„Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. september 2024 16:09 Una Torfadóttir verður með útgáfutónleika á fimmtudagskvöld. Vísir/Vilhelm „Ég held að galdurinn felist í því að gera þetta af einhverju óttaleysi, eða reyna það allavega,“ segir tónlistarkonan Una Torfa, sem er nú í óðaönn við að undirbúa útgáfutónleika. Una Torfa gaf út sína fyrstu breiðskífu, Sundurlaus samtöl, þann 26.apríl síðastliðinn. Nú ætlar hún að fagna útgáfunni með tónleikum í Gamla Bíói næstkomandi fimmtudagskvöld. „Þessi plata er full af lögum sem ég hef átt lengi og spilað oft. Að vissu leyti er ég að reyna að heiðra nokkrar fortíðarútgáfur af sjálfri mér,“ segir Una um plötuna en hún mun koma fram ásamt stórvalaliði íslenskra tónlistarmanna. Una Torfa gaf út lagið Dropi í hafi á dögunum sem verður frumflutt á tónleikunum. Lagið var samið í lagahöfundabúðum Iceland Sync haustið 2023 þegar þau Una, Halldór og Baldvin voru sett saman í stúdíó, hittust þar þrjú saman í fyrsta skiptið og þeim sett fyrir að semja lag saman. Hér má hlusta á lagið: „Samstarfið gekk vonum framar og við smullum svona dásamlega saman. Úr varð þetta lag þar sem textinn dregur saman flóknar tilfinningar ástar og krafta íslenskrar náttúru í eitt stykki óð til ástarinnar.“ Una Torfa hefur komið fram á ýmsum hátíðum og viðburðum.Vísir/Viktor Freyr Una hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár og komið fram á fjöldanum öllum af viðburðum. „Öll þessi gigg sem ég hef fengið að spila síðustu tvö ár hafa kennt mér ótrúlega margt. Ég er orðin miklu öruggari á sviði og sterkari söngkona, það borgar sig að syngja svona mikið, ég hef aldrei verið í eins góðri æfingu. Ég hef líka lært að við gerum öll mistök og að stundum flækist tækni fyrir, sem áhorfandi er maður gjarn á að einblína á fólkið á sviðinu og dæma það mögulega fyrir eitthvað sem var ekki á þeirra valdi. Ég hef sjálf lent í tækniveseni á tónleikum og það getur verið mjög stressandi. Með tímanum slakar maður samt á gagnvart þessu. Í dag reyni ég bara að gera gott úr hlutunum og hafa gaman af þessu, þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða, þó manni líði stundum þannig. Það er alltaf magnað að stíga á svið, það er ekki eins ógnvekjandi núna og það var þegar ég var að byrja en það er alltaf stórt,“ segir Una. Hún segir mikil forréttindi að fá að lifa og hrærast í þessum tónlistarheimi. „Mér finnst mjög mikill heiður að fá að syngja á sviði, að fólk skuli vilja hlusta á mig og verja tímanum sínum með mér. Þess vegna tek ég þetta hlutverk alvarlega og vanda mig alltaf eins og ég get. Ég stend á sviðinu og reyni að faðma allan salinn og halda á allri þessari orku sem fólk er að gefa mér, svo syng ég og spegla henni aftur á áhorfendur, það er þessi stórkostlega samvera sem við leitum að á tónleikum, þetta samtal. Ég held að galdurinn felist í því að gera þetta af einhverju óttaleysi, eða reyna það allavega.“ Hér má hlusta á Unu Torfa á streymisveitunni Spotify. Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Una Torfa gaf út sína fyrstu breiðskífu, Sundurlaus samtöl, þann 26.apríl síðastliðinn. Nú ætlar hún að fagna útgáfunni með tónleikum í Gamla Bíói næstkomandi fimmtudagskvöld. „Þessi plata er full af lögum sem ég hef átt lengi og spilað oft. Að vissu leyti er ég að reyna að heiðra nokkrar fortíðarútgáfur af sjálfri mér,“ segir Una um plötuna en hún mun koma fram ásamt stórvalaliði íslenskra tónlistarmanna. Una Torfa gaf út lagið Dropi í hafi á dögunum sem verður frumflutt á tónleikunum. Lagið var samið í lagahöfundabúðum Iceland Sync haustið 2023 þegar þau Una, Halldór og Baldvin voru sett saman í stúdíó, hittust þar þrjú saman í fyrsta skiptið og þeim sett fyrir að semja lag saman. Hér má hlusta á lagið: „Samstarfið gekk vonum framar og við smullum svona dásamlega saman. Úr varð þetta lag þar sem textinn dregur saman flóknar tilfinningar ástar og krafta íslenskrar náttúru í eitt stykki óð til ástarinnar.“ Una Torfa hefur komið fram á ýmsum hátíðum og viðburðum.Vísir/Viktor Freyr Una hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár og komið fram á fjöldanum öllum af viðburðum. „Öll þessi gigg sem ég hef fengið að spila síðustu tvö ár hafa kennt mér ótrúlega margt. Ég er orðin miklu öruggari á sviði og sterkari söngkona, það borgar sig að syngja svona mikið, ég hef aldrei verið í eins góðri æfingu. Ég hef líka lært að við gerum öll mistök og að stundum flækist tækni fyrir, sem áhorfandi er maður gjarn á að einblína á fólkið á sviðinu og dæma það mögulega fyrir eitthvað sem var ekki á þeirra valdi. Ég hef sjálf lent í tækniveseni á tónleikum og það getur verið mjög stressandi. Með tímanum slakar maður samt á gagnvart þessu. Í dag reyni ég bara að gera gott úr hlutunum og hafa gaman af þessu, þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða, þó manni líði stundum þannig. Það er alltaf magnað að stíga á svið, það er ekki eins ógnvekjandi núna og það var þegar ég var að byrja en það er alltaf stórt,“ segir Una. Hún segir mikil forréttindi að fá að lifa og hrærast í þessum tónlistarheimi. „Mér finnst mjög mikill heiður að fá að syngja á sviði, að fólk skuli vilja hlusta á mig og verja tímanum sínum með mér. Þess vegna tek ég þetta hlutverk alvarlega og vanda mig alltaf eins og ég get. Ég stend á sviðinu og reyni að faðma allan salinn og halda á allri þessari orku sem fólk er að gefa mér, svo syng ég og spegla henni aftur á áhorfendur, það er þessi stórkostlega samvera sem við leitum að á tónleikum, þetta samtal. Ég held að galdurinn felist í því að gera þetta af einhverju óttaleysi, eða reyna það allavega.“ Hér má hlusta á Unu Torfa á streymisveitunni Spotify.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira