Ef Trump tapar kosningunum… Jun Þór Morikawa skrifar 20. september 2024 09:31 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur. Í fyrra gagnrýndi ég Trump og stjórnmálahreyfingu hans harðlega í þessari grein Trump og lýðræðisleg hnignun - Vísir (visir.is)Síðan þá hefur svo margt gerst. Nú síðast hefur Trump lifað tvær morðtilraunir af sem hann kennir Biden og Harris um vegna „hættulegrar orðræðu“ sem hann heldur fram að hafi valdið pólitísku ofbeldi. Þetta er ekkert annað en hrein hræsni. Það er enginn sem notar ofbeldisfyllri, hatursfyllri, og meira ögrandi orðræðu í nútíma bandarískum stjórnmálum en Donald Trump sjálfur. Bara til að nefna örfá dæmi meðal svo margra; Árið 2016 sagði hann stuðningsmönnum sínum að berja „Knock the crap out“ mótmælendur, - þá lofaði hann að hann myndi borga fyrir lögfræðikostnaðinn. Hann sagði að „Second Amendment People“ gæti brugðist við Hillary Clinton og vísaði til þess að stuðningsmenn byssuréttar gætu tekið málin í sínar hendur til að stöðva Hillary Clinton. Hann lagði til að herforinginn Mark Milley, sem var gagnrýninn á hann, ætti skilið aftöku. Hann gerði grín að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings , og eiginmanni hennar sem urðu fyrir hrottalegri árás eins stuðningsmanna hans. Hann kallaði pólitíska andstæðinga sína óvini „meindýr (vermin)“ sem er fasískt hugtak, og sagði að innflytjendamál væru „eitrun í blóði“ Bandaríkjanna, sem er nasista hugtak, sem hann sagði að ætti að "útrýma". Og auðvitað var hann aðalgaurinn sem hvatti til fjöldaofbeldis á pólitískum fundi sínum 6. janúar 2021 í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið. Hann sat og gerði ekkert neitt í meira en tvo tíma til að stöðva múg stuðningsmanna hans ráðast á þingið. Hann lagði jafnvel til að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, sem fylgdi ekki skipun Trumps um að hafna niðurstöðu kosninganna vottun, ætti skilið að vera hengdur. Hann kallaði þá ofbeldisfullu árásarmenn 6. janúar „þjóðrækna (patriots)“ sem verða náðaðir, verði hann kjörinn forseti. Í nútíma bandarískum stjórnmálum er ekki hægt að gera annan samanburð við Trump sem þrífst í raun í ótta, hatri og reiði fólks. Trump notar oft ofbeldisfulla orðræðu til að efla stuðningsmenn sína á meðan hann elskar að fá athygli og fagnaðarhróp frá hópnum. Það er hann sem hvetur til ofbeldis og haturs með hættulegri orðræðu. Þannig að ef hann tapar kosningunum, sem ég býst við að gerist þar sem ég spái Harris-Walz sigri, verður röð af mjög árásargjarnum illgjörnum athöfnum Trumps til að stöðva friðsamlegt valdaframsal aftur eins og kosningarnar 2020. Hann mun 100% afneita niðurstöðunni og lögmæti kosningana í heild. Hann mun örugglega halda því fram að kosningunum hafi verið hagrætt gegn honum. Hann mun jafnvel afneita heilindum bandaríska réttarkerfisins. Hann mun hóta kosningafulltrúum í sveifluríkjunum (swing states) svo að þeir staðfesti ekki niðurstöðuna. Hann mun gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir staðfestingu á niðurstöðu kosninganna. Hann sagði sjálfur fyrr á þessu ári að það yrði „blóðbað (bloodbath)“ ef hann tapaði kosningunum. Að þessu sinni mun andlaus varaforsetaframbjóðandi hans JD Vance, ólíkt Mike Pence, bara fylgja því sem yfirmaður hans segir honum að gera með því að útbreiða og tvöfalda lygar og samsæriskenningar sem myndu leiða til félagslegs glundroða og meira pólitísks ofbeldis. Ég get líka ímyndað mér að áhrifamikill og öflugur einstaklingur eins og Elon Musk, eigandi X, muni taka þátt í slíkri kosningaafneitun (election denialism) og kynda undir reiði almennings. Ég vona svo sannarlega að þetta gerist ekki eins og sagt er hér að ofan. En það er ekki erfitt að ímynda sér hvað Trump og stjórnmálahreyfing hans geta gert. Við höfum séð það. Af þeirri ástæðu get ég ekki séð annað en að glundroði og meira pólitískt ofbeldi muni fylgja í kjölfarið ef Trump tapar kosningunum. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í kennaranámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur. Í fyrra gagnrýndi ég Trump og stjórnmálahreyfingu hans harðlega í þessari grein Trump og lýðræðisleg hnignun - Vísir (visir.is)Síðan þá hefur svo margt gerst. Nú síðast hefur Trump lifað tvær morðtilraunir af sem hann kennir Biden og Harris um vegna „hættulegrar orðræðu“ sem hann heldur fram að hafi valdið pólitísku ofbeldi. Þetta er ekkert annað en hrein hræsni. Það er enginn sem notar ofbeldisfyllri, hatursfyllri, og meira ögrandi orðræðu í nútíma bandarískum stjórnmálum en Donald Trump sjálfur. Bara til að nefna örfá dæmi meðal svo margra; Árið 2016 sagði hann stuðningsmönnum sínum að berja „Knock the crap out“ mótmælendur, - þá lofaði hann að hann myndi borga fyrir lögfræðikostnaðinn. Hann sagði að „Second Amendment People“ gæti brugðist við Hillary Clinton og vísaði til þess að stuðningsmenn byssuréttar gætu tekið málin í sínar hendur til að stöðva Hillary Clinton. Hann lagði til að herforinginn Mark Milley, sem var gagnrýninn á hann, ætti skilið aftöku. Hann gerði grín að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings , og eiginmanni hennar sem urðu fyrir hrottalegri árás eins stuðningsmanna hans. Hann kallaði pólitíska andstæðinga sína óvini „meindýr (vermin)“ sem er fasískt hugtak, og sagði að innflytjendamál væru „eitrun í blóði“ Bandaríkjanna, sem er nasista hugtak, sem hann sagði að ætti að "útrýma". Og auðvitað var hann aðalgaurinn sem hvatti til fjöldaofbeldis á pólitískum fundi sínum 6. janúar 2021 í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið. Hann sat og gerði ekkert neitt í meira en tvo tíma til að stöðva múg stuðningsmanna hans ráðast á þingið. Hann lagði jafnvel til að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, sem fylgdi ekki skipun Trumps um að hafna niðurstöðu kosninganna vottun, ætti skilið að vera hengdur. Hann kallaði þá ofbeldisfullu árásarmenn 6. janúar „þjóðrækna (patriots)“ sem verða náðaðir, verði hann kjörinn forseti. Í nútíma bandarískum stjórnmálum er ekki hægt að gera annan samanburð við Trump sem þrífst í raun í ótta, hatri og reiði fólks. Trump notar oft ofbeldisfulla orðræðu til að efla stuðningsmenn sína á meðan hann elskar að fá athygli og fagnaðarhróp frá hópnum. Það er hann sem hvetur til ofbeldis og haturs með hættulegri orðræðu. Þannig að ef hann tapar kosningunum, sem ég býst við að gerist þar sem ég spái Harris-Walz sigri, verður röð af mjög árásargjarnum illgjörnum athöfnum Trumps til að stöðva friðsamlegt valdaframsal aftur eins og kosningarnar 2020. Hann mun 100% afneita niðurstöðunni og lögmæti kosningana í heild. Hann mun örugglega halda því fram að kosningunum hafi verið hagrætt gegn honum. Hann mun jafnvel afneita heilindum bandaríska réttarkerfisins. Hann mun hóta kosningafulltrúum í sveifluríkjunum (swing states) svo að þeir staðfesti ekki niðurstöðuna. Hann mun gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir staðfestingu á niðurstöðu kosninganna. Hann sagði sjálfur fyrr á þessu ári að það yrði „blóðbað (bloodbath)“ ef hann tapaði kosningunum. Að þessu sinni mun andlaus varaforsetaframbjóðandi hans JD Vance, ólíkt Mike Pence, bara fylgja því sem yfirmaður hans segir honum að gera með því að útbreiða og tvöfalda lygar og samsæriskenningar sem myndu leiða til félagslegs glundroða og meira pólitísks ofbeldis. Ég get líka ímyndað mér að áhrifamikill og öflugur einstaklingur eins og Elon Musk, eigandi X, muni taka þátt í slíkri kosningaafneitun (election denialism) og kynda undir reiði almennings. Ég vona svo sannarlega að þetta gerist ekki eins og sagt er hér að ofan. En það er ekki erfitt að ímynda sér hvað Trump og stjórnmálahreyfing hans geta gert. Við höfum séð það. Af þeirri ástæðu get ég ekki séð annað en að glundroði og meira pólitískt ofbeldi muni fylgja í kjölfarið ef Trump tapar kosningunum. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í kennaranámi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun