Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 10:30 Bifreiðin var illa farin en lítil aflögun varð í farþegarýminu. RNSA Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í dag. Þar segir að að morgni 2. nóvember 2023 hafi Renault Kangoo sendibifreið verið ekið um Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hefði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafi henni, að sögn vitnis, verið sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar hafi bifreiðinni verið ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið hafi komið í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hafi hindrað að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður, sem hafi verið einn í bifreiðinni, hafi látist í slysinu. Lítið út á bifreiðina að setja Í skýrslunni segir að bifreiðin hafi verið Renault Kangoo sendibifreið. Nýskráning hafi verið í maí 2015. Hún hafi verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað og síðast verið tekin til aðalskoðunar 31. maí 2023 án athugasemda. Eigin þyngd bifreiðarinnar hafi verið 1328 kg. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Dýpt í mynstri hjólbarða hafi verið sex til átta millimetrar. Bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Niðurstaða bíltæknirannsóknar hafi verið að ekkert benti til skyndibilunar í bifreiðinni sem geti hafa valdið slysi. Í niðurstöðum hafi komið fram að ekki hafi verið ummerki á öryggisbelti né beltalykkju sem geti gefið til kynna að belti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Einnig hafi komið fram að slag hafi verið í spindilkúlu hægra megin að framan og að léleg gúmmífóðring í hjólspyrnu vinstra megin að framan gætu hafa haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Ekki hafi orðið mikil aflögun í farþegarými þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið mikið skemmd eftir slysið. Beltisnotkun og fíkniefnum um að kenna Í skýrslunni segir ekki hafi verið hægt að lesa hraða úr tölvu bifreiðarinnar sökum aldurs hennar. Leyfður hámarkshraði á vettvangi hafi verið níutíu kílómetrar á klukkustund. Að sögn vitnis að slysinu, sem hafi kveðist hafa ekið á um hundrað kílómetra hraða á eftir bifreiðinni, hafi bil á milli bifreiðanna sennilega minnkað áður en slysið varð. Þá segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis og að hann hafi ekki verið spenntur í öryggisbelti. Ekki er tekið fram hvaða fíkniefni mældist í blóði ökumannsins. Samgönguslys Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í dag. Þar segir að að morgni 2. nóvember 2023 hafi Renault Kangoo sendibifreið verið ekið um Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hefði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafi henni, að sögn vitnis, verið sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar hafi bifreiðinni verið ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið hafi komið í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hafi hindrað að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður, sem hafi verið einn í bifreiðinni, hafi látist í slysinu. Lítið út á bifreiðina að setja Í skýrslunni segir að bifreiðin hafi verið Renault Kangoo sendibifreið. Nýskráning hafi verið í maí 2015. Hún hafi verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað og síðast verið tekin til aðalskoðunar 31. maí 2023 án athugasemda. Eigin þyngd bifreiðarinnar hafi verið 1328 kg. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Dýpt í mynstri hjólbarða hafi verið sex til átta millimetrar. Bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Niðurstaða bíltæknirannsóknar hafi verið að ekkert benti til skyndibilunar í bifreiðinni sem geti hafa valdið slysi. Í niðurstöðum hafi komið fram að ekki hafi verið ummerki á öryggisbelti né beltalykkju sem geti gefið til kynna að belti hafi verið í notkun þegar slysið varð. Einnig hafi komið fram að slag hafi verið í spindilkúlu hægra megin að framan og að léleg gúmmífóðring í hjólspyrnu vinstra megin að framan gætu hafa haft áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar. Ekki hafi orðið mikil aflögun í farþegarými þrátt fyrir að bifreiðin hafi verið mikið skemmd eftir slysið. Beltisnotkun og fíkniefnum um að kenna Í skýrslunni segir ekki hafi verið hægt að lesa hraða úr tölvu bifreiðarinnar sökum aldurs hennar. Leyfður hámarkshraði á vettvangi hafi verið níutíu kílómetrar á klukkustund. Að sögn vitnis að slysinu, sem hafi kveðist hafa ekið á um hundrað kílómetra hraða á eftir bifreiðinni, hafi bil á milli bifreiðanna sennilega minnkað áður en slysið varð. Þá segir í niðurstöðukafla skýrslunnar að orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis og að hann hafi ekki verið spenntur í öryggisbelti. Ekki er tekið fram hvaða fíkniefni mældist í blóði ökumannsins.
Samgönguslys Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira