Fríar skólamáltíðir séu skammgóður vermir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2024 12:01 Verð í mötuneytum lækkaði um 35,9% milli mánaða og er verðlækunnin að miklu leyti vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki mælst minni í tæp þrjú ár og hjaðnar á milli mánaða. Verðlækkun í mötuneytum vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum hefur töluverð áhrif. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur þau eiga eftir að ganga til baka og raunar skila sér í aukinni verðbólgu. Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar lækkar vísitala neysluverð um 0,24 prósentustig milli mánaða. Af einstökum liðum í mælingunni er mesta breytingin á verði í mötuneytum sem lækkar um tæp 36 prósent milli mánaða. Þessi lækkun er að mestu til komin vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, lýsir þessari lækkun sem tæknilegu atriði. „Það sem við teljum að muni gerast er að verðbólgan færist frá mötuneytisliðnum í vísitölunni og yfir í aðra liði og það er vegna þess að ríkið greiðir nú þennan kostnað og þá hækkar verðbólga í öðrum liðum á móti. Þetta er einkiptisaðgerð þannig hún hefur áhrif núna og svo birtast þensluáhrifin á næstu mánuðum,“ segir Gunar. Háir vextir mildi áhrifin Ríkið greiðir 75 prósent af kostnaðinum við skólamáltíðir og sveitarfélög rest en framlög ríkisins á haustönn barna í ár nema ríflega 1,7 milljarði króna. Gunnar segir þetta til þess fallið að auka hallarekstur ríkisins og þá hafi heimilin nú að óbreyttu meira á milli handanna. Hvar áhrif þess birtist fari eftir því sem fólk kýs að gera við peninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Það er líklegt að þau noti þann pening í aukna neyslu en það sem gæti vissulega spilað á móti eru háir stýrivextir. Þannig það gæti verið að fólk leggi þennan pening til hliðar og vissulega ef vextir á lánum þessara heimila eru að losna þá ættu þessir peningar að fara í lánin þannig að þensuáhrifin verða kannski ekki eins mikil vegna þeirra háu vaxta sem eru nú.“ Gunnar segir verðbólgutölurnar í takti við væntingar og jafnvel aðeins skárri. Óvissuþættir séu þó nokkrir. „Annað tæknilegt atriði sem við eigum eftir að sjá hvernig hefur áhrif á verðbólgu er útfærsla á fyrirhugaðri breytingu á skattlagninu á rekstri ökutækja næstu áramót. Þar telja greiningardeildir bankanna að það muni hafa veruleg áhrif til lækkunar á verðbólgu þegar þessi breyting tekur gildi.“ Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Grunnskólar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar lækkar vísitala neysluverð um 0,24 prósentustig milli mánaða. Af einstökum liðum í mælingunni er mesta breytingin á verði í mötuneytum sem lækkar um tæp 36 prósent milli mánaða. Þessi lækkun er að mestu til komin vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, lýsir þessari lækkun sem tæknilegu atriði. „Það sem við teljum að muni gerast er að verðbólgan færist frá mötuneytisliðnum í vísitölunni og yfir í aðra liði og það er vegna þess að ríkið greiðir nú þennan kostnað og þá hækkar verðbólga í öðrum liðum á móti. Þetta er einkiptisaðgerð þannig hún hefur áhrif núna og svo birtast þensluáhrifin á næstu mánuðum,“ segir Gunar. Háir vextir mildi áhrifin Ríkið greiðir 75 prósent af kostnaðinum við skólamáltíðir og sveitarfélög rest en framlög ríkisins á haustönn barna í ár nema ríflega 1,7 milljarði króna. Gunnar segir þetta til þess fallið að auka hallarekstur ríkisins og þá hafi heimilin nú að óbreyttu meira á milli handanna. Hvar áhrif þess birtist fari eftir því sem fólk kýs að gera við peninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Það er líklegt að þau noti þann pening í aukna neyslu en það sem gæti vissulega spilað á móti eru háir stýrivextir. Þannig það gæti verið að fólk leggi þennan pening til hliðar og vissulega ef vextir á lánum þessara heimila eru að losna þá ættu þessir peningar að fara í lánin þannig að þensuáhrifin verða kannski ekki eins mikil vegna þeirra háu vaxta sem eru nú.“ Gunnar segir verðbólgutölurnar í takti við væntingar og jafnvel aðeins skárri. Óvissuþættir séu þó nokkrir. „Annað tæknilegt atriði sem við eigum eftir að sjá hvernig hefur áhrif á verðbólgu er útfærsla á fyrirhugaðri breytingu á skattlagninu á rekstri ökutækja næstu áramót. Þar telja greiningardeildir bankanna að það muni hafa veruleg áhrif til lækkunar á verðbólgu þegar þessi breyting tekur gildi.“
Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Grunnskólar Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira