Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2024 10:02 Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins stýrði pallborðsumræðum á viðskiptaþingi í Kaupmannahöfn í vikunni. aðsend Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi. „Gervigreindin er auðvitað bara að tröllríða öllu um þessar mundir og það er búið að tala um gervigreind lengi en hún er einhvern veginn loksins að springa út. Við finnum það bara öll í okkar daglega lífi. Það er auðvitað gríðarleg og vaxandi orkuþörf vegna gervigreindarvinnslu og þar liggur mjög stórt tækifæri fyrir Ísland, og Danmörku, og tækifæri á samstarfi,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Sigríður stýrði pallborðsumræðum um gervigreind á dansk-íslensku viðskiptaþingi í Kaupmannahöfn í vikunni sem haldið var í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur. Í pallborði voru Anders Johanson hjá Grundfos, Björn Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center, Peter Weinreich-Jensen, framkvæmdastjóri Siemens Energy og Ríkharður Ríkharðsson hjá Landsvirkjun.aðsend „Við sjáum það til dæmis að stóru tæknirisarnir þeir eru að setja af stað aftur kjarnorkuver, ekki sjálfir en eru að fara að kaupa kjarnorku og fleira, til að tryggja að þeir geti verið með græna orku í gervigreindarvinnslu,“ segir Sigríður, sem bendir á að þar felist tækifæri fyrir Ísland til að taka þátt í þróuninni í ljósi möguleika til grænnar orkunýtingar í þennan orkufreka iðnað. Nýverið var greint frá því að bandaríska félagið Modularity, sem sérhæfir sig meðal annars í þróun neðansjávar fjarskipta- og gagnastrengja, og íslenska gagnaversfyrirtækið Borealis Data Center ætli í samstarf um uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi. Verkefnið myndi fela í sér lagningu á nýjum sæstrengjum sem eiga að efla til muna alþjóðlegar gagnatengingar á milli Íslands, Norður- Ameríku og Evrópu. „En það er aðallega út frá orkumálunum sem þetta er bæði spennandi en þar er líka hindrunin af því það þarf gríðarlega orku í þessi verkefni,“ segir Sigríður. Fjölmörg verkefni séu framundan sem verði spennandi að sjá hvað verður úr. Pólitíkin þurfi að ákveða hvort Ísland ætli að vera með „Í fyrsta lagi er gagnaversiðnaðurinn núverandi á Íslandi, þau fyrirtæki sem eru nú þegar að reka gagnaver, að breytast mjög hratt um þessar mundir vegna aukinnar eftirspurnar vegna gervigreindar og þannig vinnslu. Þannig gagnaversiðnaðurinn á Íslandi er að gjörbreytast, mjög hratt. Þannig það verkefnið sem er framundan er í rauninni bara, ætlum við að sækja þessi tækifæri og verða ein af miðstöðvum gervigreindarvinnslu í heiminum eða ekki? Það er kannski stóra pólitíska spurningin líka, hvert viljum við stefna í þessum efnum og viljum við vera miðpunktur í þessari þróun eða vera eftirbátar í henni. Þar komum við inn á einmitt grænu orkuna og fleiri tækifæri fyrir Ísland á þessu sviði,“ segir Sigríður. Það er einnig talað um þær ógnir sem fylgja gervigreindinni, er ekki varasamt að fara of hratt af stað í þessa vegferð? „Ég held að við séum ekki að fara að leysa það. Ef að Bandaríkin eða Evrópusambandið eða aðrir hafa áhyggjur af einhverjum ógnum þá verður einhver lagasetning væntanlega. En það getur vel verið að Kínverjarnir setji ekki hindranir. Þetta er auðvitað bara án landamæra þessi tækniþróun og auðvitað þurfum við að hafa það í huga, huga að siðferði og öðrum slíkum þáttum. En ég held að við Íslendingar séum ekki að fara að stoppa þessa þróun, þetta er spurning um hvernig við ætlum að taka þátt í henni,“ svarar Sigríður. Gervigreind Tækni Orkumál Sæstrengir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Gervigreindin er auðvitað bara að tröllríða öllu um þessar mundir og það er búið að tala um gervigreind lengi en hún er einhvern veginn loksins að springa út. Við finnum það bara öll í okkar daglega lífi. Það er auðvitað gríðarleg og vaxandi orkuþörf vegna gervigreindarvinnslu og þar liggur mjög stórt tækifæri fyrir Ísland, og Danmörku, og tækifæri á samstarfi,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Sigríður stýrði pallborðsumræðum um gervigreind á dansk-íslensku viðskiptaþingi í Kaupmannahöfn í vikunni sem haldið var í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Danmerkur. Í pallborði voru Anders Johanson hjá Grundfos, Björn Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center, Peter Weinreich-Jensen, framkvæmdastjóri Siemens Energy og Ríkharður Ríkharðsson hjá Landsvirkjun.aðsend „Við sjáum það til dæmis að stóru tæknirisarnir þeir eru að setja af stað aftur kjarnorkuver, ekki sjálfir en eru að fara að kaupa kjarnorku og fleira, til að tryggja að þeir geti verið með græna orku í gervigreindarvinnslu,“ segir Sigríður, sem bendir á að þar felist tækifæri fyrir Ísland til að taka þátt í þróuninni í ljósi möguleika til grænnar orkunýtingar í þennan orkufreka iðnað. Nýverið var greint frá því að bandaríska félagið Modularity, sem sérhæfir sig meðal annars í þróun neðansjávar fjarskipta- og gagnastrengja, og íslenska gagnaversfyrirtækið Borealis Data Center ætli í samstarf um uppbyggingu gervigreindargagnavera hér á landi. Verkefnið myndi fela í sér lagningu á nýjum sæstrengjum sem eiga að efla til muna alþjóðlegar gagnatengingar á milli Íslands, Norður- Ameríku og Evrópu. „En það er aðallega út frá orkumálunum sem þetta er bæði spennandi en þar er líka hindrunin af því það þarf gríðarlega orku í þessi verkefni,“ segir Sigríður. Fjölmörg verkefni séu framundan sem verði spennandi að sjá hvað verður úr. Pólitíkin þurfi að ákveða hvort Ísland ætli að vera með „Í fyrsta lagi er gagnaversiðnaðurinn núverandi á Íslandi, þau fyrirtæki sem eru nú þegar að reka gagnaver, að breytast mjög hratt um þessar mundir vegna aukinnar eftirspurnar vegna gervigreindar og þannig vinnslu. Þannig gagnaversiðnaðurinn á Íslandi er að gjörbreytast, mjög hratt. Þannig það verkefnið sem er framundan er í rauninni bara, ætlum við að sækja þessi tækifæri og verða ein af miðstöðvum gervigreindarvinnslu í heiminum eða ekki? Það er kannski stóra pólitíska spurningin líka, hvert viljum við stefna í þessum efnum og viljum við vera miðpunktur í þessari þróun eða vera eftirbátar í henni. Þar komum við inn á einmitt grænu orkuna og fleiri tækifæri fyrir Ísland á þessu sviði,“ segir Sigríður. Það er einnig talað um þær ógnir sem fylgja gervigreindinni, er ekki varasamt að fara of hratt af stað í þessa vegferð? „Ég held að við séum ekki að fara að leysa það. Ef að Bandaríkin eða Evrópusambandið eða aðrir hafa áhyggjur af einhverjum ógnum þá verður einhver lagasetning væntanlega. En það getur vel verið að Kínverjarnir setji ekki hindranir. Þetta er auðvitað bara án landamæra þessi tækniþróun og auðvitað þurfum við að hafa það í huga, huga að siðferði og öðrum slíkum þáttum. En ég held að við Íslendingar séum ekki að fara að stoppa þessa þróun, þetta er spurning um hvernig við ætlum að taka þátt í henni,“ svarar Sigríður.
Gervigreind Tækni Orkumál Sæstrengir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira