Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. október 2024 08:50 Forseta- og konungshjónin hittust á að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn í morgun. Vísir/AP Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Skömmu en forsetahjónin komu siglandi voru mættir tugir úr hirð konungs á hestum. Sendinefndir frá Íslandi og Danmörku tóku á móti þeim við rauðan dregil og konungshjónin sjálf. Þau heilsuðust og virtist fara vel á með þeim. Mary drottning baðst afsökunar á því að geta ekki beðið þeim upp á betra veður.Í Kaupmannahöfn er þokukennt veður, rakt og von á rigningu. Þau spjölluðu í dálitla stund, heilsuðu sendinefndunum og settust svo upp í hestakerruna. Með kerrunni fóru þau svo til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Mikill fjöldi er samankominn til að fylgjast með.Vísir/Elín Margrét Fjallað er um heimsóknina á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að konungshjónin fái það hlutverk að viðhalda góðu sambandi Íslendinga og Dana. Margréti Danadrottningu hafi tekist að milda sambandið eftir að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði 1944 þegar Íslendingar sögðu skilið við konunginn. Í frétt DR er meðal annars fjallað um heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur árið 1981. Sameiginlegur blaðamannafundur Vigdísar og Margrétar Þórhildar hafi endað í einskonar uppistandi þar sem blaðamenn skiptust á að hlæja að leiðtogunum tveimur. Friðrik X Danakonungur tók vel á móti Höllu á gömu tollbryggjunni í morgun.Vísir/AP Konungs- og forsetahjónin fái það hlutverk í dag að fylgja eftir þessum fundi og stemningunni á honum. Í tilkynningu um heimsóknina kom fram að eftir heimsóknina í borgarvirkið fari forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús. Það verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Skömmu en forsetahjónin komu siglandi voru mættir tugir úr hirð konungs á hestum. Sendinefndir frá Íslandi og Danmörku tóku á móti þeim við rauðan dregil og konungshjónin sjálf. Þau heilsuðust og virtist fara vel á með þeim. Mary drottning baðst afsökunar á því að geta ekki beðið þeim upp á betra veður.Í Kaupmannahöfn er þokukennt veður, rakt og von á rigningu. Þau spjölluðu í dálitla stund, heilsuðu sendinefndunum og settust svo upp í hestakerruna. Með kerrunni fóru þau svo til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Mikill fjöldi er samankominn til að fylgjast með.Vísir/Elín Margrét Fjallað er um heimsóknina á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að konungshjónin fái það hlutverk að viðhalda góðu sambandi Íslendinga og Dana. Margréti Danadrottningu hafi tekist að milda sambandið eftir að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði 1944 þegar Íslendingar sögðu skilið við konunginn. Í frétt DR er meðal annars fjallað um heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur árið 1981. Sameiginlegur blaðamannafundur Vigdísar og Margrétar Þórhildar hafi endað í einskonar uppistandi þar sem blaðamenn skiptust á að hlæja að leiðtogunum tveimur. Friðrik X Danakonungur tók vel á móti Höllu á gömu tollbryggjunni í morgun.Vísir/AP Konungs- og forsetahjónin fái það hlutverk í dag að fylgja eftir þessum fundi og stemningunni á honum. Í tilkynningu um heimsóknina kom fram að eftir heimsóknina í borgarvirkið fari forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús. Það verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands.
Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira