði við notum til að tengja okkur við orkuna. Kundalinið hefur kennt mér að orkan að innan vill fá að flæða um líkamann. Og það er hægt að stýra henni ef viljinn er fyrir hendi. Ætli það sama gildi ekki um orkuna að utan? Ég held að það sé fyrir öllu að við leyfum okkur að leika smá að orkunni. Komum henni á hreyfingu. Setjum óskir og bænir út í loftið og trúum því að þær muni rætast. Það að leita inn á við eftir svörum hefur fært mér frið, sem ég fékk ekki með því að leita út af við. Þar sem mín lífsreynsla er önnur en annarra þá verða mín svör og minn sannleikur aldrei sá sami og annarra. Minn sannleikur, mín Birnutrú, getur þó hvatt aðra til að leita sinna eigin svara. Að leita inn á við og bara spyrja. Sálin er þarna, mjög tilbúin til að veita ykkur svörin, ef þið lærið að leggja á hlustir. Í þessu kristallast smá hugsunin, hvað þeir sem hafa gengið í gegnum andlega vakningu geta fært samfélagi. Mörg okkar hafa upplifað óttann svo sterkt að svörin sem eru gefin séu mistúlkuð og ekki rétt. En svörin sem okkur hafa verið gefin eru svörin okkar. Við finnum jafnvægi og frið í þeim. Svo fremi sem þau skaða ekki aðra, þá ætti enginn að óttast þau svör. Samfélagið í dag, er svolítið skrítið. Og þá er ég ekki bara að tala um kapphlaupið við að eiga sem mest og stilla upp fallegri glansmynd. Lélegt sjálfsvirði manna endurspeglast á svo marga vegu, hjá svo mörgum. Við leitum stöðugt eftir samþykki annarra á alla vegu. Við byggjum sjálfsvirðið á grunni utanaðkomandi þátta, í stað þátta sem við getum stjórnað sjálf. Við eigum einnig svo erfitt með að greina á milli sannleika og lyga. Við höfum tröllatrú á annarra manna skoðunum. Jafnvel þegar við gefum okkur tíma til að rannsaka, þá er erfitt að finna rannsóknir sem hægt er að reiða sig á, sérstaklega þegar aðrar rannsóknir poppa upp sem segja hið gagnstæða. Við setjum líka svo mikið traust á upplýsingar sem eiga sér kannski ekki haldbæran grunn til að byggja á eða er kannski ekki svo gott fyrir okkur að fylgja eftir. Umfram allt þá eigum við svo erfitt með að treysta á okkar eigið hyggjuvit. Fáum það kannski bara lánað frá öðrum og setjum bókstafstrúar mátt í það. Þar kemur sá samfélagslegi ótti sem er svo spennandi að tækla. Við sem höfum gengið í gegnum andlega vakningu. Við höfum tekist á við óttann að efast um okkar eigið hyggjuvit. Við höfum lært að treysta okkur sjálfum. Og þvílík gjöf það er, að geta deilt með öðrum. Að þora að standa upp og sýna að það sé í lagi að vera öðruvísi. Að það sé í lagi að leita inn á við eftir svörum. Venjulegum og óvenjulegum. Stórum og smáum. Furðulegum, skringilegum og töfrandi. En umfram allt svörum sem við getum unað vel með, með kyrrð og ró í hjarta. Til ykkar, sem hafið opnað munninn í gegnum árin, talandi um skringilega hluti. Ég færi ykkur mínar innilegustu þakkir. Þið hafið hjálpað mér að setja sátt í það að vera bara svolítið öðruvísi. Og til ykkar sem hafið enst þessi langi lestur til enda. Enn og aftur, þakka ykkur kærlega fyrir lesturinn. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Líf án ótta. Grein sem ég er búin að vera með í maganum í nokkra mánuði, en er loks nú að fá sinn stað í sólinni. Og eins og áður þá ætla ég að skrifa þessa grein í smá ADHD stíl. Eins og mér finnst gaman að gera. Að leyfa ykkur að hrífast með hugsunarferli þeirra sem svona stundum komast að sínum eigin sannleik, með því að feta óvenjuleg spor áleiðis. Ja, eða eins og sumir myndu segja, með því að vaða úr einu í annað, án nokkurra sjáanlegra tenginga fyrir okkur hin. Ég ætla að byrja á fallegu augnabliki sem ég fékk að njóta fyrir stuttu. Ég stóð fyrir framan Hallgrímskirkju, með urmul að fólki mér í kring. Dúndrandi tónlist dundi í eyrum og brosandi andlit í hverju skúmaskoti, hrifust með galsanum og kætinni. Getum við ekki hringt í Kára og fengið hann til að klóna Palla, var hugsun sem kom mér í huga á meðan ég fylgdi vagninum hans niður eftir. Það er svo gaman að sjá brosin ljóma, bara um leið og hann birtist í þeirra návist. Og það er þessi tilfinning sem ég fæ alltaf í hans nærveru. Tilfinning sem var bara alls ekki smituð af tærri kærleikssprengju sem ég fékk að upplifa nokkrum vögnum áður en Palli steig á stokk. Þar var á ferð lítið atriði sem kannski ekki svo margir tóku eftir, en bræddi mig gjörsamlega. Bara lítið atriði og lítið skilti, með orðunum: „Jákvæðir á lyfjum = ósmitandi“. Vá, hugsaði ég, bara vá hvað hlutir hafa breyst til batnaðar. Vá, hvað þetta er mikið frelsi. Frelsi frá ótta að vera gangandi dauðadómur fyrir þá sem standa manni nærri. Takið eftir lykilorðinu ótta. Ég er ekki að segja að menn hafi áður fyrr verið gangandi dauðadómur fyrir aðra. En óttinn hlýtur að hafa verið til staðar. Því óttinn sýnir ekki alltaf rétta mynd á stöðu mála. Óttinn er bara. Hann er. Við getum auðvitað troðið honum niður í maga. Þóst vera hugrökk, horft framhjá honum og ekki tekist á við þær tilfinningar sem leiða til óttans. Og bundið þannig óttann við smá kvíða. En ef maður vill ekki upplifa líkamlegar afleiðingar á slíkri ákvarðanatöku, eins og hjarta og æðaskemmdir, versnandi ónæmiskerfi og magasár, þá getur það reynst manni til heilla að huga að þeirri list, fyrr frekar en seinna, að horfast í augu við sjálfan sig í hreinskilni. Við ættum svo sem öll að skilja hvað felst í ótta. Þetta er þessi frumhvöt sem hefur haldið í okkur lífinu frá öræfi alda. Við eigum það meira segja til að setja okkur í aðstæður til að framkalla ótta. Sem eykur svo þörf okkar til að gleyma óttanum um stund með alls konar fíknum og ávanabindandi efnum. Þessi grein er ekki beint skrifuð til að færa þér sem lesanda allar lausnir um hvernig takast skal á við ótta. Ég læt sálfræðingum, markþjálfurum og annars mikils metnu fólki það alveg eftir. En ef þið hafið áhuga að kynna ykkur þessi mál frekar, þá er hér afbragðs góð grein um málið. Það sem mig langar til að gera er að fjalla aðeins um viðfangsefnið á skrítnari nótum. Sjálf hef ég verið að glíma við sjúklega þráhyggju til að skilja hluti. Gefið, skringilega hluti, sem mjög fáir hafa áhuga á. En þið vitið, þetta samtal mitt við sálina, hefur leitt mig á ansi furðulega staði. Og eitt af því sem ég er farin að treysta, er að sálin vill okkur vel. Hún vill að við lærum að stíga skref í átt að betra lífi. Kannski einum of í mínu tilviki, því í alvöru, sjúkleg þráhyggja er ekkert sem hægt er að gorta sig af. En þetta hefur verið hennar leið að ná til mín. Hún dömpar bara einhverjum tilfinningum upp á mitt borð, og það er svo mitt, heilans og egósins, að finna út úr því af hverju í ósköpunum þessar tilfinningar og kannski aðrar undirliggjandi tilfinningar eru að hamla mér í þessu lífi, svo ég geti gert breytingar til batnaðar. En svo rann það upp fyrir mér um daginn, að kannski er það ekki sálin sem stendur á bakvið þráhyggjuna. Eftir að hafa setið í smá stund frekar móðguð yfir því að vera að véfengja mína fyrri trú, þá var ég komin á þá skoðun að egóið yrði bara að kyngja því að taka sökina á sig. Því hvað er þráhyggja annað en afleiðing af ótta. Ótta sem kemur til vegna frumþarfar egósins til að verja þetta litla líf sem það hefur undir höndum. En vitið hvað, hver veit, sálin er smá „bad bitch“. Hún kallar þessar tilfinningar fram í manni svo við getum unnið okkur upp úr þeim. Og hún kann þá list að magna þær upp. Skelfileg tilhugsun þegar maður fer að pæla í því, en þegar hún hefur traust á okkur. Þá hefur hún traust á okkur. Við erum eftir allt viti bornar skepnur. Þetta er eitthvað sem við getum gert ef viljinn er fyrir hendi. Skiljandi það að þegar maður lifir í ótta þá er maður ekki að ganga í takt við vilja sálar, þá ákvað ég að finna leiðir til að kveða óttann í kútinn, hvar sem hann svo bærir á sér. Ég leyfði mér meira að segja að sitja með óttanum um stund. Ég kallaði fram hugsanir sem ollu mér skelfingu. Ég leyfði mér að magna upp óttann af öllum mætti. Ég leyfði mér að sitja stjörf að hræðslu. Og það var svolítið magnað. Og á svo margan hátt frelsandi. Óttinn við andlega vakningu Allir upplifa andlega vakningu með sínum eigin hætti. En fyrir okkur öllum opnast fyrir hluti sem okkur þykja ekki vera skýrðir með venjubundnum hætti. Samhliða andlegri vakningu þá hef ég líka verið að upplifa Kundalini vakningu, eða nuddið að innan eins og ég hef verið að kalla það. Þið vitið, svona vont, vont, GOOOOTTT. Við búum öll yfir orku inn í okkur en Kundalini vakning setur allt í smá yfirdrif. Orkan byrjar að flæða um líkamann og ýtir við og losar um óuppgerðar tilfinningar sem við geymum m.a. í taugakerfi, hjarta og maga. Sjá má ágætis kynningu á Kundalini hér. Magnað tilfinningalíf er ekki beint það sem ég haft á óskalista í mínu lífi. Tilhugsunin um fullkomið jafnvægi hefur verið svolítið haldreipi. Og sem betur fer þá er það að verða auðveldara og auðveldara að greina tilfinningar, sætta sig við þær eða gera breytingar. Já og Guð minn góður, njóta þeirra kannski líka. Hvort að þeir sem ganga í gegnum andlega vakningu, upplifi tilfinningar einnig í meira magni en áður, geri ég mér ekki grein fyrir. En það kæmi mér alls ekkert á óvart, miðað við mína reynslu af þeim sem hafa verið í kringum mig. Eflaust er það ekki algildur sannleikur. Sumir sem ganga í gegnum tilfinningarót, sjá hvað er að gerast og gera breytingar á sínu lífi til batnaðar, og aðrir ekki. En ég er ansi hrædd um að óttinn sé sú tilfinning sem flestir festast yfir, eigi erfitt með að melta og læri aldrei að fullu að leggja til hliðar. Eitt er það þó sem við eigum sameiginlegt. Það er ein alvond tilfinning að upplifa alls konar hluti, en geta ekki potað í þá og fengið á þeim áþreifanlegar sannanir. Að hugsa til þess kannski oft á dag, jæja nú er glóran gjörsamlega flogin á brott. Og upplifa kannski samskonar hugsanir frá öðrum. Því það eru jú merki þess til staðar að allt sé ekki í lagi. Maður missir bara smá fótanna að skilja hvaða hlutir hafa stoð í raunveruleika og hvað mætti telja til skýjaborga í óraunhæfum væntingum eða órökstuddum ótta. Þetta er kannski megin ástæða fyrir því af hverju þeir sem ganga í gegnum andlega vakningu eru oft litnir hornauga. Menn geta fests smá yfir „delulu“ hugsunum og óttanum. Og aðrir vilja skiljanlega ekki taka þátt í því. Það er smá list að læra að stíga upp úr þeim sporum að vera að véfengja sífellt manns eigin upplifun. Þetta er ferli sem tekur smá tíma. En maður lærir smá saman að hlusta á sína eigin innri rödd og að treysta sjálfum sér. Ég er á þeirri skoðun að maður getur á svo margan hátt valið þann raunveruleika sem við manni blasir hverju sinni. Ef maður vill búa við veruleika þar sem óttinn felur sig í leynum, þá raungerist hann, aftur og aftur, þar til maður lærir að sleppa á honum tökum. Við getum ekki útskrifast frá óttanum fyrr en við skiljum óttann. Sálin heldur bara áfram að senda hann á okkur þar til maður lærir að þekkja hann fyrir það sem hann er, þar til maður lærir að standa með sjálfum sér, lærir að jarðtengja sig og lærir þá tækni að hughreysta sjálfan sig þegar þörf skellur á. En þetta er ekki alltaf auðvelt. Og óttinn getur laumast svo skringilega að manni. Hvað geta þeir sem hafa gengið í gegnum andlega vakningu gefið samfélagi? Meðal þeirra sem hafa upplifað andlega vakningu ríkir sú útbreidda skoðun að það þýðir ekkert að opna munninn um andleg málefni. Þeir komi sem vilja koma og þeir sjá sem vilja sjá. Eitthvað sem ég er fullkomlega sammála, að svo mörgu leiti. En það er eitthvað sem segir mér að sagan sé þar ekki að fullu sögð. Því það getur verið erfitt fyrir leitandi sálir að feta sig áfram þegar þær eru að veltast um í óttanum, um hvort skref þeirra séu rétt. Það vantar kannski smá hughreystingu út í umhverfið, um að það sé allt í lagi að opna sig fyrir því sem ekki er hægt að sanna. Ég held að hér sé líka til staðar smá ótti við að taka þátt í samfélagi. Að menn séu ekki tilbúnir til að leggja það á sig að fá gagnrýnis- og hæðnisraddir. Og að menn treysti því ekki að þau svör sem þeim hafi verið gefin, geti aðstoðað aðra við að finna sinn eigin sannleik. Ég held að öll trúarbrögð eigi sinn sama uppruna. Ég held að þau eigi sinn uppruna í alheimsorkunni, í öllum þessum plúsum og mínusum og mismunandi orkutíðnum. Ég held að það sé sálin sem tengir okkur við þessa orku og það sé svo egósins að túlka hvað allt þetta þýðir, eftir þeim takmarkaða skilning sem það býr yfir. Minn sannleikur verður aldrei sá sami og annarra. Ég hef lagt mig fram að leita innra með mér eftir svörunum. Egóið hefur fengið að leika sér að túlka svör sálarinnar, eftir þeirri hugmyndafræði og gildum sem mér hafa verið kennd frá barnæsku. Þó svörin séu smá í átt að Búddisma, þá er margt sem skilur þar að. Mín svör eru stundum svipuð og stundum á allt aðra leið, en svör þeirra sem sköpuðu trúarbrögð fyrir þúsundum ára, eftir hugmyndafræði og gildum þess tíma. Þeirra svör eru ekkert betri en mín og ekkert verri. Það eiga allir rétt á að byggja sinn eigin veruleika. Hvort sem sá veruleiki komi að utan frá eða að innan. Ég er þeirrar skoðunar að það skiptir ekki máli hverju við trúum. Eða hvaða milliliði við notum til að tengja okkur við orkuna. Kundalinið hefur kennt mér að orkan að innan vill fá að flæða um líkamann. Og það er hægt að stýra henni ef viljinn er fyrir hendi. Ætli það sama gildi ekki um orkuna að utan? Ég held að það sé fyrir öllu að við leyfum okkur að leika smá að orkunni. Komum henni á hreyfingu. Setjum óskir og bænir út í loftið og trúum því að þær muni rætast. Það að leita inn á við eftir svörum hefur fært mér frið, sem ég fékk ekki með því að leita út af við. Þar sem mín lífsreynsla er önnur en annarra þá verða mín svör og minn sannleikur aldrei sá sami og annarra. Minn sannleikur, mín Birnutrú, getur þó hvatt aðra til að leita sinna eigin svara. Að leita inn á við og bara spyrja. Sálin er þarna, mjög tilbúin til að veita ykkur svörin, ef þið lærið að leggja á hlustir. Í þessu kristallast smá hugsunin, hvað þeir sem hafa gengið í gegnum andlega vakningu geta fært samfélagi. Mörg okkar hafa upplifað óttann svo sterkt að svörin sem eru gefin séu mistúlkuð og ekki rétt. En svörin sem okkur hafa verið gefin eru svörin okkar. Við finnum jafnvægi og frið í þeim. Svo fremi sem þau skaða ekki aðra, þá ætti enginn að óttast þau svör. Samfélagið í dag, er svolítið skrítið. Og þá er ég ekki bara að tala um kapphlaupið við að eiga sem mest og stilla upp fallegri glansmynd. Lélegt sjálfsvirði manna endurspeglast á svo marga vegu, hjá svo mörgum. Við leitum stöðugt eftir samþykki annarra á alla vegu. Við byggjum sjálfsvirðið á grunni utanaðkomandi þátta, í stað þátta sem við getum stjórnað sjálf. Við eigum einnig svo erfitt með að greina á milli sannleika og lyga. Við höfum tröllatrú á annarra manna skoðunum. Jafnvel þegar við gefum okkur tíma til að rannsaka, þá er erfitt að finna rannsóknir sem hægt er að reiða sig á, sérstaklega þegar aðrar rannsóknir poppa upp sem segja hið gagnstæða. Við setjum líka svo mikið traust á upplýsingar sem eiga sér kannski ekki haldbæran grunn til að byggja á eða er kannski ekki svo gott fyrir okkur að fylgja eftir. Umfram allt þá eigum við svo erfitt með að treysta á okkar eigið hyggjuvit. Fáum það kannski bara lánað frá öðrum og setjum bókstafstrúar mátt í það. Þar kemur sá samfélagslegi ótti sem er svo spennandi að tækla. Við sem höfum gengið í gegnum andlega vakningu. Við höfum tekist á við óttann að efast um okkar eigið hyggjuvit. Við höfum lært að treysta okkur sjálfum. Og þvílík gjöf það er, að geta deilt með öðrum. Að þora að standa upp og sýna að það sé í lagi að vera öðruvísi. Að það sé í lagi að leita inn á við eftir svörum. Venjulegum og óvenjulegum. Stórum og smáum. Furðulegum, skringilegum og töfrandi. En umfram allt svörum sem við getum unað vel með, með kyrrð og ró í hjarta. Til ykkar, sem hafið opnað munninn í gegnum árin, talandi um skringilega hluti. Ég færi ykkur mínar innilegustu þakkir. Þið hafið hjálpað mér að setja sátt í það að vera bara svolítið öðruvísi. Og til ykkar sem hafið enst þessi langi lestur til enda. Enn og aftur, þakka ykkur kærlega fyrir lesturinn. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar