Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 09:22 Sigríður Dóra Magnúsdóttir er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Málið má rekja til kvörtunar til Persónuverndar þar sem kvartandi taldi óeðlilegt að aðrir en læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem viðkomandi leitaði sjálfur til hefðu aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum úr sjúkraskrá. Samgöngustofa taldi nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að geta flett upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir eftirlitsskyldur Samgöngustofu hefði skort skýrar lagaheimildir til að veita trúnaðarlækni hennar beinan aðgang að sjúkraskrám. Aðgangur trúnaðarlæknisins byggði á samningi mili Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Samgöngustofu frá 2020 um aðgengi að sjúkraskrám. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslunni var lokað fyrir aðgang Samgöngustofu strax í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Samningnum hefur auk þess verið rift. „Það er ljóst að ekki var staðið rétt að gerð samnings við Samgöngustofu og við vinnslu annarra sambærilegra samninga hjá stofnuninni. Við tökum málið alvarlega og munum fara yfir alla samninga sem gerðir hafa verið um aðgengi að sjúkraskrá og tryggja að þeir séu í fullu samræmi við lög,“ er haft eftir Sigríði Dóru Magnúsdóttur, forstjóra Heilsugæslunnar í tilkynningunni. Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Málið má rekja til kvörtunar til Persónuverndar þar sem kvartandi taldi óeðlilegt að aðrir en læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem viðkomandi leitaði sjálfur til hefðu aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum úr sjúkraskrá. Samgöngustofa taldi nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að geta flett upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir eftirlitsskyldur Samgöngustofu hefði skort skýrar lagaheimildir til að veita trúnaðarlækni hennar beinan aðgang að sjúkraskrám. Aðgangur trúnaðarlæknisins byggði á samningi mili Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Samgöngustofu frá 2020 um aðgengi að sjúkraskrám. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslunni var lokað fyrir aðgang Samgöngustofu strax í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Samningnum hefur auk þess verið rift. „Það er ljóst að ekki var staðið rétt að gerð samnings við Samgöngustofu og við vinnslu annarra sambærilegra samninga hjá stofnuninni. Við tökum málið alvarlega og munum fara yfir alla samninga sem gerðir hafa verið um aðgengi að sjúkraskrá og tryggja að þeir séu í fullu samræmi við lög,“ er haft eftir Sigríði Dóru Magnúsdóttur, forstjóra Heilsugæslunnar í tilkynningunni.
Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira