Sigmundur í villu og svima Friðjón R Friðjónsson skrifar 11. október 2024 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti. Orðrétt sagði hann: “Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum.” Þessi fullyrðing formanns Miðflokksins er röng. Ef Sigmundur Davíð hefði til þess nennu og orku þá væri honum létt verk að skoða hvað þetta ógagnsæja og að mörgu leyti klúðurslega orð “inngilding” þýðir. Það er íslenskun á hugtakinu “inclusion”. Það er ekki verið að segja að Íslendingar eigi að aðlagast útlendingum. “Inclusion” er að hafa einhvern með, taka tillit til hver hann er og hvaðan viðkomandi kemur. Eilífur Friður í ofbeldi Það mætti benda Sigmundu á hvernig aðlögun útlendinga á Íslandi við iðkuð þannig þar til fyrir stuttu síðan. Þá var þeim til dæmis gert að gefa eftir nafnið sitt til að verða íslenskir ríkisborgarar . Árið 1996 varð maður að nafni Ricardo Cabrera íslenskur ríkisborgari, honum var gert að taka upp nýtt nafn og til að sýna fram á fáránleika kerfisins tók hann upp nafnið Elífur Friður Edgarsson. Til að aðlaga hann íslensku samfélagi, til að aðlaga hann íslenskri nafnahefð var hann sviptur eigin nafni. Það var ekki aðlögun, það var ofbeldi íslenska ríkisins á hendur einstaklingi sem vildi hér vera, hluti af samfélaginu, með fjölskyldu sinni. Útlendingar eru ekki annars flokks Hér á landi búa tugir þúsunda manna sem eru ekki annars flokks fólk þótt það reki ættir sínar ekki til kaþólsks biskups á Hólum í Hjaltadal. Þannig voru tugir þúsunda íbúa landsins í covid sem tengdu alls ekki við að vera “heima með Helga” að syngja “Einu sinni á ágústkvöldi”. Þau gengu ekki um gólf fyrir Þórólf eða settu upp límmiða sem sagði “Ég hlýði Víði”. Þeirra veruleiki var allt annar. Ef við ætlum að “aðlaga” allt þetta fólk eins og formaður Miðflokksins boðar með sinni útlendingaandúð blasir við að við verðum að þvinga alla af erlendum uppruna skilja uppvöxt og reynsluheim formanns Miðflokksins. Og það getum við ekki gert harðduglegu fólki. Inngilding er ógagnsæ Hið ógagnsæa orð “inngilding” snýst eingöngu um að við sýnum fólki sem vill koma hingað, vinna og vera hluti af samfélaginu virðingu. Höfum þau með í því sem við erum að gera, hjálpum þeim að taka þátt í samfélaginu og hlustum þegar þau tala íslensku með hreim eða tala jafnvel ekki íslensku. Sýnum fólki virðingu þegar það vill halda í heiðri eigin menningu og trú, innan marka íslenskra laga. Það er grunntónninn í “inclusion” eða inngildingu. Að fjölbreytileiki fólks sé ekki bara leyfður innan skilgreiningar formanns Miðflokksins. Það er síðan sérstök spurning hver aðlögunin á að vera í huga Sigmundar. Eiga útlendingar að aðlagast hugmyndum hans um íslenska menningu? Þurfa þau þá öll að byrja að elska byggingalist Guðjón Samúelssonar og lesa Jónas frá Hriflu? Mega þau fíla nýja þinghúsið? Ég skil og deili áhyggjum formanns Miðflokksins af stöðu, sem nú horfir til betri vegar, í málefnum hælisleitenda. Þar eru löngu tímabærar breytingar loksins að skila árangri. En það væri óskandi að hann nennti að kynna sér hve miklu máli útlendingar og afkomendur þeirra skipta í íslensku samfélagi. Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli. Og þá er tilefni til að benda á það og spyrja hvert hann ætli sér að fara með Miðflokkinn og hvar í skynsemishyggjunni þessi andúð á öðru fólki á heima? Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti. Orðrétt sagði hann: “Nú eru stjórnvöld farin að tala um inngildingu sem er eitthvað nýyrði og andstaða aðlögunar. Af því að inngilding á að tákna það að við eigum að aðlaga okkur að öðrum.” Þessi fullyrðing formanns Miðflokksins er röng. Ef Sigmundur Davíð hefði til þess nennu og orku þá væri honum létt verk að skoða hvað þetta ógagnsæja og að mörgu leyti klúðurslega orð “inngilding” þýðir. Það er íslenskun á hugtakinu “inclusion”. Það er ekki verið að segja að Íslendingar eigi að aðlagast útlendingum. “Inclusion” er að hafa einhvern með, taka tillit til hver hann er og hvaðan viðkomandi kemur. Eilífur Friður í ofbeldi Það mætti benda Sigmundu á hvernig aðlögun útlendinga á Íslandi við iðkuð þannig þar til fyrir stuttu síðan. Þá var þeim til dæmis gert að gefa eftir nafnið sitt til að verða íslenskir ríkisborgarar . Árið 1996 varð maður að nafni Ricardo Cabrera íslenskur ríkisborgari, honum var gert að taka upp nýtt nafn og til að sýna fram á fáránleika kerfisins tók hann upp nafnið Elífur Friður Edgarsson. Til að aðlaga hann íslensku samfélagi, til að aðlaga hann íslenskri nafnahefð var hann sviptur eigin nafni. Það var ekki aðlögun, það var ofbeldi íslenska ríkisins á hendur einstaklingi sem vildi hér vera, hluti af samfélaginu, með fjölskyldu sinni. Útlendingar eru ekki annars flokks Hér á landi búa tugir þúsunda manna sem eru ekki annars flokks fólk þótt það reki ættir sínar ekki til kaþólsks biskups á Hólum í Hjaltadal. Þannig voru tugir þúsunda íbúa landsins í covid sem tengdu alls ekki við að vera “heima með Helga” að syngja “Einu sinni á ágústkvöldi”. Þau gengu ekki um gólf fyrir Þórólf eða settu upp límmiða sem sagði “Ég hlýði Víði”. Þeirra veruleiki var allt annar. Ef við ætlum að “aðlaga” allt þetta fólk eins og formaður Miðflokksins boðar með sinni útlendingaandúð blasir við að við verðum að þvinga alla af erlendum uppruna skilja uppvöxt og reynsluheim formanns Miðflokksins. Og það getum við ekki gert harðduglegu fólki. Inngilding er ógagnsæ Hið ógagnsæa orð “inngilding” snýst eingöngu um að við sýnum fólki sem vill koma hingað, vinna og vera hluti af samfélaginu virðingu. Höfum þau með í því sem við erum að gera, hjálpum þeim að taka þátt í samfélaginu og hlustum þegar þau tala íslensku með hreim eða tala jafnvel ekki íslensku. Sýnum fólki virðingu þegar það vill halda í heiðri eigin menningu og trú, innan marka íslenskra laga. Það er grunntónninn í “inclusion” eða inngildingu. Að fjölbreytileiki fólks sé ekki bara leyfður innan skilgreiningar formanns Miðflokksins. Það er síðan sérstök spurning hver aðlögunin á að vera í huga Sigmundar. Eiga útlendingar að aðlagast hugmyndum hans um íslenska menningu? Þurfa þau þá öll að byrja að elska byggingalist Guðjón Samúelssonar og lesa Jónas frá Hriflu? Mega þau fíla nýja þinghúsið? Ég skil og deili áhyggjum formanns Miðflokksins af stöðu, sem nú horfir til betri vegar, í málefnum hælisleitenda. Þar eru löngu tímabærar breytingar loksins að skila árangri. En það væri óskandi að hann nennti að kynna sér hve miklu máli útlendingar og afkomendur þeirra skipta í íslensku samfélagi. Sú grímulausa útlendingaandúð sem hann sýnir okkur nú er ógeðfelld, en kannski bara hans rétta eðli. Og þá er tilefni til að benda á það og spyrja hvert hann ætli sér að fara með Miðflokkinn og hvar í skynsemishyggjunni þessi andúð á öðru fólki á heima? Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar