„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2024 15:16 Flóðin í Norður-Karólínu voru mjög umfangsmikil. AP/Kathy Kmonicek Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. Í heildina er vitað til þess að rúmlega hundrað manns hafi dáið vegna Helenu. Í Norður-Karólínu urðu skemmdir víða í dölum sem umkringdir eru skógi vöxnum en bröttum hlíðum. Rafmagnslínur slitnuðu víða, vegir eru mikið skemmdir og vatnshreinsistöðvar óstarfhæfar. Keppst er við að koma neyðarbirgðum eins og vatni til fólks og gera við skemmdir eins hratt og auðið er. Meðal annars hefur verið notast við þyrlur til að flytja vatn og matvæli til afskekktra byggða. Fólk að sækjast eftir fersku vatni í Norður-Karólínu.AP/Jeffrey Collins Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, hefur lýst hörmungunum þar sem fordæmalausum og segir það sama um nauðsynleg viðbrögð. Í frétt New York Times er haft eftir honum og öðrum embættismönnum að um 460 þúsund manns séu enn án rafmagns og að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í tuttugu og fimm sýslu. Cooper sagði á blaðamannafundi í dag að hann teldi líklegt að látnum muni fjölga í vikunni, þegar björgunarmenn komast til byggða sem lokuðust af í hamförunum og flóðavatn síast í jörðina eða rennur áleiðis til sjávar. Björgunarstörf hafa þó reynst erfið víða í ríkinu, vegna áðurnefndra skemmda. Vegna þessa hafa ráðamenn ráðlagt fólki að halda kyrru fyrir, hafi það tök á því, en rúmlega fimmtíu leitarteymi eru sögð vinna að því að koma fólki sem hefur lokast inni til aðstoðar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vegir eru víða lokaðir í Norður-Karólínu og er óttast að látnum muni fjölga þegar fleiri vegir opnast og björgunarmenn komast að einangruðum samfélögum.AP/Björgunarsveitir í Pamlicosýslu Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18 Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Í heildina er vitað til þess að rúmlega hundrað manns hafi dáið vegna Helenu. Í Norður-Karólínu urðu skemmdir víða í dölum sem umkringdir eru skógi vöxnum en bröttum hlíðum. Rafmagnslínur slitnuðu víða, vegir eru mikið skemmdir og vatnshreinsistöðvar óstarfhæfar. Keppst er við að koma neyðarbirgðum eins og vatni til fólks og gera við skemmdir eins hratt og auðið er. Meðal annars hefur verið notast við þyrlur til að flytja vatn og matvæli til afskekktra byggða. Fólk að sækjast eftir fersku vatni í Norður-Karólínu.AP/Jeffrey Collins Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, hefur lýst hörmungunum þar sem fordæmalausum og segir það sama um nauðsynleg viðbrögð. Í frétt New York Times er haft eftir honum og öðrum embættismönnum að um 460 þúsund manns séu enn án rafmagns og að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í tuttugu og fimm sýslu. Cooper sagði á blaðamannafundi í dag að hann teldi líklegt að látnum muni fjölga í vikunni, þegar björgunarmenn komast til byggða sem lokuðust af í hamförunum og flóðavatn síast í jörðina eða rennur áleiðis til sjávar. Björgunarstörf hafa þó reynst erfið víða í ríkinu, vegna áðurnefndra skemmda. Vegna þessa hafa ráðamenn ráðlagt fólki að halda kyrru fyrir, hafi það tök á því, en rúmlega fimmtíu leitarteymi eru sögð vinna að því að koma fólki sem hefur lokast inni til aðstoðar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vegir eru víða lokaðir í Norður-Karólínu og er óttast að látnum muni fjölga þegar fleiri vegir opnast og björgunarmenn komast að einangruðum samfélögum.AP/Björgunarsveitir í Pamlicosýslu
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18 Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35
Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18
Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47