Lilja í uppáhaldi eftir að hún húðskammaði Arnar Jón Þór Stefánsson skrifar 30. september 2024 14:35 Arnar Þór, Þórður Snær og Jón Gnarr stefna allir á þing. Pallborðið Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr meðlimur Viðreisnar, og Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, nefndu báðir Lilju Alfreðsdóttur þegar þeir voru spurðir út í hver væri þeirra uppáhaldsþingmaður í Pallborðinu á Vísi í dag. Jón, Arnar og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni, voru gestir Pallborðsins, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að þeir stefni á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Það er fullt af fólki sem er í pólitík af einlægni sem vill gera gagn. Það tekst misvel upp, en mér finnst margir þingmenn með þá áru að þeir séu að reyna að gera sitt allra besta. Það er báðum megin við, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,“ sagði Þórður. Hann sagðist þó vilja forðast það að nefna einhver nöfn í þeim efnum. Allir vilji læk frekar en disslæk Jón Gnarr tók undir með Þórði að margir þingmenn væru að standa sig vel, en hann nefndi sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Sem almennir borgari hef ég dáðst að fólki sem nennir að standa í þessu, að stýra þjóðarskútu í miklum óvissusjó. Ég hef verið að starfa í menningunni og hef sem stjórnarmaður í rithöfundasambandinu verið mjög ánægður með störf Lilju Alfreðsdóttur. Mér finnst vera virk hlustun og aðgerðir, og enlæg ástríða fyrir menningunni.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í uppáhaldi hjá bæði Jóni Gnarr og Arnari Þór Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jón tók einnig fram að hann myndi ekki eftir neinum þingmanni sem hefði staðið sig illa. „Það er bara í mannlegu eðli að hvað sem við gerum þá viljum við koma út úr því með fleiri læk heldur en disslæk. Það er bara þannig. Frekar en að skammast okkar fyrir eitthvað sem við gerðum með rassgatinu.“ „Hún eiginlega réðst á mig“ Arnar sagðist eiga sér uppáhaldsþingmann, hann sagðist verða að játa það. „Í fyrsta skipti sem ég hitti viðkomandi inni á þinginu. Hún eiginlega réðst á mig, nánast með hnefann á lofti, og fór að húðskamma mig því ég hafði setið í tiltekinni nefnd. Hún fór að segja mér skoðun sína á því sem þar hafði verið gert. Ég kunni svo vel að meta þetta, ég elskaði þetta. Ég hef sagt þetta oft við hana. Þetta er Lilja Alfreðsdóttir,“ sagði Arnar. „Hún kom svo hreint fram. Hún bara sagði það sem hún var að hugsa. Mér fannst þetta frábært. Ég kann svo vel að meta þegar fólk er heiðarlegt. Það er miklu betra að fá hnefann svona í andlitið heldur en hnífinn í bakið. Þannig mér finnst mikið til Lilju koma.“ Arnar sagðist einnig ánægður með Bjarna Jónsson, þingmann Vinstri grænna, og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Það er gott fólk á þinginu. Vandamálið er að þetta fólk að þetta fólk þorir ekki nógu oft að standa með eigin sannfæringu.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingi Pallborðið Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Jón, Arnar og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni, voru gestir Pallborðsins, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að þeir stefni á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Það er fullt af fólki sem er í pólitík af einlægni sem vill gera gagn. Það tekst misvel upp, en mér finnst margir þingmenn með þá áru að þeir séu að reyna að gera sitt allra besta. Það er báðum megin við, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,“ sagði Þórður. Hann sagðist þó vilja forðast það að nefna einhver nöfn í þeim efnum. Allir vilji læk frekar en disslæk Jón Gnarr tók undir með Þórði að margir þingmenn væru að standa sig vel, en hann nefndi sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Sem almennir borgari hef ég dáðst að fólki sem nennir að standa í þessu, að stýra þjóðarskútu í miklum óvissusjó. Ég hef verið að starfa í menningunni og hef sem stjórnarmaður í rithöfundasambandinu verið mjög ánægður með störf Lilju Alfreðsdóttur. Mér finnst vera virk hlustun og aðgerðir, og enlæg ástríða fyrir menningunni.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í uppáhaldi hjá bæði Jóni Gnarr og Arnari Þór Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jón tók einnig fram að hann myndi ekki eftir neinum þingmanni sem hefði staðið sig illa. „Það er bara í mannlegu eðli að hvað sem við gerum þá viljum við koma út úr því með fleiri læk heldur en disslæk. Það er bara þannig. Frekar en að skammast okkar fyrir eitthvað sem við gerðum með rassgatinu.“ „Hún eiginlega réðst á mig“ Arnar sagðist eiga sér uppáhaldsþingmann, hann sagðist verða að játa það. „Í fyrsta skipti sem ég hitti viðkomandi inni á þinginu. Hún eiginlega réðst á mig, nánast með hnefann á lofti, og fór að húðskamma mig því ég hafði setið í tiltekinni nefnd. Hún fór að segja mér skoðun sína á því sem þar hafði verið gert. Ég kunni svo vel að meta þetta, ég elskaði þetta. Ég hef sagt þetta oft við hana. Þetta er Lilja Alfreðsdóttir,“ sagði Arnar. „Hún kom svo hreint fram. Hún bara sagði það sem hún var að hugsa. Mér fannst þetta frábært. Ég kann svo vel að meta þegar fólk er heiðarlegt. Það er miklu betra að fá hnefann svona í andlitið heldur en hnífinn í bakið. Þannig mér finnst mikið til Lilju koma.“ Arnar sagðist einnig ánægður með Bjarna Jónsson, þingmann Vinstri grænna, og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Það er gott fólk á þinginu. Vandamálið er að þetta fólk að þetta fólk þorir ekki nógu oft að standa með eigin sannfæringu.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingi Pallborðið Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira