Úmbarassa-sa Sævar Helgi Lárusson skrifar 7. október 2024 08:33 Nú er úti norðanvindur nú er hvítur Esjutindur ef ég þyrfti út í bíltúr þá er umferdin.is vefurinn elsku besti vinurinn Jæja góðir landsmenn, þá er vetur konungur handan hornsins. Þá veður verða válynd. Sumir myndu nú kannski halda því fram að hann hafi aldrei almennilega vikið fyrir sumrinu síðastliðið vor, en látum það liggja milli hluta. Við hjá Vegagerðinni erum á fullu þessa dagana að skipuleggja komandi vetrarþjónustuvertíð, festa snjóruðningstennur á vörubílana og hífa saltkassana á. Þetta eru tæki, sem vegfarendur ættu að sýna óttablandna virðingu. Þau geta verið illvíg í áflogum, og ljóst hver tapar ef til áreksturs kemur. Gefum þeim gott pláss til að athafna sig. Dólum bara á eftir tækinu á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Munum bara að hafa gott bil. Stjórnun þessara vetrarþjónustækja er bæði flókin og útsýnið oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar eða við það að verða slæmar. Við sem hér á landi búum og dveljum þurfum að lifa með því veðri sem almættið velur fyrir okkur, og það skiptir ört um skoðun. Mig langar að minna á nokkur góð atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er um vegi landsins að vetri til. Fylgjumst vel með veðurspá og veðurathugunum. Búum okkur vel, verum á góðum dekkjum sem henta aðstæðum hverju sinni. Hægjum á okkur. Veitum snjóruðningstækjum svigrúm til athafna. Betra er að fresta för einu sinni of oft en að vaða út í vondar aðstæður. Síðast en ekki síst leitið upplýsinga á umferdin.is eða í síma 1777 áður en lagt er í hann. Eflaust má lengi bæta þennan lista, en það er von mín að allir setji öryggið á oddinn í vetur og við sem sinnum vetrarþjónustu komumst klakklaust frá verki. Því miður eru óhöpp og slys nokkuð tíð í tengslum við þessa þjónustu enda vandasamt verk að halda vegum opnum og öruggum í stormasömu landi. Góð samvinna allra vegfarenda er forsenda öruggra samgangna. Ljúkum þessu á ljúfum línum skáldsins og raulum með. Þarna sé ég hálkublettÞá vetrardekkin undir setAnnars get ég bílinn klesstog runnið milli akreinaSkilurðu hvað ég meina? Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Samgöngur Vegagerð Veður Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Nú er úti norðanvindur nú er hvítur Esjutindur ef ég þyrfti út í bíltúr þá er umferdin.is vefurinn elsku besti vinurinn Jæja góðir landsmenn, þá er vetur konungur handan hornsins. Þá veður verða válynd. Sumir myndu nú kannski halda því fram að hann hafi aldrei almennilega vikið fyrir sumrinu síðastliðið vor, en látum það liggja milli hluta. Við hjá Vegagerðinni erum á fullu þessa dagana að skipuleggja komandi vetrarþjónustuvertíð, festa snjóruðningstennur á vörubílana og hífa saltkassana á. Þetta eru tæki, sem vegfarendur ættu að sýna óttablandna virðingu. Þau geta verið illvíg í áflogum, og ljóst hver tapar ef til áreksturs kemur. Gefum þeim gott pláss til að athafna sig. Dólum bara á eftir tækinu á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Munum bara að hafa gott bil. Stjórnun þessara vetrarþjónustækja er bæði flókin og útsýnið oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar eða við það að verða slæmar. Við sem hér á landi búum og dveljum þurfum að lifa með því veðri sem almættið velur fyrir okkur, og það skiptir ört um skoðun. Mig langar að minna á nokkur góð atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferðast er um vegi landsins að vetri til. Fylgjumst vel með veðurspá og veðurathugunum. Búum okkur vel, verum á góðum dekkjum sem henta aðstæðum hverju sinni. Hægjum á okkur. Veitum snjóruðningstækjum svigrúm til athafna. Betra er að fresta för einu sinni of oft en að vaða út í vondar aðstæður. Síðast en ekki síst leitið upplýsinga á umferdin.is eða í síma 1777 áður en lagt er í hann. Eflaust má lengi bæta þennan lista, en það er von mín að allir setji öryggið á oddinn í vetur og við sem sinnum vetrarþjónustu komumst klakklaust frá verki. Því miður eru óhöpp og slys nokkuð tíð í tengslum við þessa þjónustu enda vandasamt verk að halda vegum opnum og öruggum í stormasömu landi. Góð samvinna allra vegfarenda er forsenda öruggra samgangna. Ljúkum þessu á ljúfum línum skáldsins og raulum með. Þarna sé ég hálkublettÞá vetrardekkin undir setAnnars get ég bílinn klesstog runnið milli akreinaSkilurðu hvað ég meina? Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar