Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 23:17 Novak Djokovic hefur sjö sinnum hrósað sigri á Wimbledon mótinu. Vísir/Getty Eitt af því sem forráðamenn Wimbledon mótsins í tennis eru þekktir fyrir er að halda vel í hefðirnar. Nú stendur hins vegar til að nýta sér gervigreind þegar mótið fer fram á næsta ári. Wimbledon mótið í tennis er einn af sögufrægari íþróttaviðburðum í heimi en mótið hefur verið haldið allt frá árinu 1877 eða í 147 ár. Þar eru leikmenn meðal annars skyldugir til að klæðast hvítu og mega ekki nota sokka, svitabönd eða töskur með merkjum fyrirtækja á. Snyrtilega klæddir línudómarar setja einnig svip sinn á mótið en þeir skera úr um hvort boltinn hafnar innan eða utan vallar og gegna því mikilvægu hlutverki. Nú stendur hins vegar til að skipta áðurnefndum línudómurum út og mun gervigreind taka við hlutverki þeirra. Búnaðurinn ELC [Electronic Line Calling] var prófaður á mótinu síðastliðið sumar og mun taka alfarið við hlutverki línudómara á næsta móti sem fram fer í júlí á næsta ári. Sally Bolton, framkvæmdastjóri mótsins, segir að ákvörðunin sé tekin eftir mikla íhugun. „Við teljum tæknina vera það góða og tímann vera kominn að taka þetta stóra og mikilvæga skref í því markmiði að ná mestu mögulegu nákvæmni í dómgæslu.“ Kerfið er ekki nýtt af nálinni fyrir leikmenn. Það hefur verið notað á Opna ástralska mótinu sem og því Opna bandaríska. Forráðamenn ATP-mótaraðarinnar hafa einnig tilkynnt að gervigreind verði notuð á öllum mótum frá og með næsta ári. Hawk-Eye tæknin hefur verið notuð síðustu árin til að hjálpa dómurum að leiðrétta ákvarðanir í leikjum en nú mun gervigreindin taka ákvarðanir í rauntíma. Tennis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er einn af sögufrægari íþróttaviðburðum í heimi en mótið hefur verið haldið allt frá árinu 1877 eða í 147 ár. Þar eru leikmenn meðal annars skyldugir til að klæðast hvítu og mega ekki nota sokka, svitabönd eða töskur með merkjum fyrirtækja á. Snyrtilega klæddir línudómarar setja einnig svip sinn á mótið en þeir skera úr um hvort boltinn hafnar innan eða utan vallar og gegna því mikilvægu hlutverki. Nú stendur hins vegar til að skipta áðurnefndum línudómurum út og mun gervigreind taka við hlutverki þeirra. Búnaðurinn ELC [Electronic Line Calling] var prófaður á mótinu síðastliðið sumar og mun taka alfarið við hlutverki línudómara á næsta móti sem fram fer í júlí á næsta ári. Sally Bolton, framkvæmdastjóri mótsins, segir að ákvörðunin sé tekin eftir mikla íhugun. „Við teljum tæknina vera það góða og tímann vera kominn að taka þetta stóra og mikilvæga skref í því markmiði að ná mestu mögulegu nákvæmni í dómgæslu.“ Kerfið er ekki nýtt af nálinni fyrir leikmenn. Það hefur verið notað á Opna ástralska mótinu sem og því Opna bandaríska. Forráðamenn ATP-mótaraðarinnar hafa einnig tilkynnt að gervigreind verði notuð á öllum mótum frá og með næsta ári. Hawk-Eye tæknin hefur verið notuð síðustu árin til að hjálpa dómurum að leiðrétta ákvarðanir í leikjum en nú mun gervigreindin taka ákvarðanir í rauntíma.
Tennis Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Sjá meira